Hvatning til stjórnmálamanna Hallgrímur Axelsson skrifar 27. október 2017 07:00 Í ágætri bók sinni um svarta víkinginn færir Bergsveinn Birgisson sterk rök fyrir því að velgengni fyrstu landnámsmanna okkar byggðist á þrælahaldi og arðráni auðlinda. Jafnframt nefnir Bergsveinn að á kristnum tíma var tekið upp vistarbandið, sem samsvarar nánast þrælahaldi. Er á Íslandi enn í dag eitthvert form þrælahalds? Já, fjölmargir íslendingar eru þrælar bankanna. Undirritaður, sem býr erlendis, gerði samanburð á lánskjörum íslenskum, norskum og dönskum. Af sambærilegum lánum hvað varðar lánstíma er mánaðarleg greiðsla á Íslandi um 0,8 prósent af eftirstöðvum. Í Noregi og Danmörku um 0,4 prósent. Samt er verðbólga einnig í þeim löndum. Ef stjórnvöld íslensk hefðu tekið réttar ákvarðanir og sett betri lög á sínum tíma, hefði ekki orðið hrun og við hefðum sambærileg kjör og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef spurt er hvers vegna þetta viðgengst er gjarnan svarað að þetta sé vegna lífeyrissjóðanna eða íslensku krónunni að kenna. Forsætisráðherrann okkar hefur komið auga á allt það fé sem er fólgið í bankakerfinu, enda augljóst á ofansögðu að þar safnast fé sem er jú grundvöllur fyrir sverar bónusgreiðslur. Jafnframt spáði hann því í blaðaviðtali að líklegast mundi græðgi á Íslandi leiða aftur til hruns. Það er hlutverk stjórnvalda að setja réttlátan ramma um mannlífið. Það er hægt að setja lög gegn okri og lög sem hindra þá gráðugu. Sama hvers vegna við búum við okurvexti þurfa komandi stjórnvöld að leiðrétta ranglætið, það er þeirra hlutverk. Fjöldi fólks flutti burt frá landinu eftir hrun og margir eru enn reiðir yfir hversu fjarri jafnræðisreglu var sótt að fólki. Fyrir margt af þessu fólki er útilokað að flytja heim aftur vegna aðstæðna heima. Nú er tími kosningaloforða. Verður raunin sú að við taki tími svikinna loforða? Takið þið stjórnmálamenn ykkur tak varðandi réttlætismál, lánskjör, nýja stjórnarskrá, málefni eldri borgara og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í ágætri bók sinni um svarta víkinginn færir Bergsveinn Birgisson sterk rök fyrir því að velgengni fyrstu landnámsmanna okkar byggðist á þrælahaldi og arðráni auðlinda. Jafnframt nefnir Bergsveinn að á kristnum tíma var tekið upp vistarbandið, sem samsvarar nánast þrælahaldi. Er á Íslandi enn í dag eitthvert form þrælahalds? Já, fjölmargir íslendingar eru þrælar bankanna. Undirritaður, sem býr erlendis, gerði samanburð á lánskjörum íslenskum, norskum og dönskum. Af sambærilegum lánum hvað varðar lánstíma er mánaðarleg greiðsla á Íslandi um 0,8 prósent af eftirstöðvum. Í Noregi og Danmörku um 0,4 prósent. Samt er verðbólga einnig í þeim löndum. Ef stjórnvöld íslensk hefðu tekið réttar ákvarðanir og sett betri lög á sínum tíma, hefði ekki orðið hrun og við hefðum sambærileg kjör og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef spurt er hvers vegna þetta viðgengst er gjarnan svarað að þetta sé vegna lífeyrissjóðanna eða íslensku krónunni að kenna. Forsætisráðherrann okkar hefur komið auga á allt það fé sem er fólgið í bankakerfinu, enda augljóst á ofansögðu að þar safnast fé sem er jú grundvöllur fyrir sverar bónusgreiðslur. Jafnframt spáði hann því í blaðaviðtali að líklegast mundi græðgi á Íslandi leiða aftur til hruns. Það er hlutverk stjórnvalda að setja réttlátan ramma um mannlífið. Það er hægt að setja lög gegn okri og lög sem hindra þá gráðugu. Sama hvers vegna við búum við okurvexti þurfa komandi stjórnvöld að leiðrétta ranglætið, það er þeirra hlutverk. Fjöldi fólks flutti burt frá landinu eftir hrun og margir eru enn reiðir yfir hversu fjarri jafnræðisreglu var sótt að fólki. Fyrir margt af þessu fólki er útilokað að flytja heim aftur vegna aðstæðna heima. Nú er tími kosningaloforða. Verður raunin sú að við taki tími svikinna loforða? Takið þið stjórnmálamenn ykkur tak varðandi réttlætismál, lánskjör, nýja stjórnarskrá, málefni eldri borgara og öryrkja.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun