Björt Ólafsdóttir: „Heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. október 2017 12:42 Björt Ólafsdóttir fráfarandi ráðherra fór ofan í saumana á atburðarásinni. Vísir/Laufey Elíasdóttir Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, segir að liðsmenn Bjartrar framtíðar hefðu þurft að vera skýrari með það hvers vegna þeir slitu ríkisstjórnarsamstarfinu. Aðrir hefðu náð tökum á umræðunni. Talsvert hafi verið það um að fólk túlkaði stjórnarslitin út frá sjálfu sér og hin og þessi ályktun hafi verið dregin. Björt var ómyrk í máli þegar hún ítrekaði ástæðuna fyrir stjórnarslitunum: „heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna. Þetta var út af kynferðisbrotamálum og leyndarhyggju.“ Þetta sagði Björt Ólafsdóttir sem var á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist ekki mikið í aðdraganda kosninga en þegar lokatölur úr þingkosningunum liggja fyrir er ljóst að Björt Framtíð nær ekki inn á þing. Í kosningunum í fyrra vann Björt framtíð mikinn varnarsigur og hlaut 7,2% atkvæða en niðurstaða þingkosninganna í gær sýnir talsvert lakara gengi en flokkurinn hlaut 1,22 prósent atkvæða. Björt viðurkennir að þau hefðu þurft að vera skýrari varðandi það hvers vegna þau tóku þá afdrifaríku ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hún segir nokkrir hefðu gengið svo langt að túlka ákvörðun þeirra sem viðleitni til að auka fylgi. „Því náði ég nú aldrei. Við vorum auðvitað að gefa eftir 7,2 prósent völd og þau mikil í ríkisstjórn,“ segir Björt sem segir að ein skýringin á slæmu gengi flokksins sé sú að fólk kjósendur hefðu refsað flokknum fyrir að hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn en hún segir jafnframt að flestir hefðu verið ánægðir með stjórnarslitin: „Við hefðum tekið rétta ákvörðun að standa ekki meðvirk hjá þegar þetta gerðist en svo skilaði þetta sér ekki tilbaka,“ segir Björt „Við fórum með höfuðið í gapastokkinn varðandi þetta og ég er mjög stolt af því af því við þurfum að gera það en ég bara biðla til stjórnmálamanna og almennings um að við höldum okkur við efnið hvað þetta varðar. Það er mjög gott fólk í öllum flokkum og ég ber þá von í brjósti að þessi mál, hvernig við högum okkur, hvernig við breytum, verði ofar í huga næst - út af því það verður næst - þegar eitthvað álíka mál kemur upp,“ segir Björt sem brýnir fyrir fólki að vanda til verka. Björt segir að það hafi verið sannur heiður að fá að vera umhverfis-og auðlindaráðherra og að hún sé virkilega stolt af verkum sem unnin voru í ráðuneytinu. „Ég vona að þeir sem taka við setji umhverfismálin og náttúruauðlindirnar okkar á oddinn. Það verður að vera þannig. Við erum að treysta ykkur fyrir fjöregginu okkar,“ segir Björt. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Kristján fékk til sín góða gesti til að rýna í niðurstöður kosninganna. Kosningar 2017 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, segir að liðsmenn Bjartrar framtíðar hefðu þurft að vera skýrari með það hvers vegna þeir slitu ríkisstjórnarsamstarfinu. Aðrir hefðu náð tökum á umræðunni. Talsvert hafi verið það um að fólk túlkaði stjórnarslitin út frá sjálfu sér og hin og þessi ályktun hafi verið dregin. Björt var ómyrk í máli þegar hún ítrekaði ástæðuna fyrir stjórnarslitunum: „heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna. Þetta var út af kynferðisbrotamálum og leyndarhyggju.“ Þetta sagði Björt Ólafsdóttir sem var á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist ekki mikið í aðdraganda kosninga en þegar lokatölur úr þingkosningunum liggja fyrir er ljóst að Björt Framtíð nær ekki inn á þing. Í kosningunum í fyrra vann Björt framtíð mikinn varnarsigur og hlaut 7,2% atkvæða en niðurstaða þingkosninganna í gær sýnir talsvert lakara gengi en flokkurinn hlaut 1,22 prósent atkvæða. Björt viðurkennir að þau hefðu þurft að vera skýrari varðandi það hvers vegna þau tóku þá afdrifaríku ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hún segir nokkrir hefðu gengið svo langt að túlka ákvörðun þeirra sem viðleitni til að auka fylgi. „Því náði ég nú aldrei. Við vorum auðvitað að gefa eftir 7,2 prósent völd og þau mikil í ríkisstjórn,“ segir Björt sem segir að ein skýringin á slæmu gengi flokksins sé sú að fólk kjósendur hefðu refsað flokknum fyrir að hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn en hún segir jafnframt að flestir hefðu verið ánægðir með stjórnarslitin: „Við hefðum tekið rétta ákvörðun að standa ekki meðvirk hjá þegar þetta gerðist en svo skilaði þetta sér ekki tilbaka,“ segir Björt „Við fórum með höfuðið í gapastokkinn varðandi þetta og ég er mjög stolt af því af því við þurfum að gera það en ég bara biðla til stjórnmálamanna og almennings um að við höldum okkur við efnið hvað þetta varðar. Það er mjög gott fólk í öllum flokkum og ég ber þá von í brjósti að þessi mál, hvernig við högum okkur, hvernig við breytum, verði ofar í huga næst - út af því það verður næst - þegar eitthvað álíka mál kemur upp,“ segir Björt sem brýnir fyrir fólki að vanda til verka. Björt segir að það hafi verið sannur heiður að fá að vera umhverfis-og auðlindaráðherra og að hún sé virkilega stolt af verkum sem unnin voru í ráðuneytinu. „Ég vona að þeir sem taka við setji umhverfismálin og náttúruauðlindirnar okkar á oddinn. Það verður að vera þannig. Við erum að treysta ykkur fyrir fjöregginu okkar,“ segir Björt. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Kristján fékk til sín góða gesti til að rýna í niðurstöður kosninganna.
Kosningar 2017 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira