Nítján nýir þingmenn taka sæti Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 10:48 Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar. Vísir Þónokkrar breytingar urðu á þingskipan í nótt. Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar, en það eru töluvert minni sviptingar en í fyrra þegar 32 nýir þingmenn náðu kjöri. Þar af eru allir fjórir þingmenn Flokks fólksins; Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Guðmundur Ingi Kristinsson og Ólafur Ísleifsson. Fimm koma sömuleiðis nýir inn á þing fyrir Miðflokkinn: Þorsteinn Sæmundsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson. Bæði Birgir og Sigurður Páll hafa áður setið á þingi sem varaþingmenn Framsóknarflokksins. Þá var Þorsteinn þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016 en sat ekki á nýafstöðnu þingi. Fyrir Framsóknarflokkinn tekur Halla Signý Kristjánsdóttir sæti á þingi í fyrsta sinn en þau Willum Þór Þórsson, Ásmundur Einar Daðason og Líneik Anna Sævarsdóttir koma aftur inn eftir að hafa setið á þingi á árunum 2013 til 2016 en ekki á síðasta kjörtímabili. Ólafur Þór Gunnarsson nær í fyrsta sinn kjöri fyrir Vinstri græn en hann hefur nokkrum sinnum tekið sæti sem varaþingmaður flokksins. Þau Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Guðmundur Andri Thorsson koma ný inn á þing fyrir Samfylkinguna en Ágúst Ólafur sat líka á þingi fyrir flokkinn á árunum 2009 til 2013. Helgi Hrafn Gunnarsson kemur aftur inn á þing fyrir Pírata eftir að hafa ekki boðið sig fram í þingkosningunum í fyrra.Gunnar Hrafn Jónsson er einn þriggja þingmanna Pírata sem náðu ekki endurkjöri.Vísir/StefánÞeir sem hverfa á brott Þau Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir missa sæti sín á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viðreisn tapar þeim Benedikt Jóhannessyni, Pawel Bartoszek og Jónu Sólveigu Einarsdóttur. Fimm þingmenn Pírata taka ekki sæti á nýju þingi; þau Einar A. Brynjólfsson, Gunnar Hrafn Jónsson og Eva Pandóra Baldursdóttir náðu ekki kjöri og bæði Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir eru hættar. Þingflokkur Bjartrar framtíðar þurrkast út. Þau Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nicole Leigh Mosty náðu ekki kjöri og Thedóra S. Þorsteinsdóttir bauð sig ekki fram að nýju. Þær Elsa Lára Árnadóttir og Eygló Harðardóttir buðu sig ekki fram að nýju fyrir Framsóknarflokkinn. Kosningar 2017 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Þónokkrar breytingar urðu á þingskipan í nótt. Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar, en það eru töluvert minni sviptingar en í fyrra þegar 32 nýir þingmenn náðu kjöri. Þar af eru allir fjórir þingmenn Flokks fólksins; Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Guðmundur Ingi Kristinsson og Ólafur Ísleifsson. Fimm koma sömuleiðis nýir inn á þing fyrir Miðflokkinn: Þorsteinn Sæmundsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson. Bæði Birgir og Sigurður Páll hafa áður setið á þingi sem varaþingmenn Framsóknarflokksins. Þá var Þorsteinn þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016 en sat ekki á nýafstöðnu þingi. Fyrir Framsóknarflokkinn tekur Halla Signý Kristjánsdóttir sæti á þingi í fyrsta sinn en þau Willum Þór Þórsson, Ásmundur Einar Daðason og Líneik Anna Sævarsdóttir koma aftur inn eftir að hafa setið á þingi á árunum 2013 til 2016 en ekki á síðasta kjörtímabili. Ólafur Þór Gunnarsson nær í fyrsta sinn kjöri fyrir Vinstri græn en hann hefur nokkrum sinnum tekið sæti sem varaþingmaður flokksins. Þau Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Guðmundur Andri Thorsson koma ný inn á þing fyrir Samfylkinguna en Ágúst Ólafur sat líka á þingi fyrir flokkinn á árunum 2009 til 2013. Helgi Hrafn Gunnarsson kemur aftur inn á þing fyrir Pírata eftir að hafa ekki boðið sig fram í þingkosningunum í fyrra.Gunnar Hrafn Jónsson er einn þriggja þingmanna Pírata sem náðu ekki endurkjöri.Vísir/StefánÞeir sem hverfa á brott Þau Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir missa sæti sín á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viðreisn tapar þeim Benedikt Jóhannessyni, Pawel Bartoszek og Jónu Sólveigu Einarsdóttur. Fimm þingmenn Pírata taka ekki sæti á nýju þingi; þau Einar A. Brynjólfsson, Gunnar Hrafn Jónsson og Eva Pandóra Baldursdóttir náðu ekki kjöri og bæði Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir eru hættar. Þingflokkur Bjartrar framtíðar þurrkast út. Þau Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nicole Leigh Mosty náðu ekki kjöri og Thedóra S. Þorsteinsdóttir bauð sig ekki fram að nýju. Þær Elsa Lára Árnadóttir og Eygló Harðardóttir buðu sig ekki fram að nýju fyrir Framsóknarflokkinn.
Kosningar 2017 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira