Gestrisni bóndinn erfir ekki flótta Sigmundar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. október 2017 06:00 Þótt Sigmundur Davíð hafi sagt skilið við Framsókn er hann enn velkominn á Hrafnabjörgum með lögheimilisskráningu sína. vísir/Ernir „Við Sigmundur höfum frá upphafi hans í pólitík alltaf verið samherjar,“ segir Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð sem hefur verið ein umtalaðasta jörð stjórnmálanna hin síðari ár. Ástæðan er sú að vorið 2013 flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, lögheimili sitt á bæinn Hrafnabjörg 3 og bauð sig fram í Norðausturkjördæmi. Jónas tók fagnandi á móti foringjanum þá enda ætíð verið mikill Framsóknarmaður. Þrátt fyrir að vera langt í frá einsdæmi í íslenskum stjórnmálum þá vakti lögheimilisskráning Sigmundar Davíðs mikla athygli á sínum tíma og töluvert um hana fjallað í fjölmiðlum enda heldur Sigmundur heimili í reisulegu húsi í Garðabæ. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort afstaða Framsóknarmannsins Jónasar á Hrafnabjörgum til lögheimilisskráningar Sigmundar á bæ hans hefði eitthvað breyst í ljósi þess að hann hefur nú stofnað Miðflokkinn og hoggið skarð í raðir Framsóknarflokksins og fylgi hans. Jónas hlær dátt þegar blaðamaður ber upp erindið. Segir hann Sigmund ávallt velkominn enda þeir ávallt verið samherjar, þó bóndinn hafi ekki gengið jafn langt og margir flokksfélagar hans og skráð sig úr Framsóknarflokknum. Römm er sú taug. „Ég hef nú ekkert gert í því að segja mig úr Framsókn og ganga í nýja flokkinn en við erum jafn miklir félagar fyrir því. Sigmundur er enn velkominn hér og er auðvitað skráður á framboðslista hér í kjördæminu. Þetta hefur allt sinn gang eins og gengur og þegar menn lenda svona illilega upp á kant þá getur komið upp erfið staða,“ segir Jónas um brotthvarf Sigmundar úr Framsókn. En hefur Sigmundur komið í heimsókn á lögheimili sitt nýlega? „Já, ég verð að segja frá því að það er svona hálfur mánuður síðan hann kíkti hérna við hjá mér.“ Aðspurður hvort hann sé nokkuð farinn að rukka foringjann um leigu nú þegar hann er horfinn úr Framsóknarflokknum hlær Jónas. „Nei, nei. Það er mér að meinalausu þótt hann sé með lögheimili hjá mér,“ segir þekktasti lögheimilisgestgjafi landsins að lokum léttur í bragði. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Við Sigmundur höfum frá upphafi hans í pólitík alltaf verið samherjar,“ segir Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð sem hefur verið ein umtalaðasta jörð stjórnmálanna hin síðari ár. Ástæðan er sú að vorið 2013 flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, lögheimili sitt á bæinn Hrafnabjörg 3 og bauð sig fram í Norðausturkjördæmi. Jónas tók fagnandi á móti foringjanum þá enda ætíð verið mikill Framsóknarmaður. Þrátt fyrir að vera langt í frá einsdæmi í íslenskum stjórnmálum þá vakti lögheimilisskráning Sigmundar Davíðs mikla athygli á sínum tíma og töluvert um hana fjallað í fjölmiðlum enda heldur Sigmundur heimili í reisulegu húsi í Garðabæ. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort afstaða Framsóknarmannsins Jónasar á Hrafnabjörgum til lögheimilisskráningar Sigmundar á bæ hans hefði eitthvað breyst í ljósi þess að hann hefur nú stofnað Miðflokkinn og hoggið skarð í raðir Framsóknarflokksins og fylgi hans. Jónas hlær dátt þegar blaðamaður ber upp erindið. Segir hann Sigmund ávallt velkominn enda þeir ávallt verið samherjar, þó bóndinn hafi ekki gengið jafn langt og margir flokksfélagar hans og skráð sig úr Framsóknarflokknum. Römm er sú taug. „Ég hef nú ekkert gert í því að segja mig úr Framsókn og ganga í nýja flokkinn en við erum jafn miklir félagar fyrir því. Sigmundur er enn velkominn hér og er auðvitað skráður á framboðslista hér í kjördæminu. Þetta hefur allt sinn gang eins og gengur og þegar menn lenda svona illilega upp á kant þá getur komið upp erfið staða,“ segir Jónas um brotthvarf Sigmundar úr Framsókn. En hefur Sigmundur komið í heimsókn á lögheimili sitt nýlega? „Já, ég verð að segja frá því að það er svona hálfur mánuður síðan hann kíkti hérna við hjá mér.“ Aðspurður hvort hann sé nokkuð farinn að rukka foringjann um leigu nú þegar hann er horfinn úr Framsóknarflokknum hlær Jónas. „Nei, nei. Það er mér að meinalausu þótt hann sé með lögheimili hjá mér,“ segir þekktasti lögheimilisgestgjafi landsins að lokum léttur í bragði.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira