Sport

Ólympíumeistari tapaði Ólympíugullinu sínu þegar húsið hans brann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Henry Cejudo með gullið sitt,
Henry Cejudo með gullið sitt, Vísir/Getty
Henry Cejudo er einn af tuttugu þúsund íbúum í Norður-Kaliforníu sem hafa orðið fyrir barðinu á miklum skógareldum sem þar geysa.

Henry Cejudo slapp með brunasár á fæti þegar húsið hans brann en missti eina verðmætustu eignina sína.

Cejudo vann Ólympíugull í frjálsri glímu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 en þá var hann aðeins 21 árs gamall og varð um leið yngsti Ólympíumeistari Bandaríkjamanna í glímu.

Cejudo vakti mikla athygli í heimalandi sinu ekki síst fyrir þá staðreynd að hann er sonur ólöglega innflytjenda frá Mexikó og saga hans varð sögð í bókinni „American Victory.“

Cejudo náði ekki að fylgja þessu eftir því hann náði ekki að vinna sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á ÓL í London 2012 og ári seinni var hann búinn að skipta yfir í blandaðar bardagsíþróttir.

Henry Cejudo átti hinsvegar alltaf minningarnar og verðlaunin síns frá því Peking 2008 þegar hann vann Japanann Tomohiro Matsunaga í úrslitaglímunni. Eða þar til nú.

MMAFighting.com segir frá því að Cejudo hafi tapað Ólympíugullinu sínu í brunanum.

Cejudo hefur barist í blönduðum bardagaíþróttum frá árinu 2013 og hefur unnið 11 af 13 bardögum sínum til þessa. Næsti bardagi hans átti að vera 2. desember næstkomandi.





Henry Cejudo á verðlaunapallinum á ÓL í Peking 2008.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×