Innlent

Kosningaspjall Vísis: Hvað segja frambjóðendur um stóru málin?

Hulda Hólmkelsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Fulltrúar allra ellefu framboða mættu í Kosningaspjall Vísis.
Fulltrúar allra ellefu framboða mættu í Kosningaspjall Vísis. Vísir/Garðar
Fulltrúar allra ellefu framboða fyrir alþingiskosningarnar sem framundan eru á laugardaginn mættu í Kosningaspjall Vísis. Þar voru þau meðal annars beðin um að taka afstöðu til stóru málanna sem koma aftur og aftur upp í umræðunni með einföldu já-i eða nei-i.

Spurningarnar sem fulltrúar flokkanna þurftu að svara voru eftirfarandi:

  1. Á að aðskilja ríki og kirkju?
  2. Er nauðsynlegt að gera breytingar á stjórnarskránni?
  3. Á Ísland að ganga í Evrópusambandið?
  4. Á að skipta um gjaldmiðil?
  5. Á að taka Rúv af auglýsingamarkaði?
  6. Vegatollar til og frá höfuðborgarsvæðinu?
  7. Flugvöllinn í Vatnsmýrinni?
  8. Viltu taka á móti fleiri flóttamönnum?
  9. Á að selja áfengi í matvöruverslunum?
Athygli vekur að frambjóðendur áttu misauðvelt með að svara með einföldu já-i eða nei-i. Hér að neðan má sjá hvernir fulltrúar flokkanna ellefu svöruðu spurningum 6-9 en hér má sjá hvernig þeir svöruðu spurningum 1-5.

Upptaka og klipping: Bjartur Sigurðsson

Grafík: Guðmundur Sigrúnarson


Tengdar fréttir

Hvað segja frambjóðendurnir um stóru málin?

Fulltrúar allra ellefu framboða fyrir alþingiskosningarnar sem framundan eru á laugardaginn mættu í Kosningaspjall Vísis. Þar voru þau meðal annars beðin um að taka afstöðu til stóru málanna sem koma aftur og aftur upp í umræðunni með einföldu já-i eða nei-i.

Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag.

Vildu sameiginlegt framboð með Sósíalistaflokknum

Alþýðufylkingin reyndi að efna til kosningabandalags með Sósíalistaflokknum og Dögun en án árangurs. Þetta sagði Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, í Kosningaspjalli Vísis í dag.

Vinnubrögðin á Alþingi ekki fólkinu að kenna

Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata.

Oddviti Dögunar: „Eigum alla möguleika að ná inn fólki“

Dögun á alla möguleika á því að ná inn fólki á þing þrátt fyrir að mælast með undir 1 prósent fylgi. Þetta segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Hún segir skoðanakannanir ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Ragnhildur var gestur lokaþáttar Kosningaspjalls Vísis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×