Opnari stjórnarmyndun í ár en í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2017 20:30 Stjórnarmyndun gæti orðið auðveldari nú en í fyrra, að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Eiríkur sagði flokkana ekki jafn útilokunarglaða í ár og í síðustu kosningum og þá væri Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, í lykilstöðu. Eiríkur ræddi niðurstöður alþingiskosninganna, sem haldnar voru í gær, í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður sagðist Eiríkur ekki telja að flokkarnir átta, einum fleiri en á fráfarandi Alþingi, stæðu frammi fyrir erfiðari stjórnarmyndun nú en í fyrra. „Nei, ég held ekki, ég held satt að segja að þetta sé töluvert opnari staða núna heldur en var í fyrra. Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina núna eins og þá var,“ sagði Eiríkur. Ár er síðan gengið var til síðustu kosninga en þær voru haldnar þann 29. október 2016. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ekki mynduð fyrr en í janúar á þessu ári eftir langar og strangar viðræður.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórPersónuleikaerjur gætu sett strik í reikninginn Þá taldi Eiríkur tvær tvær eða þrjár greiðfærar leiðir til stjórnarmyndunar í stöðunni, og nefndi sérstaklega tvær – til vinstri annars vegar og hægri hins vegar. „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, hugsanlega stjórnarandstaðan plús Viðreisn. Það blasir tiltölulega auðveldlega við. Hægra megin, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, gæti þá verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski svona persónuleikaerjur sem gætu sett eitthvað strik í reikninginn en valdastólarnir toga menn nú fast til sín.“ Eiríkur taldi enn fremur að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn gætu vel unnið saman, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi klofnað frá þeim fyrrnefnda fyrir fáeinum vikum. „Já, ég held að þeir geti það. Þeir þurfa auðvitað að reyna að gera upp sín mál, sérstaklega ef þetta eru fjórir flokkar, þá breytist svona samspilið og dýnamíkin í hópnum þannig að ég held að menn ættu að geta það.Sigurður Ingi í algjörri lykilstöðu Þá var Eiríkur spurður að því hvort gera mætti ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái fyrstur umboð til stjórnarmyndunar eða hvort að von væri á öðru útspili. Formenn flokkanna ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í fyrramálið en Eiríkur sagði að umboðið ylti á samræðum forsetans við alla formennina. „Það gerist ekki sjálfkrafa, forsetinn heyrir núna ofan í alla stjórnmálaforingjanna og hann hefur gefið það til kynna, frá því í fyrra, að hann muni meta það fyrst og fremst hver sé líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Þannig að það fer allt eftir skilaboðum annarra flokka til hans á morgun hver verður fyrir valinu, en ég myndi halda að það yrði annað hvort Bjarni eða Katrín Jakobsdóttir.“Einn formaður væri þó í algjörri lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. „Það er engin samsetning sem gengur upp almennilega án Framsóknarflokksins, þannig að þetta er kannski í höndum Sigurðar Inga og hvað hann segir við Guðna á morgun sem mun ráða því þá hver fær umboðið,“ sagði Eiríkur sem sagði íslensk stjórnmál að vissu leyti söm við sig, þrátt fyrir miklar breytingar undanfarin misseri. „Við erum nú með flokkakerfi sem er gjörbreytt frá því sem var áður en sumt breytist ekki í íslenskum stjórnmálum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti orðið auðveldari nú en í fyrra, að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Eiríkur sagði flokkana ekki jafn útilokunarglaða í ár og í síðustu kosningum og þá væri Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, í lykilstöðu. Eiríkur ræddi niðurstöður alþingiskosninganna, sem haldnar voru í gær, í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður sagðist Eiríkur ekki telja að flokkarnir átta, einum fleiri en á fráfarandi Alþingi, stæðu frammi fyrir erfiðari stjórnarmyndun nú en í fyrra. „Nei, ég held ekki, ég held satt að segja að þetta sé töluvert opnari staða núna heldur en var í fyrra. Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina núna eins og þá var,“ sagði Eiríkur. Ár er síðan gengið var til síðustu kosninga en þær voru haldnar þann 29. október 2016. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ekki mynduð fyrr en í janúar á þessu ári eftir langar og strangar viðræður.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórPersónuleikaerjur gætu sett strik í reikninginn Þá taldi Eiríkur tvær tvær eða þrjár greiðfærar leiðir til stjórnarmyndunar í stöðunni, og nefndi sérstaklega tvær – til vinstri annars vegar og hægri hins vegar. „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, hugsanlega stjórnarandstaðan plús Viðreisn. Það blasir tiltölulega auðveldlega við. Hægra megin, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, gæti þá verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski svona persónuleikaerjur sem gætu sett eitthvað strik í reikninginn en valdastólarnir toga menn nú fast til sín.“ Eiríkur taldi enn fremur að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn gætu vel unnið saman, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi klofnað frá þeim fyrrnefnda fyrir fáeinum vikum. „Já, ég held að þeir geti það. Þeir þurfa auðvitað að reyna að gera upp sín mál, sérstaklega ef þetta eru fjórir flokkar, þá breytist svona samspilið og dýnamíkin í hópnum þannig að ég held að menn ættu að geta það.Sigurður Ingi í algjörri lykilstöðu Þá var Eiríkur spurður að því hvort gera mætti ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái fyrstur umboð til stjórnarmyndunar eða hvort að von væri á öðru útspili. Formenn flokkanna ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í fyrramálið en Eiríkur sagði að umboðið ylti á samræðum forsetans við alla formennina. „Það gerist ekki sjálfkrafa, forsetinn heyrir núna ofan í alla stjórnmálaforingjanna og hann hefur gefið það til kynna, frá því í fyrra, að hann muni meta það fyrst og fremst hver sé líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Þannig að það fer allt eftir skilaboðum annarra flokka til hans á morgun hver verður fyrir valinu, en ég myndi halda að það yrði annað hvort Bjarni eða Katrín Jakobsdóttir.“Einn formaður væri þó í algjörri lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. „Það er engin samsetning sem gengur upp almennilega án Framsóknarflokksins, þannig að þetta er kannski í höndum Sigurðar Inga og hvað hann segir við Guðna á morgun sem mun ráða því þá hver fær umboðið,“ sagði Eiríkur sem sagði íslensk stjórnmál að vissu leyti söm við sig, þrátt fyrir miklar breytingar undanfarin misseri. „Við erum nú með flokkakerfi sem er gjörbreytt frá því sem var áður en sumt breytist ekki í íslenskum stjórnmálum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira