„Þetta er grófasta aðför að lýðræðislegu framboði um árabil“ Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2017 12:00 Þorvaldur og Pálmey eru óhress með fjölmiðla, ekki síst hann Heiðar Örn og RÚV, reyndar ólgar og kraumar í þeim reiðin því þeim er ekki boðið í þáttinn í kvöld. Stjórnmálaflokkarnir Dögun og Alþýðufylkingin hafa sent frá sér afar harðorðar yfirlýsingar þar sem fram kemur að fjölmiðlar hafi brugðist lýðræðislegu hlutverki sínu, einkum RÚV sem ætlar ekki að bjóða fulltrúum þessara flokka í leiðtogaumræðurnar í kvöld. Heiðar Örn Sigurfinnsson, ritstjóri kosningaumfjöllunar Ríkisútvarpsins, telur þessa gagnrýni ekki maklega og telur RÚV hafa sinnt þessum framboðum með miklum ágætum.Nú tekur steininn úr„Nú tekur steininn úr: RÚV hefur ákveðið að banna Alþýðufylkingunni að taka þátt í síðari leiðtogaumræðu í sjónvarpi, án þess að neinnar málefnalegrar ástæðu sé getið,“ segir í yfirlýsingu Alþýðufylkingarinnar hvar Þorvaldur Þorvaldsson er formaður.Þá hefur Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar, skrifað pistil sem birtist á Vísi nú í morgun, um málið. „Sendið RÚV tölvupóst. Tjáið ykkur á Facebook. Nefnið það í þættinum í kvöld að þið hefðuð viljað að við værum líka með. Eða, ef þið þorið því, neitið að taka þátt í útskúfun okkar,“ segir í ákalli Vésteins til annarra stjórnmálaleiðtoga. En, aftur að yfirlýsingunni sem barst steint í gærkvöldi. „Þessi þáttur er kvöldið fyrir kosningar og er trúlega sá einstaki útsendingarliður kosningaumfjöllunarinnar sem skiptir mestu um úrslit kosninganna. Að banna okkur þátttöku er gróf aðför að lýðræðislegu framboði. Um leið er það aðför að sjálfu lýðræðinu í landinu, þar sem það hlýtur að vera ein af forsendum lýðræðisins að kjósendur geti jafnauðveldlega myndað sér skoðun á boðskap þeirra flokka sem bjóða fram!“Gróf aðför að lýðræðislegu framboðiYfirlýsing Dögunar er í megindráttum samstofna: „Með ákvörðun Rúv, að synja framboðinu um þátttöku í lokaumræðum kvöldið fyrir kosningar, tekur steininn úr. Þetta er grófasta aðför að lýðræðislegu framboði um árabil. Það hlýtur að vera ein af forsendum lýðræðisins að kjósendur geti jafnauðveldlega myndað sér skoðun á boðskap þeirra flokka sem bjóða fram!“ Heiðar Örn Sigurfinnsson er ritstjóri kosningasjónvarps RÚV og hann segir, þegar Vísir bar hinar harðorðu yfirlýsingar undir hann, að þau hafi reyndar farið yfir rökin sem að baki búa með framboðunum. Ákveðið var að takmarka þátttöku við þau framboð sem bjóða fram á landsvísu, það er í öllum kjördæmum.Vilja fara á dýptina„Við erum í fyrsta lagi að hugsa um áhorfendur, það er að segja viljum við takmarka fjöldann svo hægt sé að fara meira á dýptina í umræðunum, sem gerist þegar færri frekar en fleiri eru í setti,“ segir Heiðar Örn. „Þarna erum við meðal annars að bregðast við gagnrýni sem sett hefur verið fram á svona umræðuþætti meðal annars í skýrslu ÖSE, eftir alþingiskosningarnar 2013. Svo sjáum við líka, í löndunum í kringum okkur, eru allskonar aðferðir notaðar við að velja í svona þætti á ríkisstöðvunum, meðal annars á Norðurlöndunum.“Megnasta vanþóknunSem áður sagði eru yfirlýsingar Dögunar og Alþýðufylkingarinnar harðorðar og þær snúa ekki aðeins að RÚV.Dögun lýsir yfir megnustu vanþóknun á þeirri mismunun sem framboðið hefur orðið fyrir af hálfu bæði fjölmiðla og félagasamtaka. Svo segir í yfirlýsingu Dögunar sem Pálmey Gísladóttir formaður skrifar undir. „Við höfnum þeim viðbárum að ekki taki því að hlusta á flokka sem mælast með lítið fylgi í skoðanakönnunum.“ Og hún heldur áfram: „Þvert á móti getur vel verið að sá háttur að sniðganga flokka á borð við Dögun, á fundum og í fjölmiðlaumfjöllun, stuðli eimmitt að því að boðskapur flokksins fái ekki tilhlýðilega athygli og kjósendur eigi því erfiðara með að mynda sér skoðun á honum.“Þorvaldur og Pálmey ítrekað í fjölmiðlumHeiðar Örn vísar á bug þeim hluta gagnrýninnar sem snýr að umfjöllun fjölmiðla almennt. „Ég tek það ekki til mín eða RÚV að þessir flokkar hafi orðið fyrir mismunun eða þöggun í fjölmiðlum. Báðir flokkar hafa hingað til fengið mjög góða kynningu hjá okkur, þeir voru í fyrri leiðtogaumræðum. Og svo hafa báðir mætt í forystusætið. Þeir voru báðir í fjórum málefnaþáttum. Og báðir í kjördæmaþáttum í útvarpi. Dögun í einum kjördæmaþætti og Alþýðufylkingin í fjórum. Síðan höfum við verið að sýna kynningarefni frá öllum framboðum, meðal annars frá þeim. Svo erum við með umfjöllun um þessa flokka sem og aðra á kosningavefnum okkar,“ segir Heiðar Örn. ...Uppfært 13:10 Fyrir mistök í umbroti birtist upphaflega með þessari frétt mynd af Helgu Þórðardóttur, fyrrverandi formanni Dögunar, en ekki Pálmey Gísladóttur, núverandi formanni. Eru þær Helga, Pálmey og lesendur beðnir velvirðingar á þessum ruglingi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Opið bréf til forystumanna stjórnmálaflokkanna Það vita líklega allir að fyrir flokk eins og Alþýðufylkinguna er framboð meiriháttar átak, því meira sem fyrirvarinn er styttri. 27. október 2017 11:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir Dögun og Alþýðufylkingin hafa sent frá sér afar harðorðar yfirlýsingar þar sem fram kemur að fjölmiðlar hafi brugðist lýðræðislegu hlutverki sínu, einkum RÚV sem ætlar ekki að bjóða fulltrúum þessara flokka í leiðtogaumræðurnar í kvöld. Heiðar Örn Sigurfinnsson, ritstjóri kosningaumfjöllunar Ríkisútvarpsins, telur þessa gagnrýni ekki maklega og telur RÚV hafa sinnt þessum framboðum með miklum ágætum.Nú tekur steininn úr„Nú tekur steininn úr: RÚV hefur ákveðið að banna Alþýðufylkingunni að taka þátt í síðari leiðtogaumræðu í sjónvarpi, án þess að neinnar málefnalegrar ástæðu sé getið,“ segir í yfirlýsingu Alþýðufylkingarinnar hvar Þorvaldur Þorvaldsson er formaður.Þá hefur Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar, skrifað pistil sem birtist á Vísi nú í morgun, um málið. „Sendið RÚV tölvupóst. Tjáið ykkur á Facebook. Nefnið það í þættinum í kvöld að þið hefðuð viljað að við værum líka með. Eða, ef þið þorið því, neitið að taka þátt í útskúfun okkar,“ segir í ákalli Vésteins til annarra stjórnmálaleiðtoga. En, aftur að yfirlýsingunni sem barst steint í gærkvöldi. „Þessi þáttur er kvöldið fyrir kosningar og er trúlega sá einstaki útsendingarliður kosningaumfjöllunarinnar sem skiptir mestu um úrslit kosninganna. Að banna okkur þátttöku er gróf aðför að lýðræðislegu framboði. Um leið er það aðför að sjálfu lýðræðinu í landinu, þar sem það hlýtur að vera ein af forsendum lýðræðisins að kjósendur geti jafnauðveldlega myndað sér skoðun á boðskap þeirra flokka sem bjóða fram!“Gróf aðför að lýðræðislegu framboðiYfirlýsing Dögunar er í megindráttum samstofna: „Með ákvörðun Rúv, að synja framboðinu um þátttöku í lokaumræðum kvöldið fyrir kosningar, tekur steininn úr. Þetta er grófasta aðför að lýðræðislegu framboði um árabil. Það hlýtur að vera ein af forsendum lýðræðisins að kjósendur geti jafnauðveldlega myndað sér skoðun á boðskap þeirra flokka sem bjóða fram!“ Heiðar Örn Sigurfinnsson er ritstjóri kosningasjónvarps RÚV og hann segir, þegar Vísir bar hinar harðorðu yfirlýsingar undir hann, að þau hafi reyndar farið yfir rökin sem að baki búa með framboðunum. Ákveðið var að takmarka þátttöku við þau framboð sem bjóða fram á landsvísu, það er í öllum kjördæmum.Vilja fara á dýptina„Við erum í fyrsta lagi að hugsa um áhorfendur, það er að segja viljum við takmarka fjöldann svo hægt sé að fara meira á dýptina í umræðunum, sem gerist þegar færri frekar en fleiri eru í setti,“ segir Heiðar Örn. „Þarna erum við meðal annars að bregðast við gagnrýni sem sett hefur verið fram á svona umræðuþætti meðal annars í skýrslu ÖSE, eftir alþingiskosningarnar 2013. Svo sjáum við líka, í löndunum í kringum okkur, eru allskonar aðferðir notaðar við að velja í svona þætti á ríkisstöðvunum, meðal annars á Norðurlöndunum.“Megnasta vanþóknunSem áður sagði eru yfirlýsingar Dögunar og Alþýðufylkingarinnar harðorðar og þær snúa ekki aðeins að RÚV.Dögun lýsir yfir megnustu vanþóknun á þeirri mismunun sem framboðið hefur orðið fyrir af hálfu bæði fjölmiðla og félagasamtaka. Svo segir í yfirlýsingu Dögunar sem Pálmey Gísladóttir formaður skrifar undir. „Við höfnum þeim viðbárum að ekki taki því að hlusta á flokka sem mælast með lítið fylgi í skoðanakönnunum.“ Og hún heldur áfram: „Þvert á móti getur vel verið að sá háttur að sniðganga flokka á borð við Dögun, á fundum og í fjölmiðlaumfjöllun, stuðli eimmitt að því að boðskapur flokksins fái ekki tilhlýðilega athygli og kjósendur eigi því erfiðara með að mynda sér skoðun á honum.“Þorvaldur og Pálmey ítrekað í fjölmiðlumHeiðar Örn vísar á bug þeim hluta gagnrýninnar sem snýr að umfjöllun fjölmiðla almennt. „Ég tek það ekki til mín eða RÚV að þessir flokkar hafi orðið fyrir mismunun eða þöggun í fjölmiðlum. Báðir flokkar hafa hingað til fengið mjög góða kynningu hjá okkur, þeir voru í fyrri leiðtogaumræðum. Og svo hafa báðir mætt í forystusætið. Þeir voru báðir í fjórum málefnaþáttum. Og báðir í kjördæmaþáttum í útvarpi. Dögun í einum kjördæmaþætti og Alþýðufylkingin í fjórum. Síðan höfum við verið að sýna kynningarefni frá öllum framboðum, meðal annars frá þeim. Svo erum við með umfjöllun um þessa flokka sem og aðra á kosningavefnum okkar,“ segir Heiðar Örn. ...Uppfært 13:10 Fyrir mistök í umbroti birtist upphaflega með þessari frétt mynd af Helgu Þórðardóttur, fyrrverandi formanni Dögunar, en ekki Pálmey Gísladóttur, núverandi formanni. Eru þær Helga, Pálmey og lesendur beðnir velvirðingar á þessum ruglingi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Opið bréf til forystumanna stjórnmálaflokkanna Það vita líklega allir að fyrir flokk eins og Alþýðufylkinguna er framboð meiriháttar átak, því meira sem fyrirvarinn er styttri. 27. október 2017 11:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Opið bréf til forystumanna stjórnmálaflokkanna Það vita líklega allir að fyrir flokk eins og Alþýðufylkinguna er framboð meiriháttar átak, því meira sem fyrirvarinn er styttri. 27. október 2017 11:15