Skaðlegir skattstofnar Helgi Tómasson skrifar 10. október 2017 07:00 Mörgum landsmönnum blöskraði nýlega frétt um að erfingjar Nóbelsskáldsins ættu að borga himinháan skatt af áætluðu virði höfundarréttar. Það er ekki að undra því þarna fara saman tvær hæpnar skattareglur. Í fyrsta lagi er hæpið að ríkið gleypi eignir í dánarbúum og í öðru lagi er galið að áætlað verðmæti eignar myndi skattstofn. Í þessu tilfelli var um að ræða eign sem ekki var seld í tengslum við andlát og því engu greiðsluflæði eða söluhagnaði til að dreifa. Fasteignaskattur á Íslandi grundvallast á jafn undarlegum skattstofni. Það er talið réttlæta skattahækkun að eign hafi hækkað í verði þó svo not af eigninni hafi ekkert breyst og skattþegninn hafi ekki bætt við sig tekjum. Opinberum stofnunum er falið að áætla söluverðmæti eignar og síðan er stjórnvöldum gefið veiðileyfi í samræmi við það. Það er undir duttlungum sveitarstjórna hvort og hvernig þau útfæra veiðileyfið, til dæmis með því að skattleggja mismunandi eftir aldri eigenda. Í afkomu sumra fyrirtækja, til dæmis Hörpu tónlistarhúss, er tekjuflæðið aukastærð og fasteignaskattur aðalstærð. Í bæjum eins og Húsavík og Keflavík getur hækkun fasteignaverðs vegna þess að fjölgun íbúa spennir upp fasteignaverð hækkað skatta á íbúana sem fyrir eru og eiga sér einskis ills von. Spakmæli segir að það sem aðgreini hinn viti borna mann frá dýrum sé hæfnin til að læra af eigin mistökum og að gáfaður maður geti lært af mistökum annarra. Fyrir hrunið 2008 höfðu íslensk sveitarfélög blásið út skattstofna sína með skattlagningu á eignabólu húsnæðis. Mörg erlend ríki hafa rofið tengsl skattlagningar eigna við áætlað verðmæti þeirra. Geta Íslendingar lært af mistökum sínum frá árunum fyrir 2008? Í ljósi reynslunnar má efast um hæfni þeirra til að læra af reynslu annarra þjóða. Ætla einhverjir stjórnmálamenn að vera gáfaðir og laga þetta á næsta kjörtímabili? Hver er staða eignarréttar í stjórnarskránni? Höfundur er prófessor í hagrannsóknum og tölfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Kosningar 2017 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Mörgum landsmönnum blöskraði nýlega frétt um að erfingjar Nóbelsskáldsins ættu að borga himinháan skatt af áætluðu virði höfundarréttar. Það er ekki að undra því þarna fara saman tvær hæpnar skattareglur. Í fyrsta lagi er hæpið að ríkið gleypi eignir í dánarbúum og í öðru lagi er galið að áætlað verðmæti eignar myndi skattstofn. Í þessu tilfelli var um að ræða eign sem ekki var seld í tengslum við andlát og því engu greiðsluflæði eða söluhagnaði til að dreifa. Fasteignaskattur á Íslandi grundvallast á jafn undarlegum skattstofni. Það er talið réttlæta skattahækkun að eign hafi hækkað í verði þó svo not af eigninni hafi ekkert breyst og skattþegninn hafi ekki bætt við sig tekjum. Opinberum stofnunum er falið að áætla söluverðmæti eignar og síðan er stjórnvöldum gefið veiðileyfi í samræmi við það. Það er undir duttlungum sveitarstjórna hvort og hvernig þau útfæra veiðileyfið, til dæmis með því að skattleggja mismunandi eftir aldri eigenda. Í afkomu sumra fyrirtækja, til dæmis Hörpu tónlistarhúss, er tekjuflæðið aukastærð og fasteignaskattur aðalstærð. Í bæjum eins og Húsavík og Keflavík getur hækkun fasteignaverðs vegna þess að fjölgun íbúa spennir upp fasteignaverð hækkað skatta á íbúana sem fyrir eru og eiga sér einskis ills von. Spakmæli segir að það sem aðgreini hinn viti borna mann frá dýrum sé hæfnin til að læra af eigin mistökum og að gáfaður maður geti lært af mistökum annarra. Fyrir hrunið 2008 höfðu íslensk sveitarfélög blásið út skattstofna sína með skattlagningu á eignabólu húsnæðis. Mörg erlend ríki hafa rofið tengsl skattlagningar eigna við áætlað verðmæti þeirra. Geta Íslendingar lært af mistökum sínum frá árunum fyrir 2008? Í ljósi reynslunnar má efast um hæfni þeirra til að læra af reynslu annarra þjóða. Ætla einhverjir stjórnmálamenn að vera gáfaðir og laga þetta á næsta kjörtímabili? Hver er staða eignarréttar í stjórnarskránni? Höfundur er prófessor í hagrannsóknum og tölfræði.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar