Innlent

Þorgerður Katrín: Glöð og þakklát fyrir stuðninginn

Atli Ísleifsson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á kjörstað.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á kjörstað. Vísir/jóhannK
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að dagurinn leggist vel í sig og að hún sé afskaplega glöð og þakklát fyrir þann stuðning sem hún hafi fundið fyrir. Hún mætti á kjörstað í Lækjarskóla í Hafnarfirði um klukkan 10:30.

„Ég er enn fremur afskaplega þakklát fyrir kraftinn í flokksstarfi Viðreisnar, unga fólkið sem hefur ekki síst lagt sitt af mörkum og það er bara soldið stuð á mannskapnum, satt best að segja.“

Hún segist bjartsýn á framhaldið og að það flokkunum muni takast að mynda starfhæfa ríkisstjórn. „Bæði út af því að það er stutt síðan flokkarnir fóru þessa hringi í fyrra, en ekki síður það að stjórnmálin og stjórnmálamenn meðvitaðri um þessa ábyrgð sem felst í því að vera í stjórnmálum. Það þýðir það að menn verða að ná saman um ábyrga stjórn og ég er frekar bjartsýnn frekar en hitt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×