Þingheimur eldist um sex ár Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. október 2017 16:20 Meðalþingmaðurinn á nýju þingi er að komast á sextugsaldur. Vísir/Anton Brink Meðalaldur þingmanna á nýju þingi verður tæp fimmtíu ár og hækkar um rúm sex ár frá því á síðasta þingi eftir kosningarnar í gær. Rúmir fjórir áratugir skilja að yngsta og elsta þingmanninn. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings og var sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall. Þingið nú er það elsta frá því eftir þingkosningarnar 2007. Aldursforseti nýs þings er Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna úr Suðurkjördæmi. Hann var 68 ára, tíu mánaða og 25 daga gamall á kjördag. Á milli hans og Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur, yngsta þingmannsins eru 42 ár. Áslaug Arna, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavíkurkjördæmi norður var 26 ára, tíu mánaða og 28 daga gömul þegar hún var kjörin á þing öðru sinni í gær. Sjáfstæðismenn eiga einnig næstyngsta þingmanninn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, en hún er 29 ára, ellefu mánaða og 24 ára gömul. Þær Áslaug Arna eru einu þingmennirnir sem eru undir þrítugu. Af þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri.Píratar yngstir, Flokkur fólksins elstur Af einstökum þingflokkum eru Píratar með áberandi lægsta meðalaldurinn, tæp 37 ár. Það er þó nokkuð hærra en eftir síðustu kosningar en þá voru þingmenn Pírata 33 ára gamlir að meðaltali. Á hinum endanum er Flokkur fólksins þar sem nýkjörnir þingmenn flokksins eru rúmlega sextugir að meðaltali. Aðeins þingflokkur Samfylkingarinnar yngist á milli kosninga. Eftir þingkosningarnar í fyrra var meðalaldur þingflokksins rúm 54 ár en er nú tæpt 51 og hálft. Aðrir flokkar sem áttu þingmenn á þingi fyrir eldast töluvert. Mesta öldrunin á sér stað í þingflokki Viðreisnar. Meðalaldur þingmanna flokksins var 44,7 ár á síðasta þingi en er nú rúm 53 ár. Þingflokkur Framsóknarflokksins eldist um tæp sex ár og þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um það bil fjögur ár. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er 51 árs að meðaltali. Kosningar 2017 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Meðalaldur þingmanna á nýju þingi verður tæp fimmtíu ár og hækkar um rúm sex ár frá því á síðasta þingi eftir kosningarnar í gær. Rúmir fjórir áratugir skilja að yngsta og elsta þingmanninn. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings og var sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall. Þingið nú er það elsta frá því eftir þingkosningarnar 2007. Aldursforseti nýs þings er Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna úr Suðurkjördæmi. Hann var 68 ára, tíu mánaða og 25 daga gamall á kjördag. Á milli hans og Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur, yngsta þingmannsins eru 42 ár. Áslaug Arna, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavíkurkjördæmi norður var 26 ára, tíu mánaða og 28 daga gömul þegar hún var kjörin á þing öðru sinni í gær. Sjáfstæðismenn eiga einnig næstyngsta þingmanninn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, en hún er 29 ára, ellefu mánaða og 24 ára gömul. Þær Áslaug Arna eru einu þingmennirnir sem eru undir þrítugu. Af þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri.Píratar yngstir, Flokkur fólksins elstur Af einstökum þingflokkum eru Píratar með áberandi lægsta meðalaldurinn, tæp 37 ár. Það er þó nokkuð hærra en eftir síðustu kosningar en þá voru þingmenn Pírata 33 ára gamlir að meðaltali. Á hinum endanum er Flokkur fólksins þar sem nýkjörnir þingmenn flokksins eru rúmlega sextugir að meðaltali. Aðeins þingflokkur Samfylkingarinnar yngist á milli kosninga. Eftir þingkosningarnar í fyrra var meðalaldur þingflokksins rúm 54 ár en er nú tæpt 51 og hálft. Aðrir flokkar sem áttu þingmenn á þingi fyrir eldast töluvert. Mesta öldrunin á sér stað í þingflokki Viðreisnar. Meðalaldur þingmanna flokksins var 44,7 ár á síðasta þingi en er nú rúm 53 ár. Þingflokkur Framsóknarflokksins eldist um tæp sex ár og þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um það bil fjögur ár. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er 51 árs að meðaltali.
Kosningar 2017 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira