Getur unga fólkið tekið völdin? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 27. október 2017 12:08 „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Mér verður stundum hugsað til samtals sem ég átti við aldraða frænku mína fyrir um ári síðan. Ég í barnaskap mínum og einfeldni kom því með spurningu sem ég hélt að myndi kannski hreyfa við henni og sagði „En núna hefur sjálfstæðisflokkurinn verið við völd meira og minna í um 20 ár. Það hefur nú ekki verið gert mikið fyrir eldra fólk og öryrkja á þeim tíma. Núna síðast afnámu þeir frítekjumark af launum ellilífeyrisþega, hvað finnst þér um það ?“ Það kom smá þögn og svo sagði hún, „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ég vissi varla hvort ég ætti að hlæja eða gráta. En svo varð ég eiginlega bara pínu sorgmæddur. Þetta var þá eins og mig hafði alltaf grunað. Þeir voru áskrifendur að fylgi. Það skiptir engu máli hversu illa þeir stóðu sig fyrir almenning í landinu, hversu grímulaus spillingin er, hvernig flokknum hefur verið stjórnað af sérhagsmunaöflum og flokkseigendaklíkunni í áraraðir. Fyrir fólk með þetta viðhorf skiptir það engu máli. Það styður liðið sitt fram í rauðan dauðan. Fólk sem eyðir atkvæði sínu í flokkinn sinn án hugsunar, án þess að vega og meta á gagnrýnin hátt fyrri loforð og efndir, án þess að horfa gagnrýnum augum á það fyrir hvað hann stendur og hvert hann er að stefna er ekki bara að viðhalda ósanngjörnu valdajafnvægi heldur er það að leggja blessun sína yfir allt sem flokkurinn og forysta hans stendur fyrir. Öfugt við það sem það heldur þá er það ekki að viðhald styrk flokksins heldur er það að mola hann niður, innan frá. En svo hugsa ég um unga fólkið okkar. Það er víðsýnna en við sem eldri erum. Heimurinn er miklu minni í dag en fyrir 20 árum og hann heldur áfram að minnka. Það sér heiminn öðruvísi en við. Það gerir sér grein fyrir að það hefur val. Það þarf ekki að búa hérna á Íslandi frekar en það vill í framtíðinni. Það þarf ekki að leggja blessun sína yfir hvað sem er til að komast áfram í lífinu. Það hefur sterka réttlætiskennd og lítið þol gagnvart spillingu, það vill jöfnuð, réttlæti og heiðarleika. Þetta er framtíðin, þetta er fólkið sem hefur tækifærið til að breyta til hins betra. Þetta er fólkið sem mun sennilega segja í framtíðinni ef sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að vera eins og hann er í dag „Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn, ég kaus aldrei sjálfstæðisflokkinn og hefði aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn“ En aðeins, og bara aðeins, ef þau mæta á kjörstað og kjósa. Kjósa nýja framtíð fyrir sig og sína...og kannski líka fyrir okkur hin sem viljum sjá Ísland rísa upp úr niðurlægingu og spillingu síðastu áratuga og taka stefnuna fram á veginn. Sigurjón Vídalín, jarðfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Mér verður stundum hugsað til samtals sem ég átti við aldraða frænku mína fyrir um ári síðan. Ég í barnaskap mínum og einfeldni kom því með spurningu sem ég hélt að myndi kannski hreyfa við henni og sagði „En núna hefur sjálfstæðisflokkurinn verið við völd meira og minna í um 20 ár. Það hefur nú ekki verið gert mikið fyrir eldra fólk og öryrkja á þeim tíma. Núna síðast afnámu þeir frítekjumark af launum ellilífeyrisþega, hvað finnst þér um það ?“ Það kom smá þögn og svo sagði hún, „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ég vissi varla hvort ég ætti að hlæja eða gráta. En svo varð ég eiginlega bara pínu sorgmæddur. Þetta var þá eins og mig hafði alltaf grunað. Þeir voru áskrifendur að fylgi. Það skiptir engu máli hversu illa þeir stóðu sig fyrir almenning í landinu, hversu grímulaus spillingin er, hvernig flokknum hefur verið stjórnað af sérhagsmunaöflum og flokkseigendaklíkunni í áraraðir. Fyrir fólk með þetta viðhorf skiptir það engu máli. Það styður liðið sitt fram í rauðan dauðan. Fólk sem eyðir atkvæði sínu í flokkinn sinn án hugsunar, án þess að vega og meta á gagnrýnin hátt fyrri loforð og efndir, án þess að horfa gagnrýnum augum á það fyrir hvað hann stendur og hvert hann er að stefna er ekki bara að viðhalda ósanngjörnu valdajafnvægi heldur er það að leggja blessun sína yfir allt sem flokkurinn og forysta hans stendur fyrir. Öfugt við það sem það heldur þá er það ekki að viðhald styrk flokksins heldur er það að mola hann niður, innan frá. En svo hugsa ég um unga fólkið okkar. Það er víðsýnna en við sem eldri erum. Heimurinn er miklu minni í dag en fyrir 20 árum og hann heldur áfram að minnka. Það sér heiminn öðruvísi en við. Það gerir sér grein fyrir að það hefur val. Það þarf ekki að búa hérna á Íslandi frekar en það vill í framtíðinni. Það þarf ekki að leggja blessun sína yfir hvað sem er til að komast áfram í lífinu. Það hefur sterka réttlætiskennd og lítið þol gagnvart spillingu, það vill jöfnuð, réttlæti og heiðarleika. Þetta er framtíðin, þetta er fólkið sem hefur tækifærið til að breyta til hins betra. Þetta er fólkið sem mun sennilega segja í framtíðinni ef sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að vera eins og hann er í dag „Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn, ég kaus aldrei sjálfstæðisflokkinn og hefði aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn“ En aðeins, og bara aðeins, ef þau mæta á kjörstað og kjósa. Kjósa nýja framtíð fyrir sig og sína...og kannski líka fyrir okkur hin sem viljum sjá Ísland rísa upp úr niðurlægingu og spillingu síðastu áratuga og taka stefnuna fram á veginn. Sigurjón Vídalín, jarðfræðingur
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar