Erlent

Framtíð forsetans ræðst í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Carles Puigdemont yfirgefur hér þingsal Katalóna i gærkvöldi.
Carles Puigdemont yfirgefur hér þingsal Katalóna i gærkvöldi. Vísir/Getty
Efri deild spænska þingsins ræðir í dag áætlun stjórnvalda í Madríd sem miðar að því að draga úr sjálfsstjórn Katalóna, eftir sjálfstæðistilburði þar síðustu mánuði og ár, sem enduðu í ólöglegum kosningum um málið og átökum við lögreglu.

Stjórnarskrá Spánar heimilar, samkvæmt 155. greininni, að svipta Katalóníu allri sjálfsstjórn en fjölmiðla ytra efast þó um að spænska þingið ákveði að fara þá leið. 

Búist er við að efri deildin samþykki áætlunina, en í henni felst meðal annars að forseti Katalóníuhéraðs, Carles Puigdemont, verði rekinn. Á meðan situr þing Katalóna og ræðir sín viðbrögð.

Talið var í gær að Puigdemont myndi leika millileik og boða til kosninga á héraðsþinginu en svo fór ekki og nú er það undir þinginu komið hvort það lýsi einhliða yfir sjálfstæði frá Spáni.
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×