Benedikt segir það mikil vonbrigði að detta af þingi Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 00:41 Fjármála- og efnahagsráðherra á að öllum líkindum ekki afturkvæmt eftir þessar kosningar. Benedikt Jóhannesson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, á að öllum líkindum ekki afturkvæmt á þing eftir þessar kosningar. Fylgi viðreisnar í Norðausturkjördæmi, þar sem Benedikt er oddviti er langt frá því að fá kjördæmakjörinn mann. Hann segir það persónulega mikil vonbrigði en tilfinningarnar séu blendnar. „Jú auðvitað eru það vonbrigði. Maður hafði metnað til að vera áfram. Ég bauð mig farm til að komast á þing og reyndi að standa mig vel fyrir þjóðina og kjördæmið. Auðvitað eru það því mikil vonbrigði,“ segir Benedikt. „ Hins vegar eru tilfinningarnar blendnar. Viðreisn er búin að rúmlega tvöfalda fylgið sitt á hálfum mánuði og ég er mjög glaður yfir því. Hins vegar vonaðist maður til að þetta yrði heldur betra en það er.“ Eins og staðan er núna er Viðreisn að tapa þremur þingmönnum. Flokkurinn var með sjö þingmenn en fá fjóra þingmenn nú ef þetta verður lokaniðurstaðan. Hins vegar á eftir að telja mörg atkvæði og nóttin er löng. „Sérstaklega var ég að vona að við myndum fá meira í dreifbýlinu. Við erum í raun langt frá því að vera inn í landsbyggðarkjördæmunum,“ segir Benedikt. Benedikt segist ekki vera hættur í pólitík. „Ég er ekki hættur, nei nei, menn eru ennþá í pólitík þó þér séu ekki á þingi. Það er líkt og ég sagði þegar ég hætti sem formaður að meginatriðið er það að málstaðurinn lifi. Og málstaðurinn lifir af einstaka menn og við erum áfram á þingi,“ segir Benedikt. „Það eru ekki allir nýir flokkar sem ná að komast inn á þing í annað sinn og fyrir það erum við ánægð en auðvitað hefðum við viljað hafa fylgið meira, það segir sig sjálft.“ Benedikt segir skilaboð kjósenda í þessum kosningum ekki nógu skýr til að augljós ríkisstjórn sé í spilunum. „Skilaboðin eru mjög óljós finnst mér. Ég svona næ þeim ekki mjög vel. Það gæti gert það að verkum að það taki tíma að ná niður ríkisstjórn. Hinsvegar geta hlutirnir þróast mjög hratt og í óvæntar áttir og við verðum að bíða og sjá. Síðast hefði líklegast landslagið verið traustar ef einn eða tveir þingmenn hefðu fallið aðeins öðruvísi. Því verðum við að bíða eftir lokaniðurstöðunni í fyrramálið.“Einnig var rætt við Benedikt í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, á að öllum líkindum ekki afturkvæmt á þing eftir þessar kosningar. Fylgi viðreisnar í Norðausturkjördæmi, þar sem Benedikt er oddviti er langt frá því að fá kjördæmakjörinn mann. Hann segir það persónulega mikil vonbrigði en tilfinningarnar séu blendnar. „Jú auðvitað eru það vonbrigði. Maður hafði metnað til að vera áfram. Ég bauð mig farm til að komast á þing og reyndi að standa mig vel fyrir þjóðina og kjördæmið. Auðvitað eru það því mikil vonbrigði,“ segir Benedikt. „ Hins vegar eru tilfinningarnar blendnar. Viðreisn er búin að rúmlega tvöfalda fylgið sitt á hálfum mánuði og ég er mjög glaður yfir því. Hins vegar vonaðist maður til að þetta yrði heldur betra en það er.“ Eins og staðan er núna er Viðreisn að tapa þremur þingmönnum. Flokkurinn var með sjö þingmenn en fá fjóra þingmenn nú ef þetta verður lokaniðurstaðan. Hins vegar á eftir að telja mörg atkvæði og nóttin er löng. „Sérstaklega var ég að vona að við myndum fá meira í dreifbýlinu. Við erum í raun langt frá því að vera inn í landsbyggðarkjördæmunum,“ segir Benedikt. Benedikt segist ekki vera hættur í pólitík. „Ég er ekki hættur, nei nei, menn eru ennþá í pólitík þó þér séu ekki á þingi. Það er líkt og ég sagði þegar ég hætti sem formaður að meginatriðið er það að málstaðurinn lifi. Og málstaðurinn lifir af einstaka menn og við erum áfram á þingi,“ segir Benedikt. „Það eru ekki allir nýir flokkar sem ná að komast inn á þing í annað sinn og fyrir það erum við ánægð en auðvitað hefðum við viljað hafa fylgið meira, það segir sig sjálft.“ Benedikt segir skilaboð kjósenda í þessum kosningum ekki nógu skýr til að augljós ríkisstjórn sé í spilunum. „Skilaboðin eru mjög óljós finnst mér. Ég svona næ þeim ekki mjög vel. Það gæti gert það að verkum að það taki tíma að ná niður ríkisstjórn. Hinsvegar geta hlutirnir þróast mjög hratt og í óvæntar áttir og við verðum að bíða og sjá. Síðast hefði líklegast landslagið verið traustar ef einn eða tveir þingmenn hefðu fallið aðeins öðruvísi. Því verðum við að bíða eftir lokaniðurstöðunni í fyrramálið.“Einnig var rætt við Benedikt í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira