Miðflokkurinn verður á síðustu stundu með framboðslista sína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 15:00 Allir þeir sjö flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag hafa lokið að skipa á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eiga hins vegar eftir að klára að skipa sína lista en þeir hafa til klukkan tólf á hádegi næst komandi föstudag til að skila inn fullbúnum listum og meðmælendum. Miðflokkurinn hefur kynnt lista sinn á Suðurlandi og hver leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Svanur Guðmundsson kosningastjóri flokksins segisr stöðuna varðandi framboðslista góða en stofnfundur Miðflokksins var síðast liðinn sunnudag. „Við erum bara með lúxusvanda. Við erum að skrá mikið af nýjum félögum sem hafa óskað eftir að vinna með okkur og hefur verið gríðarleg vinna í því. Fyrir utan að við erum mjög meðvituð um að stilla fólki upp á lista og fínpússa málefnaskrána okkar,“ segir Svanur. Allt þetta taki sinn tíma og menn vilji ekki kasta til hendinni við hvorki málefnaskrána né skipan á lista flokksins. „Og munum kynna alla listana á föstudaginn í síðasta lagi á fundi á Nordica. Föstudaginn þrettánda.“Nú rennur frsturinn út á hádegi á föstudag, þannig að þið verðið þá alveg á síðustu metrunum að skila inn framboðslistum? „Við höfum ákveðið að nýta allan þann tíma sem við mögulega fáum til þess að gera þetta rétt og vel,“ segir Svanur. Málefnavinnan verði líka að vera í samræmi við það fólk sem komi til með að skipa lista flokksins.Þetta hefur ekkert með það að gera að það gangi erfiðlega að fá fólk á listana? „Þvert á móti. Við erum í lúxusvanda eins og hefur komið fram. Við erum að reyna að finna, eða setja fram það fólk fram sem kann vel til verka í þessum málum.“Liggur það fyrir á þessari stundu hvar formaðurinn ætlar sjálfur að bjóða sig fram? „Við erum ekki tilbúin til að útvarpa því strax.“Þið vitið það sjálf en ætlið að geyma að greina frá því? „Já við vitum það en hlutirnir geta auðvitað alltaf breyst. En það er samt nokkuð öruggt hvernig það fer.“Heldur þú að hann verði í sama kjördæmi (Norðausturkjördæmi)? „Ég læt það duga sem ég var að segja við þig,“ sagði Svanur Guðmundsson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Allir þeir sjö flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag hafa lokið að skipa á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eiga hins vegar eftir að klára að skipa sína lista en þeir hafa til klukkan tólf á hádegi næst komandi föstudag til að skila inn fullbúnum listum og meðmælendum. Miðflokkurinn hefur kynnt lista sinn á Suðurlandi og hver leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Svanur Guðmundsson kosningastjóri flokksins segisr stöðuna varðandi framboðslista góða en stofnfundur Miðflokksins var síðast liðinn sunnudag. „Við erum bara með lúxusvanda. Við erum að skrá mikið af nýjum félögum sem hafa óskað eftir að vinna með okkur og hefur verið gríðarleg vinna í því. Fyrir utan að við erum mjög meðvituð um að stilla fólki upp á lista og fínpússa málefnaskrána okkar,“ segir Svanur. Allt þetta taki sinn tíma og menn vilji ekki kasta til hendinni við hvorki málefnaskrána né skipan á lista flokksins. „Og munum kynna alla listana á föstudaginn í síðasta lagi á fundi á Nordica. Föstudaginn þrettánda.“Nú rennur frsturinn út á hádegi á föstudag, þannig að þið verðið þá alveg á síðustu metrunum að skila inn framboðslistum? „Við höfum ákveðið að nýta allan þann tíma sem við mögulega fáum til þess að gera þetta rétt og vel,“ segir Svanur. Málefnavinnan verði líka að vera í samræmi við það fólk sem komi til með að skipa lista flokksins.Þetta hefur ekkert með það að gera að það gangi erfiðlega að fá fólk á listana? „Þvert á móti. Við erum í lúxusvanda eins og hefur komið fram. Við erum að reyna að finna, eða setja fram það fólk fram sem kann vel til verka í þessum málum.“Liggur það fyrir á þessari stundu hvar formaðurinn ætlar sjálfur að bjóða sig fram? „Við erum ekki tilbúin til að útvarpa því strax.“Þið vitið það sjálf en ætlið að geyma að greina frá því? „Já við vitum það en hlutirnir geta auðvitað alltaf breyst. En það er samt nokkuð öruggt hvernig það fer.“Heldur þú að hann verði í sama kjördæmi (Norðausturkjördæmi)? „Ég læt það duga sem ég var að segja við þig,“ sagði Svanur Guðmundsson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35
Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59