Eitt fordæmi fyrir fjögurra flokka stjórn Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. október 2017 06:00 Fjögurra flokka ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar lét af störfum 1991. Í henni sátu frá vinstri Júlíus Sólnes, Guðmundur Bjarnason, Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermannsson, Halldór Ásgrímsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson og Óli Þ. Guðbjartsson. Vísir/GVA Eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að mynduð hafi verið fjögurra flokka ríkisstjórn. Það var þegar Borgaraflokkurinn gekk til liðs við Framsóknarflokkinn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn árið1989. Ríkisstjórnin sat fram að alþingiskosningum 1991. Miðað við niðurstöður skoðanakannana verður ómögulegt að mynda meirihlutastjórn nema með þátttöku þriggja til fjögurra flokka. Nokkur dæmi eru um þriggja flokka stjórnir. „Það hafa yfirleitt verið vinstri stjórnir,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fyrsta slíka stjórnin var mynduð árið 1947 og sat í tvö ár. Sú stjórn var kölluð Stefanía og var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Næsta stjórn var vinstri stjórn frá 1956 til 1958 sem var mynduð af Framsóknarflokknum, Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Árið 1971 til 1974 sat stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins og svo sat vinstristjórn Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins á árunum 1978 til 1979. Árið 1987 var mynduð þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar, þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Stjórnin sprakk í beinni útsendingu á Stöð 2 rúmu ári seinna og þá var mynduð vinstristjórn sem var undanfari fjögurra flokka stjórnarinnar. „Síðan erum við bara með tveggja flokka stjórnir eftir það þangað til í fyrra,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræðiÞá hafa nokkrar minnihlutastjórnir verið myndaðar. Árið 1949 myndaði Ólafur Thors minnihlutastjórn sem starfaði til 1950. „Það er eina tilraunin til þess að fá minnihlutastjórn til að virka sem eitthvað annað en bráðabirgðastjórn,“ segir Gunnar Helgi. Árið 1958 sat Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn í skjóli Sjálfstæðisflokksins til að koma á breytingum á kjördæmaskipan. Árin 1979 til 1980 var Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn þangað til kosningar voru haldnar. Þá var minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG mynduð 1. febrúar 2009. Hún naut hlutleysis Framsóknarflokksins. „Þannig að það er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum. Ef landslagið ætti að breytast myndi það kalla á töluvert breytt vinnubrögð,“ segir Gunnar Helgi. Á fullveldistímanum hefur einungis ein utanþingsstjórn verið starfandi. Gunnar Helgi segir að það megi læra mjög margt af þeirri stjórn. „Það var stjórn sem var mynduð af ríkisstjóra sem þá var og hafði ekki þingmeirihluta. Hún réði bókstaflega ekkert við þingið og var í mjög veikri stöðu. Menn hafa ályktað út frá því að minnihlutastjórnir myndu ekki eiga glaða daga á Íslandi og myndi ganga illa að koma hlutum í gegnum þingið. En maður veit aldrei.“ Samstarf margra flokka í borgarstjórnÞrátt fyrir að einungis eitt fordæmi sé fyrir fjögurra flokka meirihluta á Alþingi eru nokkur fordæmi fyrir því í sveitastjórnum. Nærtækast er að nefna núverandi meirihluta í Reykjavík, sem er myndaður af fjórum flokkum. Þá var kosningabandalag R-listans upphaflega myndað af fimm stjórnmálahreyfingum, það er Alþýðuflokknum, Alþýðubandalagi, Framsóknarflokknum, Kvennalistanum og Nýjum vettvangi. ----Hér í textanum var upphaflega fullyrt að ríkisstjórnin 1947-1949 og er alla jafna kölluð Stefanía hafi verið mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Alþýðubandalagi. Hið rétta er að hún var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að mynduð hafi verið fjögurra flokka ríkisstjórn. Það var þegar Borgaraflokkurinn gekk til liðs við Framsóknarflokkinn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn árið1989. Ríkisstjórnin sat fram að alþingiskosningum 1991. Miðað við niðurstöður skoðanakannana verður ómögulegt að mynda meirihlutastjórn nema með þátttöku þriggja til fjögurra flokka. Nokkur dæmi eru um þriggja flokka stjórnir. „Það hafa yfirleitt verið vinstri stjórnir,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fyrsta slíka stjórnin var mynduð árið 1947 og sat í tvö ár. Sú stjórn var kölluð Stefanía og var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Næsta stjórn var vinstri stjórn frá 1956 til 1958 sem var mynduð af Framsóknarflokknum, Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Árið 1971 til 1974 sat stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins og svo sat vinstristjórn Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins á árunum 1978 til 1979. Árið 1987 var mynduð þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar, þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Stjórnin sprakk í beinni útsendingu á Stöð 2 rúmu ári seinna og þá var mynduð vinstristjórn sem var undanfari fjögurra flokka stjórnarinnar. „Síðan erum við bara með tveggja flokka stjórnir eftir það þangað til í fyrra,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræðiÞá hafa nokkrar minnihlutastjórnir verið myndaðar. Árið 1949 myndaði Ólafur Thors minnihlutastjórn sem starfaði til 1950. „Það er eina tilraunin til þess að fá minnihlutastjórn til að virka sem eitthvað annað en bráðabirgðastjórn,“ segir Gunnar Helgi. Árið 1958 sat Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn í skjóli Sjálfstæðisflokksins til að koma á breytingum á kjördæmaskipan. Árin 1979 til 1980 var Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn þangað til kosningar voru haldnar. Þá var minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG mynduð 1. febrúar 2009. Hún naut hlutleysis Framsóknarflokksins. „Þannig að það er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum. Ef landslagið ætti að breytast myndi það kalla á töluvert breytt vinnubrögð,“ segir Gunnar Helgi. Á fullveldistímanum hefur einungis ein utanþingsstjórn verið starfandi. Gunnar Helgi segir að það megi læra mjög margt af þeirri stjórn. „Það var stjórn sem var mynduð af ríkisstjóra sem þá var og hafði ekki þingmeirihluta. Hún réði bókstaflega ekkert við þingið og var í mjög veikri stöðu. Menn hafa ályktað út frá því að minnihlutastjórnir myndu ekki eiga glaða daga á Íslandi og myndi ganga illa að koma hlutum í gegnum þingið. En maður veit aldrei.“ Samstarf margra flokka í borgarstjórnÞrátt fyrir að einungis eitt fordæmi sé fyrir fjögurra flokka meirihluta á Alþingi eru nokkur fordæmi fyrir því í sveitastjórnum. Nærtækast er að nefna núverandi meirihluta í Reykjavík, sem er myndaður af fjórum flokkum. Þá var kosningabandalag R-listans upphaflega myndað af fimm stjórnmálahreyfingum, það er Alþýðuflokknum, Alþýðubandalagi, Framsóknarflokknum, Kvennalistanum og Nýjum vettvangi. ----Hér í textanum var upphaflega fullyrt að ríkisstjórnin 1947-1949 og er alla jafna kölluð Stefanía hafi verið mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Alþýðubandalagi. Hið rétta er að hún var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda