Hvar eru stóru spurningarnar? Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 27. október 2017 07:00 Mikið skelfing er hægt að gera pólitískar umræður á Íslandi leiðinlegar. Það sem fréttamenn virðast hafa mestan áhuga á er hvernig eigi að fjármagna þetta eða hitt og hvort það eigi að lækka eða hækka skatta. Lífið snýst ekki bara um peninga, sem betur fer. Hvar eru hugsjónirnar? Hvar eru stóru spurningar um það hvernig stjórnmálafólk vill þróa íslenskt þjóðfélag? Á að stefna að sjálfbæru samfélagi, meiri jöfnuði og jafnrétti eða svona 2007 samfélagi þar sem sumir græða og grilla? Eða kannski gjörbreyttu jafnréttissamfélagi þar sem umönnun og velferð eru lykilhugtök sem allt annað þjónar, þar með talið atvinnulífið?Vandi jarðarinnar og ofbeldismálin Hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að bregðast við loftslagsvandanum? Samkvæmt nýjustu fréttum erum við að auka útblástur gróðurhúsalofttegunda í stað þess að minnka hann. Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru mesti vandinn sem mannkynið á við að glíma og í raun ætti umræðan að snúast langmest um hann. En nei, það er varla minnst á vanda jarðarinnar og gjörðir mannanna í þeim efnum, hvað þá ábyrgð okkar Íslendinga sem mengum og sóum hrikalega. Hvernig ætla flokkarnir að kveða niður kynbundið ofbeldi? Stjórnin sprakk út af ærumálum barnaníðinga og nauðgara. Fáum við markvissa aðgerðaáætlun gegn ofbeldi strax eftir kosningar (drög að henni er að finna í skúffum velferðarráðuneytisins) og verður strax gengið í að fullgilda Istanbúlsamning Evrópuráðsins? Hann snýst um skyldur stjórnvalda við að kveða niður ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Ísland á eitt Norðurlandanna eftir að fullgilda samninginn.Hvað um börnin? Hvað um launamisréttið sem við vorum minnt á enn og aftur 24. október? Verður jafnlaunavottuninni fylgt eftir og gengið í að endurmeta störf mikilvægra stétta eins og kennara, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða án þess að allt fari á annan endann? Það sárvantar bæði kennara og hjúkrunarfræðinga og það verður að grípa til aðgerða. Hvað um vanda þúsunda barna sem búa við vanrækslu? Verða skattalækkanir til að leysa mál þeirra? Ég held ekki. Það þarf heildstæða stefnu hvað varðar aðstæður barna, kjör þeirra og líðan. Hvað er mikilvægara í einu samfélagi en að búa vel að börnum? Það kostar auðvitað peninga en það er hægt að forgangsraða.Mannréttindi og stjórnarskrá Hvað um mannréttindi minnihlutahópa? Það hefur dregist árum saman að samþykkja tvær tilskipanir EU sem kveða á um jafnan rétt minnihlutahópa á vinnumarkaði. Ísland er eina landið innan EES sem ekki tryggir slík réttindi og það er til skammar. Ég gæti nefnt ýmislegt fleira eins og stefnuleysið í ferðamálum að ekki sé nú minnst á nýja stjórnarskrá. Sú sem við eigum frá 1944 var bráðabirgðasmíð en síðustu ríkisstjórnir hafa svikið okkur um að ljúka því verki, þrátt fyrir þjóðaratkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs. Ótrúleg vinnubrögð þar á ferð. Nei, ræðum inntak þess sem við viljum gera á næstu árum ekki bara hvað aðgerðirnar kosta og hvaðan á að taka peningana. Ræðum siðferði og spillingu, lýðræði, mannréttindi, menningu og menntun en þó fyrst og fremst þá ábyrgð okkar að byggja upp sjálfbært, réttlátt þjóðfélag jöfnuðar, jafnréttis og friðar.Höfundur er fyrrverandi þingkona Kvennalistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Mikið skelfing er hægt að gera pólitískar umræður á Íslandi leiðinlegar. Það sem fréttamenn virðast hafa mestan áhuga á er hvernig eigi að fjármagna þetta eða hitt og hvort það eigi að lækka eða hækka skatta. Lífið snýst ekki bara um peninga, sem betur fer. Hvar eru hugsjónirnar? Hvar eru stóru spurningar um það hvernig stjórnmálafólk vill þróa íslenskt þjóðfélag? Á að stefna að sjálfbæru samfélagi, meiri jöfnuði og jafnrétti eða svona 2007 samfélagi þar sem sumir græða og grilla? Eða kannski gjörbreyttu jafnréttissamfélagi þar sem umönnun og velferð eru lykilhugtök sem allt annað þjónar, þar með talið atvinnulífið?Vandi jarðarinnar og ofbeldismálin Hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að bregðast við loftslagsvandanum? Samkvæmt nýjustu fréttum erum við að auka útblástur gróðurhúsalofttegunda í stað þess að minnka hann. Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru mesti vandinn sem mannkynið á við að glíma og í raun ætti umræðan að snúast langmest um hann. En nei, það er varla minnst á vanda jarðarinnar og gjörðir mannanna í þeim efnum, hvað þá ábyrgð okkar Íslendinga sem mengum og sóum hrikalega. Hvernig ætla flokkarnir að kveða niður kynbundið ofbeldi? Stjórnin sprakk út af ærumálum barnaníðinga og nauðgara. Fáum við markvissa aðgerðaáætlun gegn ofbeldi strax eftir kosningar (drög að henni er að finna í skúffum velferðarráðuneytisins) og verður strax gengið í að fullgilda Istanbúlsamning Evrópuráðsins? Hann snýst um skyldur stjórnvalda við að kveða niður ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Ísland á eitt Norðurlandanna eftir að fullgilda samninginn.Hvað um börnin? Hvað um launamisréttið sem við vorum minnt á enn og aftur 24. október? Verður jafnlaunavottuninni fylgt eftir og gengið í að endurmeta störf mikilvægra stétta eins og kennara, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða án þess að allt fari á annan endann? Það sárvantar bæði kennara og hjúkrunarfræðinga og það verður að grípa til aðgerða. Hvað um vanda þúsunda barna sem búa við vanrækslu? Verða skattalækkanir til að leysa mál þeirra? Ég held ekki. Það þarf heildstæða stefnu hvað varðar aðstæður barna, kjör þeirra og líðan. Hvað er mikilvægara í einu samfélagi en að búa vel að börnum? Það kostar auðvitað peninga en það er hægt að forgangsraða.Mannréttindi og stjórnarskrá Hvað um mannréttindi minnihlutahópa? Það hefur dregist árum saman að samþykkja tvær tilskipanir EU sem kveða á um jafnan rétt minnihlutahópa á vinnumarkaði. Ísland er eina landið innan EES sem ekki tryggir slík réttindi og það er til skammar. Ég gæti nefnt ýmislegt fleira eins og stefnuleysið í ferðamálum að ekki sé nú minnst á nýja stjórnarskrá. Sú sem við eigum frá 1944 var bráðabirgðasmíð en síðustu ríkisstjórnir hafa svikið okkur um að ljúka því verki, þrátt fyrir þjóðaratkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs. Ótrúleg vinnubrögð þar á ferð. Nei, ræðum inntak þess sem við viljum gera á næstu árum ekki bara hvað aðgerðirnar kosta og hvaðan á að taka peningana. Ræðum siðferði og spillingu, lýðræði, mannréttindi, menningu og menntun en þó fyrst og fremst þá ábyrgð okkar að byggja upp sjálfbært, réttlátt þjóðfélag jöfnuðar, jafnréttis og friðar.Höfundur er fyrrverandi þingkona Kvennalistans.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun