Verzlingar sóttu hart að Bjarna á framboðsfundi Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2017 15:55 Ljóst er að spennustigið í hinni snörpu kosningabaráttu er farið að segja til sín. Bjarni brást harkalega við fyrirspurn nemanda við Verzlunarskóla Íslands í dag. visir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, brást fremur harkalega við fyrirspurn úr hópi nemenda á framboðsfundi í Verzlunarskólanum í dag. Svo hastur var hann í máli að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, sem jafnframt var í pallborðsumræðunum ásamt öðrum frambjóðendum, taldi það ekki verjanlegt að veitast að nemandanum með slíkri framgöngu.Brást illa við efni fyrirspurnarinnar en ekki nemandanum Bjarni sagði síðar á fundinum að hann hefði ekki verið að veitast að nemandanum heldur væri hann verið að bregðast við efni fyrirspurnarinnar sem slíkrar. Hún snerist um það að Bjarna væri tíðrætt um mikilvægi baklands stjórnmálaflokka, að það þurfi að kjósa flokk með sterkt bakland. En, er það ekki bakland flokksins sem hefur komið honum í sífelld vandræði, svo sem Borgunarmálið og Landsréttarmálið? Góðar undirtektir voru við þeirri fyrirspurn, hlátur og klapp í salnum en Bjarna var ekki skemmt. „Að taka Borgunarmálið sem dæmi um það að það sé eitthvað að í baklandi Sjálfstæðisflokksins er alveg ótrúlega ómerkilegt, fyrirgefðu. Það hefur hvergi nokkur staðar komið fram ein einasta vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn, ég sem fjármálaráðherra, eða einhver sem var inni í stjórnkerfinu, hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu í því máli,“ sagði Bjarni.Ótrúlega ómerkilegur áróður Og færðist þá enn í aukana: „Þess vegna er þetta ótrúlega ómerkilegur áróður sem þú ert að flytja hér inn í salinn um það mál. Þetta er ekkert nema áróður, þetta Borgunarmál. Það er engin innistæða fyrir öllum stóru orðunum. Ég verð að fá að verja mig hér fyrst að menn ætla að taka það hér upp og nota það gegn mér. Þetta er ómerkilegt. Landsréttarmálið er svo allt annað mál.“ Björt tók við míkrófóninum og taldi, sem áður sagði, það ekki boðlegt að veitast með þessum hætti að ungum kjósendum. Ef marka má viðtökur í salnum, þá féll það upplegg í kramið. Sjá má myndbandið hér neðar en ljóst er að mikill hiti er að færast í kosningabaráttuna. Kosningar 2017 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, brást fremur harkalega við fyrirspurn úr hópi nemenda á framboðsfundi í Verzlunarskólanum í dag. Svo hastur var hann í máli að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, sem jafnframt var í pallborðsumræðunum ásamt öðrum frambjóðendum, taldi það ekki verjanlegt að veitast að nemandanum með slíkri framgöngu.Brást illa við efni fyrirspurnarinnar en ekki nemandanum Bjarni sagði síðar á fundinum að hann hefði ekki verið að veitast að nemandanum heldur væri hann verið að bregðast við efni fyrirspurnarinnar sem slíkrar. Hún snerist um það að Bjarna væri tíðrætt um mikilvægi baklands stjórnmálaflokka, að það þurfi að kjósa flokk með sterkt bakland. En, er það ekki bakland flokksins sem hefur komið honum í sífelld vandræði, svo sem Borgunarmálið og Landsréttarmálið? Góðar undirtektir voru við þeirri fyrirspurn, hlátur og klapp í salnum en Bjarna var ekki skemmt. „Að taka Borgunarmálið sem dæmi um það að það sé eitthvað að í baklandi Sjálfstæðisflokksins er alveg ótrúlega ómerkilegt, fyrirgefðu. Það hefur hvergi nokkur staðar komið fram ein einasta vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn, ég sem fjármálaráðherra, eða einhver sem var inni í stjórnkerfinu, hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu í því máli,“ sagði Bjarni.Ótrúlega ómerkilegur áróður Og færðist þá enn í aukana: „Þess vegna er þetta ótrúlega ómerkilegur áróður sem þú ert að flytja hér inn í salinn um það mál. Þetta er ekkert nema áróður, þetta Borgunarmál. Það er engin innistæða fyrir öllum stóru orðunum. Ég verð að fá að verja mig hér fyrst að menn ætla að taka það hér upp og nota það gegn mér. Þetta er ómerkilegt. Landsréttarmálið er svo allt annað mál.“ Björt tók við míkrófóninum og taldi, sem áður sagði, það ekki boðlegt að veitast með þessum hætti að ungum kjósendum. Ef marka má viðtökur í salnum, þá féll það upplegg í kramið. Sjá má myndbandið hér neðar en ljóst er að mikill hiti er að færast í kosningabaráttuna.
Kosningar 2017 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira