Hugvit, hagkerfið og heimurinn Sigurður Hannesson skrifar 11. október 2017 07:00 Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni á sama hátt og hagkvæm nýting náttúrauðlinda var drifkraftur framfara á Íslandi 20. öldinni. Fjórða iðnbyltingin er hafin og fram undan eru tækniframfarir sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ný störf verða til sem krefjast annars konar hæfni, aukinna hæfileika til að leysa flókin verkefni, gagnrýninnar hugsunar og aukinnar sköpunargáfu svo fátt eitt sé nefnt. Bæði munu rótgrónar atvinnugreinar breytast og nýjar verða til. Náttúruauðlindir eru staðbundnar og takmarkaðar en hugvitið óþrjótandi og óstaðbundið. Framtíð hvers samfélags mun að miklu leyti ráðast af því, hversu vel gengur að virkja það síðarnefnda. Þess vegna reynir nú á íslensk stjórnvöld að gera landið samkeppnishæft við önnur lönd enda er hugvitið án landamæra.Heildstæð stefnumótun Ísland á að vera í fremstu röð í heiminum þegar kemur að nýsköpun, enda mun hugvit og hagvöxtur haldast í hendur. Stefnumótun er mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni. Horfa þarf á viðfangsefnin frá ýmsum áttum því samkeppnishæfni byggir á mörgum stoðum. Til að móta heildstæða stefnu þarf að horfa til margra ólíkra þátta líkt og menntunar, innviða, starfsumhverfis og nýsköpunar. Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 í hagkerfinu. Með heildstæðri nálgun og skýrri sýn má nýta þessa fjármuni sem allra best. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu svo íslenskir námsmenn nútímans, börn, unglingar og fullorðnir, verði reiðubúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar. Á öllum skólastigum þarf að leggja áherslu á vitneskju um tækniþróun, skapandi hugsun, greiningarhæfni og lausnamiðaða nálgun enda mun það skipta meira máli á tímum aukinnar sjálfvirkni en áður. Efla þarf og breyta grunn- og endurmenntun kennara með sköpun, lausnamiðun, forritunarskilning og tækni að leiðarljósi. Forritun er mikilvægur liður í þeim samfélagsbreytingum sem eru að verða og á þess vegna að vera skyldufag í grunn- og framhaldsskólum.Nýsköpunarlandið Ísland Hugmyndaauðgi og sköpunarkraftur mun færa okkur betri lausnir á mörgum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis-, mennta-, orku- eða umhverfismála. Vinna þarf með markvissum hætti að umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja til að hvetja til rannsókna og þróunar. Nýsköpunarlögin sem samþykkt voru á síðasta ári voru mikið framfaraskref í þá veru. Rótgróin fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði stunda nú rannsóknir og þróun í meiri mæli en áður þannig að nýsköpun er ekki bundin við hefðbundin tækni- eða sprotafyrirtæki eins og margir kynnu að ætla. Þetta sýnir hvernig stefnumörkun og skýr sýn stjórnvalda á þessu sviði getur haft mjög jákvæð áhrif á framfarir og atvinnuuppbyggingu. Halda þarf áfram á sömu braut. Endurgreiðsluhlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja á að hækka úr 20% í 30% og þök á kostnaðarviðmið við rannsóknir og þróun á að afnema til að hvetja enn frekar til slíkra verkefna. Byggja þarf brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Ella er hætt við því að vísindin einangrist og atvinnulífið vaxi hægar en þar með drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða.Sköpum réttu aðstæðurnar Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að við náum að grípa þau. Með skýrri sýn í þessa veru geta stjórnvöld unnið að umbótum í menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi fyrirtækja þannig að Ísland verði í fremstu röð í heiminum. Þar með verður til frjór jarðvegur til þess að hugvit verði sá drifkraftur frekari vaxtar sem það svo sannarlega getur verið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni á sama hátt og hagkvæm nýting náttúrauðlinda var drifkraftur framfara á Íslandi 20. öldinni. Fjórða iðnbyltingin er hafin og fram undan eru tækniframfarir sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ný störf verða til sem krefjast annars konar hæfni, aukinna hæfileika til að leysa flókin verkefni, gagnrýninnar hugsunar og aukinnar sköpunargáfu svo fátt eitt sé nefnt. Bæði munu rótgrónar atvinnugreinar breytast og nýjar verða til. Náttúruauðlindir eru staðbundnar og takmarkaðar en hugvitið óþrjótandi og óstaðbundið. Framtíð hvers samfélags mun að miklu leyti ráðast af því, hversu vel gengur að virkja það síðarnefnda. Þess vegna reynir nú á íslensk stjórnvöld að gera landið samkeppnishæft við önnur lönd enda er hugvitið án landamæra.Heildstæð stefnumótun Ísland á að vera í fremstu röð í heiminum þegar kemur að nýsköpun, enda mun hugvit og hagvöxtur haldast í hendur. Stefnumótun er mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni. Horfa þarf á viðfangsefnin frá ýmsum áttum því samkeppnishæfni byggir á mörgum stoðum. Til að móta heildstæða stefnu þarf að horfa til margra ólíkra þátta líkt og menntunar, innviða, starfsumhverfis og nýsköpunar. Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 í hagkerfinu. Með heildstæðri nálgun og skýrri sýn má nýta þessa fjármuni sem allra best. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu svo íslenskir námsmenn nútímans, börn, unglingar og fullorðnir, verði reiðubúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar. Á öllum skólastigum þarf að leggja áherslu á vitneskju um tækniþróun, skapandi hugsun, greiningarhæfni og lausnamiðaða nálgun enda mun það skipta meira máli á tímum aukinnar sjálfvirkni en áður. Efla þarf og breyta grunn- og endurmenntun kennara með sköpun, lausnamiðun, forritunarskilning og tækni að leiðarljósi. Forritun er mikilvægur liður í þeim samfélagsbreytingum sem eru að verða og á þess vegna að vera skyldufag í grunn- og framhaldsskólum.Nýsköpunarlandið Ísland Hugmyndaauðgi og sköpunarkraftur mun færa okkur betri lausnir á mörgum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis-, mennta-, orku- eða umhverfismála. Vinna þarf með markvissum hætti að umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja til að hvetja til rannsókna og þróunar. Nýsköpunarlögin sem samþykkt voru á síðasta ári voru mikið framfaraskref í þá veru. Rótgróin fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði stunda nú rannsóknir og þróun í meiri mæli en áður þannig að nýsköpun er ekki bundin við hefðbundin tækni- eða sprotafyrirtæki eins og margir kynnu að ætla. Þetta sýnir hvernig stefnumörkun og skýr sýn stjórnvalda á þessu sviði getur haft mjög jákvæð áhrif á framfarir og atvinnuuppbyggingu. Halda þarf áfram á sömu braut. Endurgreiðsluhlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja á að hækka úr 20% í 30% og þök á kostnaðarviðmið við rannsóknir og þróun á að afnema til að hvetja enn frekar til slíkra verkefna. Byggja þarf brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Ella er hætt við því að vísindin einangrist og atvinnulífið vaxi hægar en þar með drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða.Sköpum réttu aðstæðurnar Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að við náum að grípa þau. Með skýrri sýn í þessa veru geta stjórnvöld unnið að umbótum í menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi fyrirtækja þannig að Ísland verði í fremstu röð í heiminum. Þar með verður til frjór jarðvegur til þess að hugvit verði sá drifkraftur frekari vaxtar sem það svo sannarlega getur verið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun