Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2017 14:31 Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. Flestum þeirra fannst kosningabaráttan leiðinleg og eru fengir að henni sé nú lokið en rætt var við nokkra þeirra kjósendur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 í dag. „Ég ætlaði að nota daginn og skreppa austur fyrir fjall og kíkja á sumarbústaðinn hjá mér á Flúðum,“ sagði Sævar Reynisson aðspurður hvers vegna hann hefði verið snemma á ferðinn í morgun. Hann sagði að sér hefði fundist kosningabaráttan leiðinleg. „Já, meira og minna. Ég hef verið latur við að hlusta á hana því þetta er einhvern veginn svona á Facebook og þetta... ég kann ekki að meta þetta.“Ruglingsleg kosningabarátta Kristbjörg Guðmundsdóttir sagði að sér hefði þótt kosningabaráttan ruglingsleg. „Mér finnst allir vera að berjast fyrir sömu málefnunum. Mér finnst alltof mikið að kjósa á ársfresti,“ sagði Kristbjörg. Kristinn Hugason sagði að það væri gott að ljúka því af að kjósa. „Ég er harðákveðinn hvað ég kýs og vind mér í það.“ Ásdís Gísalason var sammála með Sævari um það að kosningabaráttan hefði verið leiðinleg. „Það er fullstutt síðan hún var síðast þannig að ég var ekki alveg tilbúin í þetta. [...] Ég er orðin þreytt á skítkastinu,“ sagði Ásdís. Aðspurð hvernig henni hefði fundist kosningabaráttan hafa verið sagði Halldóra Jónsdóttir: „Ekkert sérstök. Það hefur ekki nógu mikið verið rætt um stóru málefnin og það er engin langtímalausn.“ Magnús Þór Gestsson sagði að sér hefði fundist kosningabaráttan ágæt þó hann hefði tekið eftir neikvæðum athugasemdum á samfélagsmiðlum. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvað gerist þegar búið er að telja atkvæðin? Skýrar reglur gilda um hvernig skal greiða atkvæði og hvað tekur við þegar búið er að telja öll atkvæðin. Hvaða flokkar fá þingmenn og í hvaða kjördæmum. 28. október 2017 09:15 Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15 Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. Flestum þeirra fannst kosningabaráttan leiðinleg og eru fengir að henni sé nú lokið en rætt var við nokkra þeirra kjósendur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 í dag. „Ég ætlaði að nota daginn og skreppa austur fyrir fjall og kíkja á sumarbústaðinn hjá mér á Flúðum,“ sagði Sævar Reynisson aðspurður hvers vegna hann hefði verið snemma á ferðinn í morgun. Hann sagði að sér hefði fundist kosningabaráttan leiðinleg. „Já, meira og minna. Ég hef verið latur við að hlusta á hana því þetta er einhvern veginn svona á Facebook og þetta... ég kann ekki að meta þetta.“Ruglingsleg kosningabarátta Kristbjörg Guðmundsdóttir sagði að sér hefði þótt kosningabaráttan ruglingsleg. „Mér finnst allir vera að berjast fyrir sömu málefnunum. Mér finnst alltof mikið að kjósa á ársfresti,“ sagði Kristbjörg. Kristinn Hugason sagði að það væri gott að ljúka því af að kjósa. „Ég er harðákveðinn hvað ég kýs og vind mér í það.“ Ásdís Gísalason var sammála með Sævari um það að kosningabaráttan hefði verið leiðinleg. „Það er fullstutt síðan hún var síðast þannig að ég var ekki alveg tilbúin í þetta. [...] Ég er orðin þreytt á skítkastinu,“ sagði Ásdís. Aðspurð hvernig henni hefði fundist kosningabaráttan hafa verið sagði Halldóra Jónsdóttir: „Ekkert sérstök. Það hefur ekki nógu mikið verið rætt um stóru málefnin og það er engin langtímalausn.“ Magnús Þór Gestsson sagði að sér hefði fundist kosningabaráttan ágæt þó hann hefði tekið eftir neikvæðum athugasemdum á samfélagsmiðlum.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvað gerist þegar búið er að telja atkvæðin? Skýrar reglur gilda um hvernig skal greiða atkvæði og hvað tekur við þegar búið er að telja öll atkvæðin. Hvaða flokkar fá þingmenn og í hvaða kjördæmum. 28. október 2017 09:15 Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15 Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Hvað gerist þegar búið er að telja atkvæðin? Skýrar reglur gilda um hvernig skal greiða atkvæði og hvað tekur við þegar búið er að telja öll atkvæðin. Hvaða flokkar fá þingmenn og í hvaða kjördæmum. 28. október 2017 09:15
Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15
Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29