Fótbolti

Heimir sagður vera í Færeyjum í viðræðum við HB

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir stýrði FH í áratug með frábærum árangri.
Heimir stýrði FH í áratug með frábærum árangri. vísir/stefán
Færeyski vefmiðilinn in.fo heldur áfram að orða Heimi Guðjónsson, fyrrverandi þjálfara FH, við lið í Færeyjum.

In.fo birti í dag frétt þar sem fram kom að Heimir væri kominn til Færeyja til viðræðna við HB.

Fyrr í vikunni orðaði in.fo Heimi við Víking í Götu. Heimir þvertók fyrir það að hafa átt í viðræður við Víking í samtali við mbl.is.

HB er í þjálfaraleit eftir að Héðin Askham hætti. Liðið endaði í 5. sæti færeysku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Kristján Guðmundsson þjálfaði HB árið 2010 og gerði liðið að færeyskum meisturum.


Tengdar fréttir

Heimir ekki á leið til Götu

Heimir Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari FH, mun ekki taka við færeysku meisturunum í Víkingi frá Götu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×