Jón og séra Jón Katrín Fjeldsted skrifar 10. október 2017 07:00 Áratugum saman hefur í ræðu og riti verið lýst eftir því að atkvæði landsmanna skuli vega jafnt, hvar á landinu sem þeir búa. Hið sama skuli gilda um Jón og séra Jón. Flestir þeir sem valdir voru á stjórnlagaþing í allsherjaratkvæðagreiðslu í nóvember 2010 til þess að endurskoða stjórnarskrá Íslands voru manna á meðal sagðir vera af höfuðborgarsvæðinu en ekki landsbyggðinni. Þetta var reyndar ekki rétt, heldur má segja að aðeins örfá okkar kalli sig Reykvíkinga. Við tókum sæti í stjórnlagaráði 2011 eftir fordæmalausa aðför að lýðræðislegri niðurstöðu eins og allir þekkja. Samhljóða niðurstaða stjórnlagaráðs var að í 39. grein um alþingiskosningar skyldi vera ný setning sem hljóðar svo: Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Efni greinarinnar var síðar sent kjósendum til samþykktar eða synjunar og hlaut yfirgnæfandi stuðning. Þetta er ein af þeim breytingum sem nauðsynlegt var að gera á stjórnarskrá okkar frá 1944, en hún byggir eins og allir vita á aldagamalli danskri stjórnarskrá sem ætíð stóð til að endurskoða. Jafnt vægi atkvæða, hvar sem við erum búsett, telst til grundvallarréttinda í lýðræðisríki og ekki er hægt að sætta sig við annað fyrirkomulag. Sumir hamra á því að núverandi stjórnarskrá sé bara ágæt og hafi ekki þarfnast endurskoðunar. Ég er ekki sammála því. Dæmið að ofan er bara eitt þeirra mála sem nauðsynlegt er að sett sé fram með skýrum hætti í stjórnarskrá.Auðlindir landsins Ákvæði um auðlindir landsins er annað dæmi. Almenningur á Íslandi hefur lýst sig sammála niðurstöðu stjórnlagaráðs en í 34. grein segir svo meðal annars: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Hagsmunaöfl í þjóðfélaginu hafa hamast í ræðu og riti gegn þessu ákvæði, almenningi ekki til mikillar undrunar. Ákvæði af þessu tagi hafa þingmenn við fyrri tilraunir til að endurskoða stjórnarskrána ekki getað komið sér saman um.Sveitarfélög Þriðja dæmið sem ég vil nefna er um sveitarfélög. Stjórnlagaráð ákvað að mikilvægi þeirra kallaði á sérstakan kafla í stjórnarskrá en þar er meðal annars kveðið á um að sveitarfélög ráði sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, þau skuli hafa næga tekjustofna til að sinna lögbundnum verkefnum og að samráð skuli haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varða málefni þeirra. Þá er kveðið á um að með lögum skuli fjalla um rétt íbúa sveitarfélags til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess. Þetta er enn eitt nýmælið. Það er tvímælalaust kominn tími til að kveða á um stöðu sveitarfélaga í stjórnarskrá.Lokaorð Við fögnum fullveldi Íslands 1. desember 2018 best með því að lúta vilja íslensks almennings sem studdi helstu niðurstöður stjórnlagaráðs. Ég skora á kjósendur að kynna sér hvaða afstöðu stjórnmálaöfl sem nú leita eftir atkvæðum til setu á Alþingi hafa og kjósa þau sem vilja nýja og lýðræðislega stjórnarskrá sem byggir á vel ígrunduðum tillögum stjórnlagaráðs. Höfundur er læknir og fyrrverandi þingmaður Reykvíkinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Áratugum saman hefur í ræðu og riti verið lýst eftir því að atkvæði landsmanna skuli vega jafnt, hvar á landinu sem þeir búa. Hið sama skuli gilda um Jón og séra Jón. Flestir þeir sem valdir voru á stjórnlagaþing í allsherjaratkvæðagreiðslu í nóvember 2010 til þess að endurskoða stjórnarskrá Íslands voru manna á meðal sagðir vera af höfuðborgarsvæðinu en ekki landsbyggðinni. Þetta var reyndar ekki rétt, heldur má segja að aðeins örfá okkar kalli sig Reykvíkinga. Við tókum sæti í stjórnlagaráði 2011 eftir fordæmalausa aðför að lýðræðislegri niðurstöðu eins og allir þekkja. Samhljóða niðurstaða stjórnlagaráðs var að í 39. grein um alþingiskosningar skyldi vera ný setning sem hljóðar svo: Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Efni greinarinnar var síðar sent kjósendum til samþykktar eða synjunar og hlaut yfirgnæfandi stuðning. Þetta er ein af þeim breytingum sem nauðsynlegt var að gera á stjórnarskrá okkar frá 1944, en hún byggir eins og allir vita á aldagamalli danskri stjórnarskrá sem ætíð stóð til að endurskoða. Jafnt vægi atkvæða, hvar sem við erum búsett, telst til grundvallarréttinda í lýðræðisríki og ekki er hægt að sætta sig við annað fyrirkomulag. Sumir hamra á því að núverandi stjórnarskrá sé bara ágæt og hafi ekki þarfnast endurskoðunar. Ég er ekki sammála því. Dæmið að ofan er bara eitt þeirra mála sem nauðsynlegt er að sett sé fram með skýrum hætti í stjórnarskrá.Auðlindir landsins Ákvæði um auðlindir landsins er annað dæmi. Almenningur á Íslandi hefur lýst sig sammála niðurstöðu stjórnlagaráðs en í 34. grein segir svo meðal annars: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Hagsmunaöfl í þjóðfélaginu hafa hamast í ræðu og riti gegn þessu ákvæði, almenningi ekki til mikillar undrunar. Ákvæði af þessu tagi hafa þingmenn við fyrri tilraunir til að endurskoða stjórnarskrána ekki getað komið sér saman um.Sveitarfélög Þriðja dæmið sem ég vil nefna er um sveitarfélög. Stjórnlagaráð ákvað að mikilvægi þeirra kallaði á sérstakan kafla í stjórnarskrá en þar er meðal annars kveðið á um að sveitarfélög ráði sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, þau skuli hafa næga tekjustofna til að sinna lögbundnum verkefnum og að samráð skuli haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varða málefni þeirra. Þá er kveðið á um að með lögum skuli fjalla um rétt íbúa sveitarfélags til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess. Þetta er enn eitt nýmælið. Það er tvímælalaust kominn tími til að kveða á um stöðu sveitarfélaga í stjórnarskrá.Lokaorð Við fögnum fullveldi Íslands 1. desember 2018 best með því að lúta vilja íslensks almennings sem studdi helstu niðurstöður stjórnlagaráðs. Ég skora á kjósendur að kynna sér hvaða afstöðu stjórnmálaöfl sem nú leita eftir atkvæðum til setu á Alþingi hafa og kjósa þau sem vilja nýja og lýðræðislega stjórnarskrá sem byggir á vel ígrunduðum tillögum stjórnlagaráðs. Höfundur er læknir og fyrrverandi þingmaður Reykvíkinga.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar