Skoðun

Hvað ætlar þú að gera á morgun? Ég ætla að kjósa

Arnbjörn Ólafsson skrifar
Ég ætla að kjósa á morgun.

Ég ætla að kjósa og ég ætla ekki að láta skoðanakannanir stjórna því hvar atkvæðið mitt lendir. Það er ekkert sem heitir dautt atkvæði nema þú mætir ekki á kjörstað. 

Ég vona að þú kjósir ekki með gömlu stjórnmálunum, gömlu stefnunum, sömu gömlu endurunnu loforðunum. Þú hefur heyrt þau áður og þú munt heyra þau áfram í framtíðinni, nema þú ákveðir að breyta því hvernig stjórnmálin eiga að fara fram. Það gerist ekkert nema þú ákveðir það. 

Ég vona að við endum ekki uppi með tvær stórar blokkir á sitthvorum enda stjórnmálanna, heldur reynum að tryggja að minni flokkar á miðjunni geti haft raunveruleg áhrif og miðlað málum sem rödd skynsemi, sátta og langtíma stefnu. 

En ég vona umfram allt að þú kjósir. Að þú takir afstöðu. Bara þannig getum við breytt hlutunum.

En þegar þú kýst, þá hvet ég þig til að kjósa gegn leyndarhyggju, gegn eiginhagsmunagæslu, gegn ofbeldi, gegn innihaldslausum loforðum. 

Ég hvet þig til að kjósa með hjartanu, sannfæringu þinni, metnaði og trú á að það sé raunverulega hægt að breyta hvernig við högum okkur. 

Ég hvet þig til að kjósa fólk sem þú treystir til að framfylgja langtíma stefnu, fólk sem hefur sýnt að það meinar það sem það segir og gerir það sem það meinar.

Ég hvet þig til að kjósa flokk sem er heiðarlegur í orði og verki, byggir á sönnum gildum og hugsar meira um þinn hag, en að viðhalda sjálfum sér í valdastöðu.

Ég hvet þig til að hugsa til framtíðar, en ekki til fjögurra ára í senn.

Fyrst og fremst hvet þig til að kjósa. Hvert atkvæði skiptir máli.

Ég ætla að kjósa Bjarta framtíð því ég vil taka þátt í að breyta stjórnmálum. Ég set x við A á morgun.

Arnbjörn Ólafsson

Höfundur skipar annað sæti á lista Bjartar framtíðar í Suðurkjördæmi





Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×