Innlent

Krossar fingur og fær sér súpu

Samúel Karl Ólason skrifar
Óttarr Proppé í Ráðhúsinu í morgun.
Óttarr Proppé í Ráðhúsinu í morgun. Vísir/ANton
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir framtíðina í höndum kjósenda og að kosningarnar leggist vel í hann. Hann segir þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem hann geti kosið sjálfan sig, þar sem hann er í framboði í eigin kjördæmi.

„Almennt leggst þetta vel í mig, eins og allar kosningar. Núna er þetta algjörlega í höndum kjósenda. Við frambjóðendur og framboðin ráðum engu um framhaldið. Það er mjög jákvætt,“ segir Óttarr í samtali við Vísi.

„Núna krossum við fingur og svo ætla ég að fara og fá mér súpu með mínu fólki. Við ákváðum að bjóða upp á súpu og köllum það í gríni loforðasúpuna okkar.“

Björt framtíð býður upp á þessa loforðasúpu í kosningamiðstöð flokksins á Njálsgötu í dag.

„Svo verður maður á flakki í dag og að hitta okkar fólk.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×