Ekki spáð í að selja Kjarnahlut Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. október 2017 06:00 Ágúst Ólafur Ágústsson. „Ég hef ekki leitt hugann að því,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, aðspurður hvort hann hyggist selja 5,69% hlut sinn í fjölmiðlinum Kjarnanum í nánustu framtíð. Ágúst Ólafur er einn sjö stærstu hluthafa Kjarnans en hann bendir á að hann hafi sagt sig úr stjórn Kjarnans þegar hann ákvað að fara í framboð. Hann eigi þó hlutinn áfram. Samfylkingin mælist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og virðist flokkurinn vera á siglingu og því líkur á að Ágúst Ólafur nái kjöri ef fram heldur sem horfir auk þess sem Samfylkingin kann að vera í lykilstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Aðspurður hvort hann muni selja hlut sinn nái hann kjöri segir hann það alveg geta komið til greina. Smári McCarthy, þingmaður Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, hefur reynt að selja 1,6% hlut sinn í fjölmiðlinum Stundinni um langa hríð. Hann hefur látið hafa eftir sér að það sé óeðlilegt að þingmenn séu í eigendahópi fjölmiðla, sem eigi að veita þeim aðhald. „Það getur fullkomlega komið til greina en þarf bara að koma í ljós. Ég get alveg skilið það sjónarmið,“ segir Ágúst aðspurður um skoðun hans á málinu. Smári, sem kvaðst í samtali við DV í mars vera kominn með kaupanda að hlut sínum í Stundinni og bjóst við að klára söluna í sumar, er enn skráður fyrir hlutnum samkvæmt uppfærðri skráningu Fjölmiðlanefndar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
„Ég hef ekki leitt hugann að því,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, aðspurður hvort hann hyggist selja 5,69% hlut sinn í fjölmiðlinum Kjarnanum í nánustu framtíð. Ágúst Ólafur er einn sjö stærstu hluthafa Kjarnans en hann bendir á að hann hafi sagt sig úr stjórn Kjarnans þegar hann ákvað að fara í framboð. Hann eigi þó hlutinn áfram. Samfylkingin mælist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og virðist flokkurinn vera á siglingu og því líkur á að Ágúst Ólafur nái kjöri ef fram heldur sem horfir auk þess sem Samfylkingin kann að vera í lykilstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Aðspurður hvort hann muni selja hlut sinn nái hann kjöri segir hann það alveg geta komið til greina. Smári McCarthy, þingmaður Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, hefur reynt að selja 1,6% hlut sinn í fjölmiðlinum Stundinni um langa hríð. Hann hefur látið hafa eftir sér að það sé óeðlilegt að þingmenn séu í eigendahópi fjölmiðla, sem eigi að veita þeim aðhald. „Það getur fullkomlega komið til greina en þarf bara að koma í ljós. Ég get alveg skilið það sjónarmið,“ segir Ágúst aðspurður um skoðun hans á málinu. Smári, sem kvaðst í samtali við DV í mars vera kominn með kaupanda að hlut sínum í Stundinni og bjóst við að klára söluna í sumar, er enn skráður fyrir hlutnum samkvæmt uppfærðri skráningu Fjölmiðlanefndar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira