Framsókn úti á höfuðborgarsvæðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. október 2017 06:00 Lilja Dögg Alfreðsdóttir missir sæti sitt ef marka má könnunina. Vísir/Ernir Enginn frambjóðandi Framsóknarflokksins í höfuðborgarsvæðiskjördæmunum þremur nær inn á þing og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, missir sæti sitt ef marka má skoðanakönnun fréttastofu 365. Samkvæmt könnuninni er Lilja allnokkru frá því að halda sæti sínu á þingi. Hún segir þó flokkinn eiga mikið inni. „Ég er í baráttuhug og vongóð. Á kjördag fyrir ári vorum við að mælast með fjögur prósent í Reykjavík suður en við enduðum með yfir sjö prósent og ég var inni. Nú er maður bara á fullu og heldur áfram að kynna málefnin,“ segir Lilja.Benedikt Jóhannesson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.Þó verður að setja þann fyrirvara við útreikninga Fréttablaðsins að könnunin skiptir Reykjavíkurkjördæmunum ekki í tvennt og er því ekki útilokað að fylgið sé mismunandi á milli kjördæma. Jafnframt er úrtakið í landsbyggðarkjördæmunum minna en á höfuðborgarsvæðinu og vikmörkin því hærri. Þá getur minnsta sveifla breytt því hverjir fá jöfnunarsæti. Öfugt við Framsóknarflokkinn stefnir í að Viðreisn nái ekki inn mönnum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Myndu Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður, og Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður því missa sæti sín. Hins vegar myndu allir þingmenn flokksins í höfuðborgarsvæðiskjördæmunum halda sætum sínum samkvæmt könnuninni. Athygli vekur að þótt Flokkur fólksins mælist úti á landsvísu, undir fimm prósenta þröskuldinum og því án möguleika á jöfnunarþingmanni, vantar bara örfá atkvæði til þess að oddviti hans í Suðurkjördæmi, Karl Gauti Hjaltason, nái inn. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins sem byggjast á könnuninni vantar einungis 23 atkvæði þar upp á og er því sannarlega mjótt á munum. Svo gæti einnig farið að Rúnar Gíslason, frambjóðandi Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, setji Íslandsmet og verði yngsti kjörni þingmaður lýðveldissögunnar. Rúnar er fæddur árið 1996 en hann mælist inni með einungis einu atkvæði meira en Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Enginn frambjóðandi Framsóknarflokksins í höfuðborgarsvæðiskjördæmunum þremur nær inn á þing og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, missir sæti sitt ef marka má skoðanakönnun fréttastofu 365. Samkvæmt könnuninni er Lilja allnokkru frá því að halda sæti sínu á þingi. Hún segir þó flokkinn eiga mikið inni. „Ég er í baráttuhug og vongóð. Á kjördag fyrir ári vorum við að mælast með fjögur prósent í Reykjavík suður en við enduðum með yfir sjö prósent og ég var inni. Nú er maður bara á fullu og heldur áfram að kynna málefnin,“ segir Lilja.Benedikt Jóhannesson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.Þó verður að setja þann fyrirvara við útreikninga Fréttablaðsins að könnunin skiptir Reykjavíkurkjördæmunum ekki í tvennt og er því ekki útilokað að fylgið sé mismunandi á milli kjördæma. Jafnframt er úrtakið í landsbyggðarkjördæmunum minna en á höfuðborgarsvæðinu og vikmörkin því hærri. Þá getur minnsta sveifla breytt því hverjir fá jöfnunarsæti. Öfugt við Framsóknarflokkinn stefnir í að Viðreisn nái ekki inn mönnum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Myndu Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður, og Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður því missa sæti sín. Hins vegar myndu allir þingmenn flokksins í höfuðborgarsvæðiskjördæmunum halda sætum sínum samkvæmt könnuninni. Athygli vekur að þótt Flokkur fólksins mælist úti á landsvísu, undir fimm prósenta þröskuldinum og því án möguleika á jöfnunarþingmanni, vantar bara örfá atkvæði til þess að oddviti hans í Suðurkjördæmi, Karl Gauti Hjaltason, nái inn. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins sem byggjast á könnuninni vantar einungis 23 atkvæði þar upp á og er því sannarlega mjótt á munum. Svo gæti einnig farið að Rúnar Gíslason, frambjóðandi Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, setji Íslandsmet og verði yngsti kjörni þingmaður lýðveldissögunnar. Rúnar er fæddur árið 1996 en hann mælist inni með einungis einu atkvæði meira en Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00