Erlent

Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Sciorra er þekktust fyrir leik sinni í sjónvarpsþáttunum The Sopranos.
Sciorra er þekktust fyrir leik sinni í sjónvarpsþáttunum The Sopranos. vísir/getty

Leikkonan Annabella Sciorra, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Sopranos, hefur sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um nauðgun.



Sciorra sagði sögu sína í viðtali við tímaritið The New Yorker. Að sögn Sciorra átti atvikið sér stað árið 1992. Í viðtalinu lýsir Sciorra hvernig Weinstein kom óboðinn á heimili hennar eftir að hafa ekið sér heim úr kvöldverðarboði.



Þegar Sciorra kom til dyra á Weinstein að hafa hrundið upp hurðinni, gengið um gólf í íbúð hennar og hneppt niður tölunum á skyrtu sinni. Í viðtalinu segist Sciorra hafa æpt á Weinstein og krafið hann um að yfirgefa heimili sitt en án árangurs. Því næst á Weinstein að hafa gripið í handlegg hennar, hrint henni á rúmið og þvingað hana til samfara.



Sciorra tilkynnti atvikið ekki til lögreglu og sagði ekki nokkrum manni frá því fyrr en nokkrum árum síðar. Hún hafði ekki rætt árásina við fjölmiðla fyrr en í viðtalinu við New Yorker.



Að minnsta kosti fimmtíu konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðisbrot.


Tengdar fréttir

„Terry frændi“ og Weinstein-áhrifin

Þegar fregnir bárust af því í gær að útgáfurisinn Condé Nast hefði sett tískuljósmyndarann Terry Richardson á svartan lista fögnuðu margir. En aðrir stöldruðu við og spurðu hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma.

Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein

Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×