Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2017 02:20 Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. Vísir/Ernir „Þetta verður klárlega spennandi nótt,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um talningu atkvæða. Staðan sé þannig að það stefni í gríðarlega flóknar og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður og því muni hver þingmaður reynast dýrmætur þegar uppi er staðið. Eins og staðan er núna er til dæmis komin upp sú staða að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað 32 manna ríkisstjórn með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins.Margir möguleikar í stöðunni „Það eru mjög margir möguleikar í stöðunni. Þetta er mjög flókið og verður gríðarlega erfitt að mynda ríkisstjórn.“Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði,.Hann segir að í þessari flóknu stöðu sé mikilvægt að kanna ýmsar leiðir. Til dæmis að mynda minnihlutastjórn með stuðningi ákveðinna flokka. Þá kemur stór samsteypustjórn einnig til greina. „Samsteypustjórn sem er stærri heldur en þarf til að ná þingmeirihluta og fara þannig hina svokölluðu finnsku leið. Þannig að einn flokkur geti hlaupist undan merkjum en ríkisstjórnin standi samt eftir. Ég er ekki viss um að íslensk stjórnmál séu tilbúin að vinna með aðferðum sem þarf að nota til að minnihlutastjórnir gangi til lengri tíma litið. Það væri þá frekar að menn gætu farið í einhverja stærri samsteypustjórn.“ Hann segir að að slík stjórn gæti talið um sex flokka sem væri hægt að mynda út frá mið-hægri og mið-vinstri. Staða Sjálfstæðisflokksins sterk Sjálfstæðisflokkurinn er í afar sterkri stöðu að sögn Baldurs í ljósi þess að hann er stærsti flokkurinn á þingi en það þurfi ekki endilega að þýða að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái stjórnarmyndunarumboðið. Ef að myndast meirihluta stuðningur á meðal flokkanna um að tiltekinn formaður fái stjórnarmyndunarumboðið þá fái hann það. „Það eru í rauninni flokkarnir sem geta komið sér saman um að einhver eigi að fá fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn. Ef það tekst ekki ákveður forsetinn það og veitir þeim formanni sem skipar stærsta flokkinn umboðið eða þeim formanni sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn.“ Kosningar 2017 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta verður klárlega spennandi nótt,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um talningu atkvæða. Staðan sé þannig að það stefni í gríðarlega flóknar og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður og því muni hver þingmaður reynast dýrmætur þegar uppi er staðið. Eins og staðan er núna er til dæmis komin upp sú staða að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað 32 manna ríkisstjórn með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins.Margir möguleikar í stöðunni „Það eru mjög margir möguleikar í stöðunni. Þetta er mjög flókið og verður gríðarlega erfitt að mynda ríkisstjórn.“Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði,.Hann segir að í þessari flóknu stöðu sé mikilvægt að kanna ýmsar leiðir. Til dæmis að mynda minnihlutastjórn með stuðningi ákveðinna flokka. Þá kemur stór samsteypustjórn einnig til greina. „Samsteypustjórn sem er stærri heldur en þarf til að ná þingmeirihluta og fara þannig hina svokölluðu finnsku leið. Þannig að einn flokkur geti hlaupist undan merkjum en ríkisstjórnin standi samt eftir. Ég er ekki viss um að íslensk stjórnmál séu tilbúin að vinna með aðferðum sem þarf að nota til að minnihlutastjórnir gangi til lengri tíma litið. Það væri þá frekar að menn gætu farið í einhverja stærri samsteypustjórn.“ Hann segir að að slík stjórn gæti talið um sex flokka sem væri hægt að mynda út frá mið-hægri og mið-vinstri. Staða Sjálfstæðisflokksins sterk Sjálfstæðisflokkurinn er í afar sterkri stöðu að sögn Baldurs í ljósi þess að hann er stærsti flokkurinn á þingi en það þurfi ekki endilega að þýða að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái stjórnarmyndunarumboðið. Ef að myndast meirihluta stuðningur á meðal flokkanna um að tiltekinn formaður fái stjórnarmyndunarumboðið þá fái hann það. „Það eru í rauninni flokkarnir sem geta komið sér saman um að einhver eigi að fá fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn. Ef það tekst ekki ákveður forsetinn það og veitir þeim formanni sem skipar stærsta flokkinn umboðið eða þeim formanni sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn.“
Kosningar 2017 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira