Guðjón Valur: Hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp Anton Ingi Leifsson skrifar 28. október 2017 16:40 Guðjón Valur skýtur að marki í dag Vísir/Laufey Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. Guðjón Valur var að vonum ósáttur við úrslitin en tekur engu að síður margt jákvætt úr leiknum. „Aldrei sáttir við tap en liðið sýndi karakter eftir erfiðar fyrstu tuttugu mínútur. Við vorum að reyna gera okkar besta,” sagði Guðjón í samtali við Vísi í leikslok. „Ekki sáttir við tap, en ég er ánægður með viðhorfið hjá strákunum og hvernig þeir komu í leikinn,” en hvað gerðist í byrjun þar sem liðið lenti sjö mörkum undir? „Ég held að það sé bara óöryggi og ekkert annað. Menn eru að læra inn á landsliðið; ný kerfi og eru að koma úr félagsliðum þar sem þeir kunna allt saman. Nú eru þeir með menn vinstra og hægra megin við sig sem þeir hafa ekki spilað með áður, hvorki í vörn né sókn.” „Þetta tekur tíma að stilla svoleiðis af og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir komu til baka þegar það hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp. Ég er mjög ánægður með að þeir gerðu það ekki.” Margir ungir leikmenn, eins og tíðrætt hefur verið um, eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og fyrirliðinn og sá elsti í liðinu var ánægður með þá. „Heldur betur ánægður með þá. Arnar og Ómar eru svo ekki gamlir og Janus hefur ekkert verið að spila í fleiri ár með landsliðinu. Það eru mjög margir ungir og þess vegna er þessi vika svo kærkomin; bæði æfingar og leikir sem hafa verið góðir upp á það að slípa okkur saman.” Er ekki framtíðin bara björt? „Það ætla ég að vona, allavega hjá þeim!” sagði glaðbeittur fyrirliðinn í leikslok. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. Guðjón Valur var að vonum ósáttur við úrslitin en tekur engu að síður margt jákvætt úr leiknum. „Aldrei sáttir við tap en liðið sýndi karakter eftir erfiðar fyrstu tuttugu mínútur. Við vorum að reyna gera okkar besta,” sagði Guðjón í samtali við Vísi í leikslok. „Ekki sáttir við tap, en ég er ánægður með viðhorfið hjá strákunum og hvernig þeir komu í leikinn,” en hvað gerðist í byrjun þar sem liðið lenti sjö mörkum undir? „Ég held að það sé bara óöryggi og ekkert annað. Menn eru að læra inn á landsliðið; ný kerfi og eru að koma úr félagsliðum þar sem þeir kunna allt saman. Nú eru þeir með menn vinstra og hægra megin við sig sem þeir hafa ekki spilað með áður, hvorki í vörn né sókn.” „Þetta tekur tíma að stilla svoleiðis af og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir komu til baka þegar það hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp. Ég er mjög ánægður með að þeir gerðu það ekki.” Margir ungir leikmenn, eins og tíðrætt hefur verið um, eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og fyrirliðinn og sá elsti í liðinu var ánægður með þá. „Heldur betur ánægður með þá. Arnar og Ómar eru svo ekki gamlir og Janus hefur ekkert verið að spila í fleiri ár með landsliðinu. Það eru mjög margir ungir og þess vegna er þessi vika svo kærkomin; bæði æfingar og leikir sem hafa verið góðir upp á það að slípa okkur saman.” Er ekki framtíðin bara björt? „Það ætla ég að vona, allavega hjá þeim!” sagði glaðbeittur fyrirliðinn í leikslok.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30