Vinstri stjórn í kortunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. október 2017 06:00 Leiðtogar flokkanna í myndveri Stöðvar 2 á fimmtudag. Vísir/ernir Samtal um myndun ríkisstjórnar frá vinstri til miðju er komið á fullt milli nokkurra flokka. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Einn viðmælandi blaðsins gengur svo langt að fullyrða að vinstri stjórn verði svo gott sem innsigluð strax á kosninganótt. Vinstri græn og Samfylking eru burðarásarnir í þeirri stjórn sem er í kortunum. Flokkarnir tveir ná 24 mönnum á þing samkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins og vantar því átta þingmenn til að ná meirihluta á þing. Enginn þeirra þriggja flokka, Viðreisn, Framsóknarflokkur og Píratar, sem sagðir eru eiga aðild að því vinstra samtali sem er í gangi, hefur nægan þingmannafjölda til að hægt sé að mynda þriggja flokka stjórn, miðað við nýjustu kannanir. Forystumenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar eru hins vegar með ólík sjónarmið um hverjir þessara flokka eigi að mynda límið í stjórn; Framsóknarflokkurinn eða Viðreisn báðir saman eða annar hvor þeirra að Pírötum viðbættum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja Samfylkingarmenn heldur mynda stjórn með Pírötum og Viðreisn enda eiga þessir flokkar mun meira sameiginlegt málefnalega en Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn og má þá nefna bæði stjórnarskrármálin og áherslur í Evrópumálum. Þá telja heimildarmenn blaðsins líklegt að Samfylking gangi með öðrum hvorum þessara flokka og jafnvel báðum til formlegra viðræðna um stjórnarmyndun og leiki þannig sama leik og Björt framtíð og Viðreisn gerðu eftir síðustu kosningar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Samtal um myndun ríkisstjórnar frá vinstri til miðju er komið á fullt milli nokkurra flokka. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Einn viðmælandi blaðsins gengur svo langt að fullyrða að vinstri stjórn verði svo gott sem innsigluð strax á kosninganótt. Vinstri græn og Samfylking eru burðarásarnir í þeirri stjórn sem er í kortunum. Flokkarnir tveir ná 24 mönnum á þing samkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins og vantar því átta þingmenn til að ná meirihluta á þing. Enginn þeirra þriggja flokka, Viðreisn, Framsóknarflokkur og Píratar, sem sagðir eru eiga aðild að því vinstra samtali sem er í gangi, hefur nægan þingmannafjölda til að hægt sé að mynda þriggja flokka stjórn, miðað við nýjustu kannanir. Forystumenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar eru hins vegar með ólík sjónarmið um hverjir þessara flokka eigi að mynda límið í stjórn; Framsóknarflokkurinn eða Viðreisn báðir saman eða annar hvor þeirra að Pírötum viðbættum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja Samfylkingarmenn heldur mynda stjórn með Pírötum og Viðreisn enda eiga þessir flokkar mun meira sameiginlegt málefnalega en Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn og má þá nefna bæði stjórnarskrármálin og áherslur í Evrópumálum. Þá telja heimildarmenn blaðsins líklegt að Samfylking gangi með öðrum hvorum þessara flokka og jafnvel báðum til formlegra viðræðna um stjórnarmyndun og leiki þannig sama leik og Björt framtíð og Viðreisn gerðu eftir síðustu kosningar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira