Skaðlegir skattstofnar Helgi Tómasson skrifar 10. október 2017 07:00 Mörgum landsmönnum blöskraði nýlega frétt um að erfingjar Nóbelsskáldsins ættu að borga himinháan skatt af áætluðu virði höfundarréttar. Það er ekki að undra því þarna fara saman tvær hæpnar skattareglur. Í fyrsta lagi er hæpið að ríkið gleypi eignir í dánarbúum og í öðru lagi er galið að áætlað verðmæti eignar myndi skattstofn. Í þessu tilfelli var um að ræða eign sem ekki var seld í tengslum við andlát og því engu greiðsluflæði eða söluhagnaði til að dreifa. Fasteignaskattur á Íslandi grundvallast á jafn undarlegum skattstofni. Það er talið réttlæta skattahækkun að eign hafi hækkað í verði þó svo not af eigninni hafi ekkert breyst og skattþegninn hafi ekki bætt við sig tekjum. Opinberum stofnunum er falið að áætla söluverðmæti eignar og síðan er stjórnvöldum gefið veiðileyfi í samræmi við það. Það er undir duttlungum sveitarstjórna hvort og hvernig þau útfæra veiðileyfið, til dæmis með því að skattleggja mismunandi eftir aldri eigenda. Í afkomu sumra fyrirtækja, til dæmis Hörpu tónlistarhúss, er tekjuflæðið aukastærð og fasteignaskattur aðalstærð. Í bæjum eins og Húsavík og Keflavík getur hækkun fasteignaverðs vegna þess að fjölgun íbúa spennir upp fasteignaverð hækkað skatta á íbúana sem fyrir eru og eiga sér einskis ills von. Spakmæli segir að það sem aðgreini hinn viti borna mann frá dýrum sé hæfnin til að læra af eigin mistökum og að gáfaður maður geti lært af mistökum annarra. Fyrir hrunið 2008 höfðu íslensk sveitarfélög blásið út skattstofna sína með skattlagningu á eignabólu húsnæðis. Mörg erlend ríki hafa rofið tengsl skattlagningar eigna við áætlað verðmæti þeirra. Geta Íslendingar lært af mistökum sínum frá árunum fyrir 2008? Í ljósi reynslunnar má efast um hæfni þeirra til að læra af reynslu annarra þjóða. Ætla einhverjir stjórnmálamenn að vera gáfaðir og laga þetta á næsta kjörtímabili? Hver er staða eignarréttar í stjórnarskránni? Höfundur er prófessor í hagrannsóknum og tölfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Kosningar 2017 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Mörgum landsmönnum blöskraði nýlega frétt um að erfingjar Nóbelsskáldsins ættu að borga himinháan skatt af áætluðu virði höfundarréttar. Það er ekki að undra því þarna fara saman tvær hæpnar skattareglur. Í fyrsta lagi er hæpið að ríkið gleypi eignir í dánarbúum og í öðru lagi er galið að áætlað verðmæti eignar myndi skattstofn. Í þessu tilfelli var um að ræða eign sem ekki var seld í tengslum við andlát og því engu greiðsluflæði eða söluhagnaði til að dreifa. Fasteignaskattur á Íslandi grundvallast á jafn undarlegum skattstofni. Það er talið réttlæta skattahækkun að eign hafi hækkað í verði þó svo not af eigninni hafi ekkert breyst og skattþegninn hafi ekki bætt við sig tekjum. Opinberum stofnunum er falið að áætla söluverðmæti eignar og síðan er stjórnvöldum gefið veiðileyfi í samræmi við það. Það er undir duttlungum sveitarstjórna hvort og hvernig þau útfæra veiðileyfið, til dæmis með því að skattleggja mismunandi eftir aldri eigenda. Í afkomu sumra fyrirtækja, til dæmis Hörpu tónlistarhúss, er tekjuflæðið aukastærð og fasteignaskattur aðalstærð. Í bæjum eins og Húsavík og Keflavík getur hækkun fasteignaverðs vegna þess að fjölgun íbúa spennir upp fasteignaverð hækkað skatta á íbúana sem fyrir eru og eiga sér einskis ills von. Spakmæli segir að það sem aðgreini hinn viti borna mann frá dýrum sé hæfnin til að læra af eigin mistökum og að gáfaður maður geti lært af mistökum annarra. Fyrir hrunið 2008 höfðu íslensk sveitarfélög blásið út skattstofna sína með skattlagningu á eignabólu húsnæðis. Mörg erlend ríki hafa rofið tengsl skattlagningar eigna við áætlað verðmæti þeirra. Geta Íslendingar lært af mistökum sínum frá árunum fyrir 2008? Í ljósi reynslunnar má efast um hæfni þeirra til að læra af reynslu annarra þjóða. Ætla einhverjir stjórnmálamenn að vera gáfaðir og laga þetta á næsta kjörtímabili? Hver er staða eignarréttar í stjórnarskránni? Höfundur er prófessor í hagrannsóknum og tölfræði.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun