Stöðvum brotthvarf úr heilbrigðisgeiranum Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 27. október 2017 12:00 Skilgreina þarf mönnunarþörf hverrar einingar innan heilbrigðiskerfisins og meta áhættuþætti vegna mönnunar. Eitt aðal viðfangsefni heilbrigðisstarfsmanna er að veita líkamlegum og andlega sjúkum einstaklingun umönnun. En þetta á ekki einungis við um þá veiku einstaklinga sem þeir sinna, heldur einnig gagnvart samstarfsaðilum. Í dag ríkir ekki ágreiningur um mikilvægi þess að hafa hæft starfsfólk sem sinnir störfum sínum af alúð og á sem árangursríkastan hátt hverju sinni. Það að hafa gott starfsfólk í vinnu skiptir sköpum því mannauðurinn er dýrmætasta eign hverrar skipulagsheildar. Launakjör, vinnuaðstæður, samskipti og starfsþróun eru helstu þættirnir sem starfsfólk innan heilbrigðisgeirans horfir til. Hætta er á starfsóánægju og brotthvarfi úr starfi ef þetta fernt er stöðugt í ólagi, en því miður er það nú þegar að gerast. Við hljótum öll að vera samhuga um, að hlúa þurfi betur að heilbrigðisstarfsfólki. Sem dæmi má nefna hjúkrunarfræðinga, en þeir sem eru nýútskrifaðir vilja helst ekki starfa við hjúkrun vegna bágra starfskjara. Ofan á það bætist svo við brotthvarf vegna aldurs og veikinda. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á þeirri vakt sem þeir taka og ef einhver mistök eiga sér stað. Því er afar mikilvægt að mönnun sé ekki þannig að hún stofni öryggi allra í hættu. Það er afar mikilvægt að farið sé hið fyrsta í að skilgreina mönnunarþörf hverrar einingar innan heilbrigðiskerfisins og þá sér í lagi hver hættumörkin séu. Við hjá Miðflokknum ætlum að taka á þessum vanda með beinum aðgerðum og leitast eftir samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk um úrbætur á þessu. Sú vinna verður okkur öllum til hagsbóta.Sólveig Bjarney Daníelsdóttir starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á geðsviði Landspítalans og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Skilgreina þarf mönnunarþörf hverrar einingar innan heilbrigðiskerfisins og meta áhættuþætti vegna mönnunar. Eitt aðal viðfangsefni heilbrigðisstarfsmanna er að veita líkamlegum og andlega sjúkum einstaklingun umönnun. En þetta á ekki einungis við um þá veiku einstaklinga sem þeir sinna, heldur einnig gagnvart samstarfsaðilum. Í dag ríkir ekki ágreiningur um mikilvægi þess að hafa hæft starfsfólk sem sinnir störfum sínum af alúð og á sem árangursríkastan hátt hverju sinni. Það að hafa gott starfsfólk í vinnu skiptir sköpum því mannauðurinn er dýrmætasta eign hverrar skipulagsheildar. Launakjör, vinnuaðstæður, samskipti og starfsþróun eru helstu þættirnir sem starfsfólk innan heilbrigðisgeirans horfir til. Hætta er á starfsóánægju og brotthvarfi úr starfi ef þetta fernt er stöðugt í ólagi, en því miður er það nú þegar að gerast. Við hljótum öll að vera samhuga um, að hlúa þurfi betur að heilbrigðisstarfsfólki. Sem dæmi má nefna hjúkrunarfræðinga, en þeir sem eru nýútskrifaðir vilja helst ekki starfa við hjúkrun vegna bágra starfskjara. Ofan á það bætist svo við brotthvarf vegna aldurs og veikinda. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á þeirri vakt sem þeir taka og ef einhver mistök eiga sér stað. Því er afar mikilvægt að mönnun sé ekki þannig að hún stofni öryggi allra í hættu. Það er afar mikilvægt að farið sé hið fyrsta í að skilgreina mönnunarþörf hverrar einingar innan heilbrigðiskerfisins og þá sér í lagi hver hættumörkin séu. Við hjá Miðflokknum ætlum að taka á þessum vanda með beinum aðgerðum og leitast eftir samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk um úrbætur á þessu. Sú vinna verður okkur öllum til hagsbóta.Sólveig Bjarney Daníelsdóttir starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á geðsviði Landspítalans og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar