Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, er sagður ætla að kalla til kosninga í héraðinu þann 20. desember. Það verður gert til að reyna að draga úr spennu á milli yfirvalda í Madríd og sjálfstæðissinna í Katalóníu sem vilja stofna eigið ríki. Yfirvöld Spánar ætla sér að fella niður sjálfstjórn Katalóníu.
Puigdemont segir að verði þau skref tekin muni ástandið versna til muna. Reiknað er með að öldungaþing Spánar muni taka ákvörðun varðandi næstu skref á morgun. Með því að beita 155. grein stjóranrskrár Spánar gætu yfirvöld í Madrid tekið valdið af stjórnendum Katalóníu, á blaði allavega.
Þá vilja yfirvöld einnig taka yfir stjórn lögreglu Katalóníu, þingsins og opinberrar sjónvarsstöðvar héraðsins.
Samkvæmt frétt Reuters, sem vitnar í héraðsmiðla í Katalóníu eru deilur uppi á milli fylkinga í Katalóníu. Puigdemont ætli að kalla til kosninga gegn vilja margra sjálfstæðissinna.
Þing Katalóníu mun koma saman seinna í dag og ræða ástandið.
Erlent