Alþingi þarf að endurspegla þjóðina Ellert B. Schram skrifar 10. október 2017 07:00 Nú er verið að kjósa enn og aftur og stjórnmálaflokkarnir hafa valið sína frambjóðendur. Ef við skoðum aldur alþingismanna í gegnum tíðina, má sjá að það er frekar sjaldgæft að fólk sem komið er á efri ár sitji á þingi. Kannski einn og einn. Nú er það hins vegar svo að fólk eldist og lifir lengur en áður. Og það við góða heilsu með reynslu, þekkingu og starfsorku. Ég er þeirrar skoðunar, með allri virðingu fyrir yngra fólki, að á löggjafarþinginu eigi að fjölga alþingismönnum, konum sem körlum, sem komin eru til ára sinna og geta miðlað af reynslu sinni út frá sjónarhorni langrar lífsgöngu. Ég, væntanlega sem formaður eldri borgara í Reykjavík, var beðinn um að gefa kost á mér, á framboðslistum, sjálfsagt vegna þess að málefni eldri borgara hafa verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði. Umræða um hag eldri borgara, kjör og þátttöku þeirra í landsmálum hefur verið opinská og áberandi. Ég hef orðið við þeirri beiðni Samfylkingarinnar í Reykjavík að taka fjórða sæti á framboðslista hennar, ekki síst með það í huga að aldraðir eigi erindi á Alþingi, að elsta kynslóðin eigi sína fulltrúa og raddir í stjórnmálavafstrinu, í lagasetningu, umræðum og atkvæðagreiðslum, sem snerta hag landsmanna og fullorðinna. Eldri borgarar eru rúmlega fjörutíu þúsund talsins og auðvitað eiga þeir að eiga sína talsmenn á þingi. Með alla sína reynslu. Er ekki einmitt kominn tími til að brjóta þennan aldursmúr? Vekja stjórnmálaflokka til umhugsunar um þennan fjölda eldri borgara sem hafa bæði elju og vit, til að standa vörð um hagsmuni elstu kynslóðarinnar. Hvað þá um aðrar ákvarðanir, sem snerta lífið og tilveruna. Ekki það að ég sé kominn alla leið á þing, þótt ég sé á framboðslista. Kjósendur ráða því. En með framboði mínu vil ég sýna í verki, að karlar og konur, komin á efri ár, eigi fullt erindi inn á Alþingi, svo að þeim kveði og rödd þeirra heyrist. Alþingi þarf að endurspegla þjóðina. Allir aldursflokkar, konur og karlar, eiga að taka þátt í umræðum og ákvörðunum sem varða fólkið í landinu. Ég leyfi mér að fullyrða að málefni sem varða eldri borgara, hafa mörg hver gleymst, verið vanrækt og afskrifuð og það veitir ekki af, svo það sé sagt, að brjóta ísinn, gefa kost á sér, vera með, sýna fram á og minna á, að við, elsta kynslóðin, erum ekki komin fram yfir síðasta söludag. Höfundur skipar 4. sæti í Reykjavík Suður, á lista Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú er verið að kjósa enn og aftur og stjórnmálaflokkarnir hafa valið sína frambjóðendur. Ef við skoðum aldur alþingismanna í gegnum tíðina, má sjá að það er frekar sjaldgæft að fólk sem komið er á efri ár sitji á þingi. Kannski einn og einn. Nú er það hins vegar svo að fólk eldist og lifir lengur en áður. Og það við góða heilsu með reynslu, þekkingu og starfsorku. Ég er þeirrar skoðunar, með allri virðingu fyrir yngra fólki, að á löggjafarþinginu eigi að fjölga alþingismönnum, konum sem körlum, sem komin eru til ára sinna og geta miðlað af reynslu sinni út frá sjónarhorni langrar lífsgöngu. Ég, væntanlega sem formaður eldri borgara í Reykjavík, var beðinn um að gefa kost á mér, á framboðslistum, sjálfsagt vegna þess að málefni eldri borgara hafa verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði. Umræða um hag eldri borgara, kjör og þátttöku þeirra í landsmálum hefur verið opinská og áberandi. Ég hef orðið við þeirri beiðni Samfylkingarinnar í Reykjavík að taka fjórða sæti á framboðslista hennar, ekki síst með það í huga að aldraðir eigi erindi á Alþingi, að elsta kynslóðin eigi sína fulltrúa og raddir í stjórnmálavafstrinu, í lagasetningu, umræðum og atkvæðagreiðslum, sem snerta hag landsmanna og fullorðinna. Eldri borgarar eru rúmlega fjörutíu þúsund talsins og auðvitað eiga þeir að eiga sína talsmenn á þingi. Með alla sína reynslu. Er ekki einmitt kominn tími til að brjóta þennan aldursmúr? Vekja stjórnmálaflokka til umhugsunar um þennan fjölda eldri borgara sem hafa bæði elju og vit, til að standa vörð um hagsmuni elstu kynslóðarinnar. Hvað þá um aðrar ákvarðanir, sem snerta lífið og tilveruna. Ekki það að ég sé kominn alla leið á þing, þótt ég sé á framboðslista. Kjósendur ráða því. En með framboði mínu vil ég sýna í verki, að karlar og konur, komin á efri ár, eigi fullt erindi inn á Alþingi, svo að þeim kveði og rödd þeirra heyrist. Alþingi þarf að endurspegla þjóðina. Allir aldursflokkar, konur og karlar, eiga að taka þátt í umræðum og ákvörðunum sem varða fólkið í landinu. Ég leyfi mér að fullyrða að málefni sem varða eldri borgara, hafa mörg hver gleymst, verið vanrækt og afskrifuð og það veitir ekki af, svo það sé sagt, að brjóta ísinn, gefa kost á sér, vera með, sýna fram á og minna á, að við, elsta kynslóðin, erum ekki komin fram yfir síðasta söludag. Höfundur skipar 4. sæti í Reykjavík Suður, á lista Samfylkingarinnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun