Það var ekkert um varnir þegar Austurríki og Serbía áttust við í vináttulandsleik í kvöld. Lokatölur 38-38 í miklum spennuleik.
Austurríska vörnin var hripleik í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk á sig 23 mörk, eða næstum því mark á mínútu. Austurríki skoraði hins vegar 20 mörk og því munaði þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 20-23.
Serbar héldu forystunni framan af seinni hálfleik en strákarnir hans Patreks Jóhannessonar gáfust ekki upp og komu sér aftur inn í leikinn.
Nikola Bilyk tryggði Austurríki svo jafntefli með marki af vítalínunni. Lokatölur 38-38.
Serbar eru í riðli með Íslendingum á EM í Króatíu. Heimaliðið er í sama riðli en það vann nauman sigur á Slóvenum, 21-20, í kvöld.
Ivan Cupic skoraði sex mörk fyrir Króata en Jure Dolenec var markahæstur hjá Slóvenum með sjö mörk.
Sjötíuogsex mörk í leik Austurríkis og Serbíu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti