Frjálslyndi víkur fyrir afturhaldssemi með hækkandi aldri Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2017 22:45 Pawel Bartoszek, Jóna Sólveig Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Gunnar Hrafn Jónsson eru á meðal þingmanna í yngri kantinum sem missa sæti sín á þingi í kosningunum. Vísir/Samsett mynd Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segist klárlega sjá fram á breyttar áherslur á þingi með hækkandi meðalaldri þingmanna. Meðalaldur þingsins hækkaði um 6 ár í kosningunum í gær. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings, sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall en meðalaldur hefur ekki verið hærri síðan 2007.Eldri í staðnn fyrir yngri Af nýju þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri. Nokkur fjöldi ungra þingmanna missir sæti sín en á meðal þeirra eru Hildur Sverrisdóttir, fædd 1978, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jóna Sólveig Einarsdóttir, fædd 1985, og Pawel Bartozek, fæddur 1980, fyrir Viðreisn, Gunnar Hrafn Jónsson, fæddur 1981, og Eva Pandóra Baldursdóttir, fædd 1990, fyrir Pírata. Flokkur fólksins er rúmlega sextugur að meðaltali og Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 51 árs en báðir flokkarnir koma nýir inn á þing. Þá hækkaði meðalaldur allra hinna flokkanna nema Samfylkingarinnar, sem yngist á milli kosninga.Sjá einnig: Nítján nýir þingmenn taka sætiPawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar.Mynd/Anton BrinkAllt annað þing, hópur og dýnamíkPawel Bartoszek, fráfarandi þingmaður Viðreisnar, segir nýtt og eldra þing síðra nú eftir að hann náði ekki kjöri. „Ég náttúrulega barðist fyrir því að ná inn á þing, vegna þess að ég taldi að þingið yrði betra með mér en án. Þess vegna finnst mér þingið eðlilega örlítið síðra núna vegna þess að ég er ekki þar. En það þýðir ekkert að deila við dóm þjóðarinnar um það,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Aðspurður segir Pawel að hár aldur þingmanna sem koma inn í stað þeirra yngri muni skila sér í breyttum áherslum á Alþingi. „Klárlega, þetta er allt annað þing, allt annar hópur og allt önnur dýnamík. Hin frjálslynda miðja víkur að einhverju leyti fyrir talsvert afturhaldssamari miðju,“ segir Pawel sem öðru fremur er þó þakklátur fyrir tíma sinn á þingi. „Þó maður sé auðvitað svekktur yfir því að vera ekki í lengur í því hlutverki að vera á þingi þá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að gera það.“ Kosningar 2017 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segist klárlega sjá fram á breyttar áherslur á þingi með hækkandi meðalaldri þingmanna. Meðalaldur þingsins hækkaði um 6 ár í kosningunum í gær. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings, sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall en meðalaldur hefur ekki verið hærri síðan 2007.Eldri í staðnn fyrir yngri Af nýju þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri. Nokkur fjöldi ungra þingmanna missir sæti sín en á meðal þeirra eru Hildur Sverrisdóttir, fædd 1978, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jóna Sólveig Einarsdóttir, fædd 1985, og Pawel Bartozek, fæddur 1980, fyrir Viðreisn, Gunnar Hrafn Jónsson, fæddur 1981, og Eva Pandóra Baldursdóttir, fædd 1990, fyrir Pírata. Flokkur fólksins er rúmlega sextugur að meðaltali og Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 51 árs en báðir flokkarnir koma nýir inn á þing. Þá hækkaði meðalaldur allra hinna flokkanna nema Samfylkingarinnar, sem yngist á milli kosninga.Sjá einnig: Nítján nýir þingmenn taka sætiPawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar.Mynd/Anton BrinkAllt annað þing, hópur og dýnamíkPawel Bartoszek, fráfarandi þingmaður Viðreisnar, segir nýtt og eldra þing síðra nú eftir að hann náði ekki kjöri. „Ég náttúrulega barðist fyrir því að ná inn á þing, vegna þess að ég taldi að þingið yrði betra með mér en án. Þess vegna finnst mér þingið eðlilega örlítið síðra núna vegna þess að ég er ekki þar. En það þýðir ekkert að deila við dóm þjóðarinnar um það,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Aðspurður segir Pawel að hár aldur þingmanna sem koma inn í stað þeirra yngri muni skila sér í breyttum áherslum á Alþingi. „Klárlega, þetta er allt annað þing, allt annar hópur og allt önnur dýnamík. Hin frjálslynda miðja víkur að einhverju leyti fyrir talsvert afturhaldssamari miðju,“ segir Pawel sem öðru fremur er þó þakklátur fyrir tíma sinn á þingi. „Þó maður sé auðvitað svekktur yfir því að vera ekki í lengur í því hlutverki að vera á þingi þá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að gera það.“
Kosningar 2017 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira