Klúbburinn Geysir með þér út í lífið Benedikt Gestsson skrifar 27. október 2017 07:00 Klúbburinn Geysir er virkniúrræði fyrir fólk með geðraskanir og hefur starfað á Íslandi frá 1999. Á þessum árum hefur margt breyst til hins betra í meðferð geðsjúkra á Íslandi. Það framsýna fólk sem ruddi brautina fyrir stofnun klúbbsins á miklar þakkir skildar, enda er klúbburinn fyrsta úrræði sinnar tegundar á Íslandi þar sem skapaður er grundvöllur fyrir endurhæfingu geðsjúkra utan hefðbundinna geðdeilda sjúkrahúsanna. Klúbburinn Geysir var aðili að International Center for Clubhouse Development sem komið var á fót árið 1994 en nafni þess breytt í Clubhouse International árið 2013. Clubhouse International hefur starfað sem regnhlífarsamtök vottaðra klúbbhúsa til þess að efla samskipti og sýn samtakanna til framtíðar, auk þess að stýra fræðslu, ráðgjöf og upplýsingagjöf til klúbbhúsa um allan heim. Þegar Klúbburinn Geysir var stofnaður var ætíð markmiðið að gera hann fullgildan innan klúbbhúsahreyfingarinnar með því að sækja um vottun, jafnframt því að slík vottun yrði vegsauki og gæðaviðurkenning á starfi hans á Íslandi. Í janúar á þessu ári fékk klúbburinn vottun í fjórða sinn til þriggja ára. Að baki vottuninni liggur mikil vinna og sjálfsrýni félaga og starfsfólks klúbbsins á starfsemi hans. Að sjálfsögðu er þessi viðurkenning hvatning fyrir félaga og starfsfólk klúbbsins til að halda góðu starfi áfram og slaka ekki á kröfunum. Í átján ár hefur klúbburinn stutt félaga til virkni á vinnumiðuðum degi í klúbbnum þar sem þátttaka í starfinu er einn grundvöllur þess að ná árangri, bæði í samskiptum og daglegum verkum. Í framhaldi af veru sinni í klúbbnum er fólk tilbúnara til þess að stíga öruggari skrefum úti í samfélaginu, bæði í vinnu og námi, og öðlast þannig betri lífsgæði í fjölbreytilegum aðstæðum daglegs lífs. Klúbburinn Geysir tekur vel á móti þér. Ef þú átt við geðræn veikindi að stríða eða átt í kröppum dansi af geðrænum toga er þér velkomið að hafa samband. Sjá nánar á: https://kgeysir.is/ Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Klúbburinn Geysir er virkniúrræði fyrir fólk með geðraskanir og hefur starfað á Íslandi frá 1999. Á þessum árum hefur margt breyst til hins betra í meðferð geðsjúkra á Íslandi. Það framsýna fólk sem ruddi brautina fyrir stofnun klúbbsins á miklar þakkir skildar, enda er klúbburinn fyrsta úrræði sinnar tegundar á Íslandi þar sem skapaður er grundvöllur fyrir endurhæfingu geðsjúkra utan hefðbundinna geðdeilda sjúkrahúsanna. Klúbburinn Geysir var aðili að International Center for Clubhouse Development sem komið var á fót árið 1994 en nafni þess breytt í Clubhouse International árið 2013. Clubhouse International hefur starfað sem regnhlífarsamtök vottaðra klúbbhúsa til þess að efla samskipti og sýn samtakanna til framtíðar, auk þess að stýra fræðslu, ráðgjöf og upplýsingagjöf til klúbbhúsa um allan heim. Þegar Klúbburinn Geysir var stofnaður var ætíð markmiðið að gera hann fullgildan innan klúbbhúsahreyfingarinnar með því að sækja um vottun, jafnframt því að slík vottun yrði vegsauki og gæðaviðurkenning á starfi hans á Íslandi. Í janúar á þessu ári fékk klúbburinn vottun í fjórða sinn til þriggja ára. Að baki vottuninni liggur mikil vinna og sjálfsrýni félaga og starfsfólks klúbbsins á starfsemi hans. Að sjálfsögðu er þessi viðurkenning hvatning fyrir félaga og starfsfólk klúbbsins til að halda góðu starfi áfram og slaka ekki á kröfunum. Í átján ár hefur klúbburinn stutt félaga til virkni á vinnumiðuðum degi í klúbbnum þar sem þátttaka í starfinu er einn grundvöllur þess að ná árangri, bæði í samskiptum og daglegum verkum. Í framhaldi af veru sinni í klúbbnum er fólk tilbúnara til þess að stíga öruggari skrefum úti í samfélaginu, bæði í vinnu og námi, og öðlast þannig betri lífsgæði í fjölbreytilegum aðstæðum daglegs lífs. Klúbburinn Geysir tekur vel á móti þér. Ef þú átt við geðræn veikindi að stríða eða átt í kröppum dansi af geðrænum toga er þér velkomið að hafa samband. Sjá nánar á: https://kgeysir.is/ Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun