Björt gefur lítið fyrir ásakanir Jóns Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2017 14:23 Björt er helst á því að ummæli Jóns dæmi sig sjálf. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Jón Gnarr sent frá sér harðorða ádeilu á Bjarta framtíð, sem hann segir þjakaða af alvarlegum innanmeinum. Hann beinir einkum spjótum sínum af Björt Ólafdóttur umhverfisráðherra og svo Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar en þær í sameiningu stóðu að sjoppulegasti aðför sem Jón hefur mátt sæta, að mati Jóns sjálfs.Segir Jón leggja sér orð í munn „Ég veit ekki alveg hvað hann Jón á við. Eins og fram kom óskaði ég honum velfarnaðar, honum og Samfylkingunni, og reyndar tók ég svo stórt uppí mig að við gerðum það öll í Bjartri framtíð,“ segir Björt í samtali við Vísi. Björt er þar að vísa til þess þar sem Jón fer yfir meintar launakröfur sínar til Bjartrar framtíðar, sem hann segir aldrei hafa neinar verið. „Hann er leggur mér þarna orð í munn, ég veit ekki alveg af hverju hann gerir það, mér þykir það dálítið miður. En, eins og ég segi, óska honum enn og aftur velfarnaðar í starfi fyrir sinn flokk.“Þakkar Jóni, svo langt sem það nær Jón segir á einum stað í pistli sínum að Björt væri vart á þeim stað sem hún er núna, ráðherra á sæmilegum launum, ef ekki væri fyrir það sem hann hefur gert. Björt gefur ekkert út á það. „Ég þakka honum ánægjuleg samskipti. Þau hafa reyndar ekki verið mikil í gegnum Bjarta framtíð, en það sem ég hef átt í samskiptum við hann hefur hingað til verð heldur gott. Og ég þakka fyrir það, svo langt sem það nær.“ Björt vill heldur ekki gera mikið úr því að hörð ádeila Jóns á Bjarta framtíð sé þungt högg fyrir flokkinn. „Nei, mér finnst þessi ummæli dæma sig svolítið sjálf. Og Jón verður bara að taka ábyrgð á eigin orðum.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hefur Jón Gnarr sent frá sér harðorða ádeilu á Bjarta framtíð, sem hann segir þjakaða af alvarlegum innanmeinum. Hann beinir einkum spjótum sínum af Björt Ólafdóttur umhverfisráðherra og svo Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar en þær í sameiningu stóðu að sjoppulegasti aðför sem Jón hefur mátt sæta, að mati Jóns sjálfs.Segir Jón leggja sér orð í munn „Ég veit ekki alveg hvað hann Jón á við. Eins og fram kom óskaði ég honum velfarnaðar, honum og Samfylkingunni, og reyndar tók ég svo stórt uppí mig að við gerðum það öll í Bjartri framtíð,“ segir Björt í samtali við Vísi. Björt er þar að vísa til þess þar sem Jón fer yfir meintar launakröfur sínar til Bjartrar framtíðar, sem hann segir aldrei hafa neinar verið. „Hann er leggur mér þarna orð í munn, ég veit ekki alveg af hverju hann gerir það, mér þykir það dálítið miður. En, eins og ég segi, óska honum enn og aftur velfarnaðar í starfi fyrir sinn flokk.“Þakkar Jóni, svo langt sem það nær Jón segir á einum stað í pistli sínum að Björt væri vart á þeim stað sem hún er núna, ráðherra á sæmilegum launum, ef ekki væri fyrir það sem hann hefur gert. Björt gefur ekkert út á það. „Ég þakka honum ánægjuleg samskipti. Þau hafa reyndar ekki verið mikil í gegnum Bjarta framtíð, en það sem ég hef átt í samskiptum við hann hefur hingað til verð heldur gott. Og ég þakka fyrir það, svo langt sem það nær.“ Björt vill heldur ekki gera mikið úr því að hörð ádeila Jóns á Bjarta framtíð sé þungt högg fyrir flokkinn. „Nei, mér finnst þessi ummæli dæma sig svolítið sjálf. Og Jón verður bara að taka ábyrgð á eigin orðum.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15
Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50