7 ráðleggingar til verðandi þingmanna Kjartan Þór Ragnarsson skrifar 27. október 2017 11:00 Nú fer að líða að lokum kosningabaráttunnar þar sem kosið verður til nýs þings. Mig langar því að nýta tækifærið og koma áleiðis nokkrum af þeim viðhorfum sem ég hef lagt mig fram um að tileinka mér í störfum mínum eftir bestu getu. Það er von mín að þessi ráð megi gagnast verðandi þingmönnum og geti orðið þeim gott veganesti í störfum þeirra á komandi Alþingi okkur öllum til heilla.1. Sýndu auðmýkt Gerðu þér grein fyrir því að þú ert þjónn samfélagsins en ekki herra þess. Þú ferð í raun og veru ekki með nein völd heldur aðeins umboð frá kjósendum þínum til þess að finna lausnir og greiða úr vandamálum samfélagsins, og með því, gera það betra. Stígðu bara niður af háa hestinum þínum og farðu að vinna af auðmýkt fyrir fólkið sem borgar launin þín og þú munt sjá að fólk mun meta þig og störf þín meira fyrir vikið.2. Heiðarleiki borgar sig Þetta gæti verið erfitt fyrir suma en hafðu það í huga að jafnvel þótt þú sért háll eins og áll og skreytir þig með fjöðrum, þá kemur óheiðarleikinn að lokum í bakið á þér. Það kostar líka allt of mikla orku og stress að fela slóðir og spinna vefi. Með heiðarleika skaparðu traust og virðingu og þannig færðu samvinnu og stuðning annarra til þess að koma málum þínum og sjónarmiðum á framfæri. Ekki skemma fyrir þér að óþörfu því það borgar sig fyrir þig og alla aðra að koma hreint fram.3. Axlaðu ábyrgð Það er ofsalega auðvelt að gagnrýna allt og alla og rífa niður en þú þarft að geta axlað ábyrgð á starfi þínu til þess að ná fram breytingum til hins betra. Það skilar samfélaginu engu að sitja á hliðarlínunni og eyða allri orkunni í að röfla í sífellu um allt og ekkert. Þér kann ef til vill að þykja það yfirþyrmandi að þurfa að taka afstöðu og sitja undir gagnrýni annarra fyrir störf þín en láttu það ekki ræna þig svefni og mundu að orð ein og sér eru einskis verð en gjörðir segja allt.4. Lærðu að viðurkenna mistök Það er mannlegt að gera mistök en það er stórmannlegt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Þegar þú klúðrar málunum skaltu horfast í augu við það, viðurkenna mistök fortíðar og leiðrétta eins vel og þú getur. Slepptu því að fegra slæmar ákvarðanir eða reyna að kjafta þig út úr klúðrinu. Sýndu kjósendum þá virðingu að þú sjáir sannarlega eftir mistökum þínum og bættu einlæglega fyrir þau.5. Ekki vera hræsnari Það er fátt meira ótraustvekjandi en fólk sem segir eitt og gerir annað. Láttu það því vera að slá fram innihaldslausum loforðum sem þú ætlar þér aldrei að standa við. Ef þú þykist vera að berjast fyrir einhverju þá skaltu gera það af heilum hug og sýna það raunverulega í verki en ekki kúvenda og snúast á öndverða sveif þegar það hentar þér. Stígðu fram fyrir skjöldu og komdu hreint fram um það hvað þú raunverulega stendur fyrir. Kjósendur munu sjá í gegnum blekkingar svo slepptu því að slá ryki í augu þeirra.6. Hugsaðu út fyrir kassann Samfélagið er flóknara en þú heldur svo forðastu að festast í þröngum stefnum og sérhagsmunum um hvað sé það eina rétta. Það eru sjaldnast til einfaldar töfralausnir á vandamálum samfélagins og því óþarfi að takmarka sig með einstrenginslegri þröngsýni. Slepptu bara af þér beislinu og leyfðu ímyndunaraflinu að leika frjálst. Skoðaðu öll sjónarmið og leitaðu allra leiða í sambandi við aðra því þú gætir fundið raunverulegar lausnir og leiðir sem virka. Það skiptir nefnilega engu máli hvaðan góðar hugmyndir koma svo fremi sem þær verði til gagns.7. Farðu að hlusta og vinna með öðrum Stundum er best að tala minna og hlusta meira. Þú ert ekki alvitur svo ekki bregðast ókvæða við í hvert sinn sem einhver er ósammála þér. Það er allt í lagi þótt fólk hafi aðrar skoðanir en þú og þú hefur gott af því að hlusta á og læra að skilja og meðtaka önnur sjónarmið. Leggðu þig fram um það á hverjum degi að hlusta á ólíkar þarfir fólks. Ræddu málin af einlægni við aðra og leitaðu sameiginlegra lausna. Starfið þitt snýst nefnilega ekki um þig og þína persónu heldur samfélagið okkar allra svo vinsamlegast farðu að starfa fyrir það af fullri alvöru. Með vinsemd og virðingu, Kjartan Þór Ragnarsson.Höfundur er framhaldsskólakennari og í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Nú fer að líða að lokum kosningabaráttunnar þar sem kosið verður til nýs þings. Mig langar því að nýta tækifærið og koma áleiðis nokkrum af þeim viðhorfum sem ég hef lagt mig fram um að tileinka mér í störfum mínum eftir bestu getu. Það er von mín að þessi ráð megi gagnast verðandi þingmönnum og geti orðið þeim gott veganesti í störfum þeirra á komandi Alþingi okkur öllum til heilla.1. Sýndu auðmýkt Gerðu þér grein fyrir því að þú ert þjónn samfélagsins en ekki herra þess. Þú ferð í raun og veru ekki með nein völd heldur aðeins umboð frá kjósendum þínum til þess að finna lausnir og greiða úr vandamálum samfélagsins, og með því, gera það betra. Stígðu bara niður af háa hestinum þínum og farðu að vinna af auðmýkt fyrir fólkið sem borgar launin þín og þú munt sjá að fólk mun meta þig og störf þín meira fyrir vikið.2. Heiðarleiki borgar sig Þetta gæti verið erfitt fyrir suma en hafðu það í huga að jafnvel þótt þú sért háll eins og áll og skreytir þig með fjöðrum, þá kemur óheiðarleikinn að lokum í bakið á þér. Það kostar líka allt of mikla orku og stress að fela slóðir og spinna vefi. Með heiðarleika skaparðu traust og virðingu og þannig færðu samvinnu og stuðning annarra til þess að koma málum þínum og sjónarmiðum á framfæri. Ekki skemma fyrir þér að óþörfu því það borgar sig fyrir þig og alla aðra að koma hreint fram.3. Axlaðu ábyrgð Það er ofsalega auðvelt að gagnrýna allt og alla og rífa niður en þú þarft að geta axlað ábyrgð á starfi þínu til þess að ná fram breytingum til hins betra. Það skilar samfélaginu engu að sitja á hliðarlínunni og eyða allri orkunni í að röfla í sífellu um allt og ekkert. Þér kann ef til vill að þykja það yfirþyrmandi að þurfa að taka afstöðu og sitja undir gagnrýni annarra fyrir störf þín en láttu það ekki ræna þig svefni og mundu að orð ein og sér eru einskis verð en gjörðir segja allt.4. Lærðu að viðurkenna mistök Það er mannlegt að gera mistök en það er stórmannlegt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Þegar þú klúðrar málunum skaltu horfast í augu við það, viðurkenna mistök fortíðar og leiðrétta eins vel og þú getur. Slepptu því að fegra slæmar ákvarðanir eða reyna að kjafta þig út úr klúðrinu. Sýndu kjósendum þá virðingu að þú sjáir sannarlega eftir mistökum þínum og bættu einlæglega fyrir þau.5. Ekki vera hræsnari Það er fátt meira ótraustvekjandi en fólk sem segir eitt og gerir annað. Láttu það því vera að slá fram innihaldslausum loforðum sem þú ætlar þér aldrei að standa við. Ef þú þykist vera að berjast fyrir einhverju þá skaltu gera það af heilum hug og sýna það raunverulega í verki en ekki kúvenda og snúast á öndverða sveif þegar það hentar þér. Stígðu fram fyrir skjöldu og komdu hreint fram um það hvað þú raunverulega stendur fyrir. Kjósendur munu sjá í gegnum blekkingar svo slepptu því að slá ryki í augu þeirra.6. Hugsaðu út fyrir kassann Samfélagið er flóknara en þú heldur svo forðastu að festast í þröngum stefnum og sérhagsmunum um hvað sé það eina rétta. Það eru sjaldnast til einfaldar töfralausnir á vandamálum samfélagins og því óþarfi að takmarka sig með einstrenginslegri þröngsýni. Slepptu bara af þér beislinu og leyfðu ímyndunaraflinu að leika frjálst. Skoðaðu öll sjónarmið og leitaðu allra leiða í sambandi við aðra því þú gætir fundið raunverulegar lausnir og leiðir sem virka. Það skiptir nefnilega engu máli hvaðan góðar hugmyndir koma svo fremi sem þær verði til gagns.7. Farðu að hlusta og vinna með öðrum Stundum er best að tala minna og hlusta meira. Þú ert ekki alvitur svo ekki bregðast ókvæða við í hvert sinn sem einhver er ósammála þér. Það er allt í lagi þótt fólk hafi aðrar skoðanir en þú og þú hefur gott af því að hlusta á og læra að skilja og meðtaka önnur sjónarmið. Leggðu þig fram um það á hverjum degi að hlusta á ólíkar þarfir fólks. Ræddu málin af einlægni við aðra og leitaðu sameiginlegra lausna. Starfið þitt snýst nefnilega ekki um þig og þína persónu heldur samfélagið okkar allra svo vinsamlegast farðu að starfa fyrir það af fullri alvöru. Með vinsemd og virðingu, Kjartan Þór Ragnarsson.Höfundur er framhaldsskólakennari og í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun