Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. október 2017 14:30 Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. Vísir/Getty Á dögunum lést áttunda barnið eftir að IKEA MALM kommóða valt. Samkvæmt frétt ABC News varð tveggja ára Jozef Dudek undir þriggja skúffu kommóðu á heimili sínu í Kaliforníu. Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum sem þessum. Húsgögn og sjónvörp eru ein af mest földu slysagildrum á heimilum fyrir börn. „Foreldrar þurfa að átta sig á því að enn og aftur hefur barn látist af því að kommóða féll yfir það. Fólk þarf samt að hafa í huga að það eru ekki bara IKEA húsgögn sem þarf að festa. Öll húsgög eru jafn hættuleg, sama hver framleiðir þau.Fólk gerir sér ekki grein fyrir hættunniMALM kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi en hún er hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á gólfi. Herdís ræddi sjálf við framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi til þess að spyrjast fyrir um þetta tiltekna mál og hann staðfesti að nýlegt dauðsfall barns vegna IKEA MALM kommóðu væri í rannsókn. „Hann sagði mér að það fylgja veggfestingar með öllum þeirra húsgögnum, þetta snýst enn og aftur um það að fólk er ekki að nota þennan öryggisbúnað og gerir sér einfaldlega ekki grein fyrir hættunni. Hann sagði mér líka að segja fólki sem kemur á námskeið hjá mér að það geti fengið veggfestingar hjá IKEA fyrir húsgögn, líka þau sem eru ekki frá IKEA.“ Einnig er hægt að fá vinkla og ódýrar veggfestingar í byggingavöruverslunum og á fleiri stöðum. IKEA innkallaði 29 milljónir MALM kommóða síðasta sumar eftir að þrjú höfðu látist vegna þeirra í Bandaríkjunum. Kommóðurnar voru einnig innkallaðar í Kína. IKEA greiddi þremur fjölskyldum í Bandaríkjunum samtals 5,7 milljarða króna í skaðabætur. Fyrirtækið bauð fólki upp á að fá endurgreitt en þeir sem vildu gátu fengið veggfestingar fyrir sínar kommóður í IKEA verslun í sínu landi sér að kostnaðarlausu. Því miður virðist sem margir hafi hunsað þessi tilmæli og séu enn með þessa gerð af kommóðu heima hjá sér án veggfestinga. „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita, sama hver framleiðir þær. Þegar barn er eins árs byrjar það þannig að þau eru að skoða í skúffurnar, þeim finnst þetta spennandi og sjá eitthvað sem opnast. Eftir einhvern tíma fattar barnið að það getur klifrað eða skriðið upp í næstu skúffu og þá er jafnvægið ekki lengur rétt og þyngd barnsins er vogaraflið sem þarf til að kommóðan detti yfir barnið,“ segir Herdís.Nauðsynlegt að veggfesta sjónvörpHún segir að þegar börnin verða þriggja ára þá sjáist önnur hegðun hjá þeim varðandi kommóður. „Þá til dæmis prófa þau að hanga í opnum kommóðuskúffum ef foreldri er að ganga frá einhverju í þær, oft er því foreldri rétt hjá þegar þetta gerist. Þau eru að prófa líkama sinn áfram og að hanga er hluti af þroska þeirra en þá getur kommóðan dottið yfir þau.“ Í mörgum tilfellum er það líka það sem er ofan á kommóðunni og dettur fram sem slasar barnið, eins og sjónvörp. „Oft stillir fólk sjónvarpi upp á kommóður í stofu eða í svefnherberginu heima hjá sér. Ef hún fellur er það ekki bara kommóðan sem meiðir barnið heldur líka það sem er ofan á þeim. “ Á síðasta ári féll IKEA MALM kommóða og flatskjár yfir tveggja ára dreng hér á landi en hann hafði verið að teygja sig í taubangsa í efstu skúffu kommóðunnar. Hann slapp við alvarleg meiðsli þar sem hann lenti á milli kommóðunnar og sjónvarpsins en móðir drengsins sagði að kommóðan hafi ekki verið veggfest. Herdís heldur reglulega námskeið fyrir foreldra um slysavarnir heimilisins og þar útskýrir hún sérstaklega mikilvægi þess að veggfesta þung húsgöng og raftæki.Herdís segir gríðarlega mikilvægt að veggfesta allar kommóður.Vísir/AFP150 kílóa bókahilla féll á barn„Frá tveggja ára aldri verða börn ótrúlega spennt ef þau sjá eitthvað uppi í hillu sem þeim finnst skemmtilegt. Þau verða alltaf duglegri vegna samhæfingarþroska handa og fóta og komast því hátt upp í bókahillur ef þau vita af einhverju þar. Þau klifra upp til þess að ná í hlutinn en gera sér enga sér enga grein fyrir því að hillan geti oltið þegar þeirra þyngd bætist á svona ofarlega.“ Herdís segir að eftir slys hér á landi þar sem barn marðist á nýra eftir að fá hillu yfir sig hafi hillan með öllu í henni verið vigtuð og reyndist hún 150 kíló. „Það mátti litlu muna. Hefðu hillurnar í samstæðunni verið annars staðar hefði barnið dáið.“ Stundum er ekki nóg að veggfesta bókahillur heldur þarf að tryggja að hver og ein hilla sé líka vel föst. „Fyrir nokkrum árum var ungbarn flutt frá Vestfjörðum með þyrlu suður til Reykjavíkur eftir. Það hafði verið að klifra upp í bókahillu, hillusamstæðan sjálf datt ekki þar sem barnið var ekki komið það hátt upp. Þegar barnið missir jafnvægið og dettur togar það eina hillu með sér og fær þungt hljómflutningstæki í höfuðið og var mjög alvarlega slasað.“Fjöldi slíkra slysa hér á landiÞað hefur sem betur fer ekkert barn dáið vegna þessa hér á landi og við viljum halda því þannig. Fjöldi barna hefur þó þurft að leggjast inn á spítala með höfuðáverka, alvarlega áverka á kviðarholi og þar fram eftir götunum. Tjónstilkynningar vegna húsgagna eru ótrúlega algengar, það eru ekki bara húsgögn sem eru að detta á börnin heldur líka þurrkarar, þvottavélar, gamlar eldavélar og fleira.“ Hún nefnir sem dæmi að tvö alvarleg slys hafa orðið hér á landi vegna þess að gömul frístandandi eldavél féll yfir barn. Í öðru tilfellinu var verið að elda á eldavélinni svo barnið hlaut einnig alvarleg brunasár. „Fólk áttar sig ekki alltaf á hættunum sem fylgja þvottavélum og þurrkurum. Það sem að hefur gerst er það að fólk gleymir að loka hurðinni á vélinni eða er að taka úr henni og barn reynir að hanga á henni. Litlir krakkar sjá leik og skemmtun í því að hanga á hurðinni framan á þvottavélinni. Þá getur þvottavélin bara fallið yfir barnið. Þvottavélar eru gerðar þungar að ofan svo þær skoppi ekki um öll gólf og þær eru mjög þungar og barnslíkaminn viðkvæmur. Það sama gildir um þurrkarana, þó að þeir séu ekki jafn þungir og geti því kannski ekki valdið jafn miklum skaða. Þetta fer líka eftir því hvernig þetta dettur, ef að lítið barn fær brúnina í höfuðið þá getur þetta verið mjög alvarlegt.“ Herdís segir að þó að það sé þægilegra fyrir fólk að setja í og taka úr þvottavélum og þurrkurum sem eru staflaðir upp eða hækkaðir en það geti þó valdið meiri hættu fyrir börnin. „Þetta er samt að gerast hvort sem þær standa á gólfinu eða eru hækkaðar upp.“Eins og að fá yfir sig 453 kílóNeytendastofa tekur nú þátt í átaksverkefni OECD sem kallast Festu það! en í fréttatilkynningu um átakið kemur fram að á hverjum klukkutíma fara að meðaltali þrjú börn í Bandaríkjunum á slysdeild eftir að kommóður, sjónvörp eða eitthvað annað húsgagn hefur dottið á þau. Það eru 80 prósent líkur á að börnin séu á aldrinum eins til fimm ára. „Að meðaltali deyr eitt barn á tveggja vikna fresti í svona slysum. Svipuð hlutföll eru í öðrum löndum sem eru með slysaskráningu. Við höfum ekki tölur um fjölda slysa á Íslandi af þessum orsökum. Börn eru forvitin að eðlisfari og því klifra þau oft upp kommóður eða önnur húsgögn í leit af gersemum. Kommóður eru oft sérstaklega spennandi þar sem útdregnar skúffur má nota sem stiga. Ef sjónvarp dettur á barn af meðal hárri kommóðu geta áhrif höggsins af sjónvarpinu verið eins og að fá á sig 453 kg.“ Neytendastofa bendir á að koma má í veg fyrir slys með einföldum hætti með því að festa húsgögnin og sjónvörp við vegg og nota barnalæsingar á skúffurnar. Það þarf einnig að hafa i huga að setja alltaf þyngri hlutina neðst í skúffur eða hillur og aldrei má hafa allar skúffurnar í kommóðu opnar á sama tíma.Eldri borgarar líka í hættuHerdís telur að það verði allavega eitt til tvö slys á ári hér á landi þar sem húsgagn eða raftæki falli á barn og meiðslin séu það alvarleg að farið sé með barnið á sjúkrahús. Eins og áður sagði er ekki til ný tölfræði yfir slík slys hér á landi „Það sem ég er að benda fólki á er að allir sem hafa börn inni á heimilinu eða fá lítil börn í heimsókn, fari yfir öll húsgögn hjá sér. Það er algjör misskilningur að halda það að þó að húsgagnið sé stórt og þungt að það þurfi ekki að festa það. Það eru aðeins nokkrir dagar síðan það var jarðskjálfti á Suðurlandi, við búum á jarðskjálftalandi og vitum aldrei hvenær næsti jarðskjálfti verður. Jarðskjálfti getur líka valdið því að húsgagn fellur ofan á fólk.“ Algengast er að kommóður velti. Herdís segir að það séu samt ekki aðeins lítil börn sem séu í hættu á að fá kommóður yfir sig. Eldri borgarar hafi líka verið að lenda í slíkum slysum. „Eldra fólk sem fær svima þegar það stendur upp, til dæmis á nóttunni, hefur velt á sig kommóðu með því að detta á hana eða grípa í hana eða styðja sig við hana. Þetta er því líka algengt á meðal eldra fólks. Það þurfa því allir að vera vakandi og festa húsgögn sem þessi við vegg.“ Tengdar fréttir IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18 Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10 Malm-kommóður innkallaðar í Kína Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að innkalla Malm-kommóður í Kína eftir þrýsting frá yfirvöldum þar. 12. júlí 2016 11:43 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Á dögunum lést áttunda barnið eftir að IKEA MALM kommóða valt. Samkvæmt frétt ABC News varð tveggja ára Jozef Dudek undir þriggja skúffu kommóðu á heimili sínu í Kaliforníu. Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum sem þessum. Húsgögn og sjónvörp eru ein af mest földu slysagildrum á heimilum fyrir börn. „Foreldrar þurfa að átta sig á því að enn og aftur hefur barn látist af því að kommóða féll yfir það. Fólk þarf samt að hafa í huga að það eru ekki bara IKEA húsgögn sem þarf að festa. Öll húsgög eru jafn hættuleg, sama hver framleiðir þau.Fólk gerir sér ekki grein fyrir hættunniMALM kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi en hún er hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á gólfi. Herdís ræddi sjálf við framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi til þess að spyrjast fyrir um þetta tiltekna mál og hann staðfesti að nýlegt dauðsfall barns vegna IKEA MALM kommóðu væri í rannsókn. „Hann sagði mér að það fylgja veggfestingar með öllum þeirra húsgögnum, þetta snýst enn og aftur um það að fólk er ekki að nota þennan öryggisbúnað og gerir sér einfaldlega ekki grein fyrir hættunni. Hann sagði mér líka að segja fólki sem kemur á námskeið hjá mér að það geti fengið veggfestingar hjá IKEA fyrir húsgögn, líka þau sem eru ekki frá IKEA.“ Einnig er hægt að fá vinkla og ódýrar veggfestingar í byggingavöruverslunum og á fleiri stöðum. IKEA innkallaði 29 milljónir MALM kommóða síðasta sumar eftir að þrjú höfðu látist vegna þeirra í Bandaríkjunum. Kommóðurnar voru einnig innkallaðar í Kína. IKEA greiddi þremur fjölskyldum í Bandaríkjunum samtals 5,7 milljarða króna í skaðabætur. Fyrirtækið bauð fólki upp á að fá endurgreitt en þeir sem vildu gátu fengið veggfestingar fyrir sínar kommóður í IKEA verslun í sínu landi sér að kostnaðarlausu. Því miður virðist sem margir hafi hunsað þessi tilmæli og séu enn með þessa gerð af kommóðu heima hjá sér án veggfestinga. „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita, sama hver framleiðir þær. Þegar barn er eins árs byrjar það þannig að þau eru að skoða í skúffurnar, þeim finnst þetta spennandi og sjá eitthvað sem opnast. Eftir einhvern tíma fattar barnið að það getur klifrað eða skriðið upp í næstu skúffu og þá er jafnvægið ekki lengur rétt og þyngd barnsins er vogaraflið sem þarf til að kommóðan detti yfir barnið,“ segir Herdís.Nauðsynlegt að veggfesta sjónvörpHún segir að þegar börnin verða þriggja ára þá sjáist önnur hegðun hjá þeim varðandi kommóður. „Þá til dæmis prófa þau að hanga í opnum kommóðuskúffum ef foreldri er að ganga frá einhverju í þær, oft er því foreldri rétt hjá þegar þetta gerist. Þau eru að prófa líkama sinn áfram og að hanga er hluti af þroska þeirra en þá getur kommóðan dottið yfir þau.“ Í mörgum tilfellum er það líka það sem er ofan á kommóðunni og dettur fram sem slasar barnið, eins og sjónvörp. „Oft stillir fólk sjónvarpi upp á kommóður í stofu eða í svefnherberginu heima hjá sér. Ef hún fellur er það ekki bara kommóðan sem meiðir barnið heldur líka það sem er ofan á þeim. “ Á síðasta ári féll IKEA MALM kommóða og flatskjár yfir tveggja ára dreng hér á landi en hann hafði verið að teygja sig í taubangsa í efstu skúffu kommóðunnar. Hann slapp við alvarleg meiðsli þar sem hann lenti á milli kommóðunnar og sjónvarpsins en móðir drengsins sagði að kommóðan hafi ekki verið veggfest. Herdís heldur reglulega námskeið fyrir foreldra um slysavarnir heimilisins og þar útskýrir hún sérstaklega mikilvægi þess að veggfesta þung húsgöng og raftæki.Herdís segir gríðarlega mikilvægt að veggfesta allar kommóður.Vísir/AFP150 kílóa bókahilla féll á barn„Frá tveggja ára aldri verða börn ótrúlega spennt ef þau sjá eitthvað uppi í hillu sem þeim finnst skemmtilegt. Þau verða alltaf duglegri vegna samhæfingarþroska handa og fóta og komast því hátt upp í bókahillur ef þau vita af einhverju þar. Þau klifra upp til þess að ná í hlutinn en gera sér enga sér enga grein fyrir því að hillan geti oltið þegar þeirra þyngd bætist á svona ofarlega.“ Herdís segir að eftir slys hér á landi þar sem barn marðist á nýra eftir að fá hillu yfir sig hafi hillan með öllu í henni verið vigtuð og reyndist hún 150 kíló. „Það mátti litlu muna. Hefðu hillurnar í samstæðunni verið annars staðar hefði barnið dáið.“ Stundum er ekki nóg að veggfesta bókahillur heldur þarf að tryggja að hver og ein hilla sé líka vel föst. „Fyrir nokkrum árum var ungbarn flutt frá Vestfjörðum með þyrlu suður til Reykjavíkur eftir. Það hafði verið að klifra upp í bókahillu, hillusamstæðan sjálf datt ekki þar sem barnið var ekki komið það hátt upp. Þegar barnið missir jafnvægið og dettur togar það eina hillu með sér og fær þungt hljómflutningstæki í höfuðið og var mjög alvarlega slasað.“Fjöldi slíkra slysa hér á landiÞað hefur sem betur fer ekkert barn dáið vegna þessa hér á landi og við viljum halda því þannig. Fjöldi barna hefur þó þurft að leggjast inn á spítala með höfuðáverka, alvarlega áverka á kviðarholi og þar fram eftir götunum. Tjónstilkynningar vegna húsgagna eru ótrúlega algengar, það eru ekki bara húsgögn sem eru að detta á börnin heldur líka þurrkarar, þvottavélar, gamlar eldavélar og fleira.“ Hún nefnir sem dæmi að tvö alvarleg slys hafa orðið hér á landi vegna þess að gömul frístandandi eldavél féll yfir barn. Í öðru tilfellinu var verið að elda á eldavélinni svo barnið hlaut einnig alvarleg brunasár. „Fólk áttar sig ekki alltaf á hættunum sem fylgja þvottavélum og þurrkurum. Það sem að hefur gerst er það að fólk gleymir að loka hurðinni á vélinni eða er að taka úr henni og barn reynir að hanga á henni. Litlir krakkar sjá leik og skemmtun í því að hanga á hurðinni framan á þvottavélinni. Þá getur þvottavélin bara fallið yfir barnið. Þvottavélar eru gerðar þungar að ofan svo þær skoppi ekki um öll gólf og þær eru mjög þungar og barnslíkaminn viðkvæmur. Það sama gildir um þurrkarana, þó að þeir séu ekki jafn þungir og geti því kannski ekki valdið jafn miklum skaða. Þetta fer líka eftir því hvernig þetta dettur, ef að lítið barn fær brúnina í höfuðið þá getur þetta verið mjög alvarlegt.“ Herdís segir að þó að það sé þægilegra fyrir fólk að setja í og taka úr þvottavélum og þurrkurum sem eru staflaðir upp eða hækkaðir en það geti þó valdið meiri hættu fyrir börnin. „Þetta er samt að gerast hvort sem þær standa á gólfinu eða eru hækkaðar upp.“Eins og að fá yfir sig 453 kílóNeytendastofa tekur nú þátt í átaksverkefni OECD sem kallast Festu það! en í fréttatilkynningu um átakið kemur fram að á hverjum klukkutíma fara að meðaltali þrjú börn í Bandaríkjunum á slysdeild eftir að kommóður, sjónvörp eða eitthvað annað húsgagn hefur dottið á þau. Það eru 80 prósent líkur á að börnin séu á aldrinum eins til fimm ára. „Að meðaltali deyr eitt barn á tveggja vikna fresti í svona slysum. Svipuð hlutföll eru í öðrum löndum sem eru með slysaskráningu. Við höfum ekki tölur um fjölda slysa á Íslandi af þessum orsökum. Börn eru forvitin að eðlisfari og því klifra þau oft upp kommóður eða önnur húsgögn í leit af gersemum. Kommóður eru oft sérstaklega spennandi þar sem útdregnar skúffur má nota sem stiga. Ef sjónvarp dettur á barn af meðal hárri kommóðu geta áhrif höggsins af sjónvarpinu verið eins og að fá á sig 453 kg.“ Neytendastofa bendir á að koma má í veg fyrir slys með einföldum hætti með því að festa húsgögnin og sjónvörp við vegg og nota barnalæsingar á skúffurnar. Það þarf einnig að hafa i huga að setja alltaf þyngri hlutina neðst í skúffur eða hillur og aldrei má hafa allar skúffurnar í kommóðu opnar á sama tíma.Eldri borgarar líka í hættuHerdís telur að það verði allavega eitt til tvö slys á ári hér á landi þar sem húsgagn eða raftæki falli á barn og meiðslin séu það alvarleg að farið sé með barnið á sjúkrahús. Eins og áður sagði er ekki til ný tölfræði yfir slík slys hér á landi „Það sem ég er að benda fólki á er að allir sem hafa börn inni á heimilinu eða fá lítil börn í heimsókn, fari yfir öll húsgögn hjá sér. Það er algjör misskilningur að halda það að þó að húsgagnið sé stórt og þungt að það þurfi ekki að festa það. Það eru aðeins nokkrir dagar síðan það var jarðskjálfti á Suðurlandi, við búum á jarðskjálftalandi og vitum aldrei hvenær næsti jarðskjálfti verður. Jarðskjálfti getur líka valdið því að húsgagn fellur ofan á fólk.“ Algengast er að kommóður velti. Herdís segir að það séu samt ekki aðeins lítil börn sem séu í hættu á að fá kommóður yfir sig. Eldri borgarar hafi líka verið að lenda í slíkum slysum. „Eldra fólk sem fær svima þegar það stendur upp, til dæmis á nóttunni, hefur velt á sig kommóðu með því að detta á hana eða grípa í hana eða styðja sig við hana. Þetta er því líka algengt á meðal eldra fólks. Það þurfa því allir að vera vakandi og festa húsgögn sem þessi við vegg.“
Tengdar fréttir IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18 Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10 Malm-kommóður innkallaðar í Kína Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að innkalla Malm-kommóður í Kína eftir þrýsting frá yfirvöldum þar. 12. júlí 2016 11:43 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18
Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10
Malm-kommóður innkallaðar í Kína Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að innkalla Malm-kommóður í Kína eftir þrýsting frá yfirvöldum þar. 12. júlí 2016 11:43
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent