Carles Puidgemont, forseti Katalóníu, lýsti yfir sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins í ræðu sinni á katalónska þinginu rétt í þessu. Hann segir þó að sjálfstæðisyfirlýsingin eigi ekki að taka gildi strax.
„Við frestum sjálfstæðisyfirlýsingunni um nokkrar vikur því við viljum eiga eðlilegar samræður, málamiðlun við spænska ríkið,“ sagði Puidgemont í ræðu sinni.
Hann sagðist einnig vilja fylgja vilja fólksins í landinu að vera sjálfstæð þjóð. „Kjörseðlarnir sögðu Já við sjálfstæði, þetta er viljinn sem ég vil halda áfram með.“
Borgarstjóri Barcelona biðlaði til Puidgemont að hætta við sjálfstæðisyfirlýsinguna og bað Puidgemont og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, að slíðra sverðin og draga úr spennu í málinu.
Spænska ríkisstjórnin hefur hótað því að afturkalla sjálfsstjórn Katalóna, sem er þó nokkur, miðað við önnur héröð á Spáni.
Í ræðu sinni talaði hann um að bíða með sjálfstæðisyfirlýsinguna í nokkrar vikur, en engin ákveðin dagsetning var nefnd.
Forseti Katalóníu frestar sjálfstæðisyfirlýsingu
Tengdar fréttir

Mikil óvissa um framtíð Katalóníu
Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag.

Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði
Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar.

Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu
Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni.