„Auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2017 01:05 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Laufey „Við erum svo sem ekkert sérstaklega himinlifandi yfir þessum tölum og höfðum verið að vonast eftir því að þetta væri ekki svona svart, en við höfðum fengið vísbendingar um að þetta yrði neikvætt,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi um gengi flokksins í kosningunum. Björt framtíð fellur af þingi eins og staðan er núna og litlar líkur á að það breytist í nótt. „Okkur líður ekkert illa í hjartanu. Við upplifum að við höfum staðið okkur vel og staðið á okkar prinsippum og finnst það mikilvægt.“ Hann segir breytingar í farvatninu í íslenskum stjórnmálum og finnst Óttari mikilvægt að Björt framtíð verði virkur þátttakandi í þeirri breytingu. Hann segir Íslendinga stadda í breytingu sem á eftir að sjá fyrir endann á. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er ekki að einfaldast með þessari niðurstöðu og ég skynja mjög sterka þörf á breyttum stjórnmálum eða að sumu leyti eins og maður er að sjá speglast í erlendum fjölmiðlum, siðferðislega stöðu í íslensku samfélagi.“ Hann segir flokkinn þurfa að skoða sín mál en bendir á að hann er enn virkur í meirihluta í fjórum sveitarfélögum þar sem stór hluti landsmanna býr. „Við höldum keik áfram þar og erum komin af stað í undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Það gefst einnig tími til að skoða okkar mál.“ Spurður hvað valdi því að Björt framtíð fær svo mikla útreið í þessum kosningum segir hann að vissulega hafi ríkisstjórnarsamstarfið en það hafi flokkurinn vitað áður en hann gekk inn í það. „Okkur fannst það vera okkar skylda að axla ábyrgð,“ segir Óttarr og bendir á að mörgum hafi þótt það stór og hugrökk ákvörðun hjá flokknum að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út frá prinsippmálum í andstöðu við leyndarhyggju og kynbundið ofbeldi. „Það hefur kannski síðan komið í ljós að okkur hefur mistekist að koma okkar málum nógu skýrt fram. Við höfum neitað okkur um styrki frá fyrirtækjum sem hefur gert það að verkum að við höfum ekki geta auglýst og verið jafn sýnileg eins og aðrir flokkar. Það hefur sennilega komið niður á okkur líka.“ Spurður hvort hann sé svekktur með niðurstöðuna segir hann að það sé ekkert sem heitir að kjósendur hafi rangt fyrir sér. „Kosningar eru vettvangur þar sem kjósendur láta sína skoðun í ljós. En miðað við allt sem við höfum lagt í, þar sem okkur finnst vera málefnaleg staða Bjartrar framtíðar, þá er maður auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða.“Hér fyrir neðan má sjá viðtal Stöðvar 2 við Óttar. Kosningar 2017 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
„Við erum svo sem ekkert sérstaklega himinlifandi yfir þessum tölum og höfðum verið að vonast eftir því að þetta væri ekki svona svart, en við höfðum fengið vísbendingar um að þetta yrði neikvætt,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi um gengi flokksins í kosningunum. Björt framtíð fellur af þingi eins og staðan er núna og litlar líkur á að það breytist í nótt. „Okkur líður ekkert illa í hjartanu. Við upplifum að við höfum staðið okkur vel og staðið á okkar prinsippum og finnst það mikilvægt.“ Hann segir breytingar í farvatninu í íslenskum stjórnmálum og finnst Óttari mikilvægt að Björt framtíð verði virkur þátttakandi í þeirri breytingu. Hann segir Íslendinga stadda í breytingu sem á eftir að sjá fyrir endann á. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er ekki að einfaldast með þessari niðurstöðu og ég skynja mjög sterka þörf á breyttum stjórnmálum eða að sumu leyti eins og maður er að sjá speglast í erlendum fjölmiðlum, siðferðislega stöðu í íslensku samfélagi.“ Hann segir flokkinn þurfa að skoða sín mál en bendir á að hann er enn virkur í meirihluta í fjórum sveitarfélögum þar sem stór hluti landsmanna býr. „Við höldum keik áfram þar og erum komin af stað í undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Það gefst einnig tími til að skoða okkar mál.“ Spurður hvað valdi því að Björt framtíð fær svo mikla útreið í þessum kosningum segir hann að vissulega hafi ríkisstjórnarsamstarfið en það hafi flokkurinn vitað áður en hann gekk inn í það. „Okkur fannst það vera okkar skylda að axla ábyrgð,“ segir Óttarr og bendir á að mörgum hafi þótt það stór og hugrökk ákvörðun hjá flokknum að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út frá prinsippmálum í andstöðu við leyndarhyggju og kynbundið ofbeldi. „Það hefur kannski síðan komið í ljós að okkur hefur mistekist að koma okkar málum nógu skýrt fram. Við höfum neitað okkur um styrki frá fyrirtækjum sem hefur gert það að verkum að við höfum ekki geta auglýst og verið jafn sýnileg eins og aðrir flokkar. Það hefur sennilega komið niður á okkur líka.“ Spurður hvort hann sé svekktur með niðurstöðuna segir hann að það sé ekkert sem heitir að kjósendur hafi rangt fyrir sér. „Kosningar eru vettvangur þar sem kjósendur láta sína skoðun í ljós. En miðað við allt sem við höfum lagt í, þar sem okkur finnst vera málefnaleg staða Bjartrar framtíðar, þá er maður auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða.“Hér fyrir neðan má sjá viðtal Stöðvar 2 við Óttar.
Kosningar 2017 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira