Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2017 04:00 Tæplega fjórðungur landsmanna segist ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. vísir/friðrik þór Þingflokkur Samfylkingarinnar gæti þrefaldast að stærð að loknum kosningum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi ef kosið væri nú. Hann var með 5,37 prósenta fylgi eftir kosningarnar fyrir ári. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn ef kosið væri nú. Hann fengi rúm 24 prósent atkvæða. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með rúm 19 prósent atkvæða. Samfylkingin fengi 14,3 prósent. Miðflokkurinn er með tæp 10 prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Þá er Viðreisn með tæp 8 prósent og Framsóknarflokkurinn með rúm 6 prósent. Flokkur fólksins mælist svo með rúmlega 4 prósenta fylgi og Björt framtíð með tæplega 2 prósent. Ef þetta verða niðurstöður kosninganna munu sjö flokkar fá kjörna fulltrúa á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sautján þingmenn kjörna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði þá fjórum mönnum færra en í dag. Þingmönnum VG myndi fjölga um fjóra og yrðu þeir alls fjórtán eftir kosningar. Samfylkingin ætti þriðja stærsta þingflokkinn og ættu þar tíu þingmenn sæti í stað þriggja þingmanna núna. Hinn nýi flokkur Sigmundar Davíðs, Miðflokkurinn, ætti sjö fulltrúa á Alþingi. Þá yrðu sex Píratar á Alþingi í stað tíu núna. Þá myndi þingmönnum Viðreisnar fækka um tvo, yrðu fimm en voru sjö eftir síðustu kosningar. Framsókn fengi fjóra þingmenn. Í nýrri könnun Fréttablaðsins er byggt á tvöfalt stærra úrtaki en í fyrri könnunum í október. Vikmörkin eru á bilinu 0,7 til 2,1 prósent.AðferðafræðiHringt var í 2.551 þar til náðist í 1.602 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. október. Svarhlutfallið var 62,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 73,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 5,4 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 6,5 prósent sögðust óákveðin og 14,3 prósent neituðu að svara spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar gæti þrefaldast að stærð að loknum kosningum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi ef kosið væri nú. Hann var með 5,37 prósenta fylgi eftir kosningarnar fyrir ári. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn ef kosið væri nú. Hann fengi rúm 24 prósent atkvæða. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með rúm 19 prósent atkvæða. Samfylkingin fengi 14,3 prósent. Miðflokkurinn er með tæp 10 prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Þá er Viðreisn með tæp 8 prósent og Framsóknarflokkurinn með rúm 6 prósent. Flokkur fólksins mælist svo með rúmlega 4 prósenta fylgi og Björt framtíð með tæplega 2 prósent. Ef þetta verða niðurstöður kosninganna munu sjö flokkar fá kjörna fulltrúa á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sautján þingmenn kjörna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði þá fjórum mönnum færra en í dag. Þingmönnum VG myndi fjölga um fjóra og yrðu þeir alls fjórtán eftir kosningar. Samfylkingin ætti þriðja stærsta þingflokkinn og ættu þar tíu þingmenn sæti í stað þriggja þingmanna núna. Hinn nýi flokkur Sigmundar Davíðs, Miðflokkurinn, ætti sjö fulltrúa á Alþingi. Þá yrðu sex Píratar á Alþingi í stað tíu núna. Þá myndi þingmönnum Viðreisnar fækka um tvo, yrðu fimm en voru sjö eftir síðustu kosningar. Framsókn fengi fjóra þingmenn. Í nýrri könnun Fréttablaðsins er byggt á tvöfalt stærra úrtaki en í fyrri könnunum í október. Vikmörkin eru á bilinu 0,7 til 2,1 prósent.AðferðafræðiHringt var í 2.551 þar til náðist í 1.602 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. október. Svarhlutfallið var 62,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 73,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 5,4 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 6,5 prósent sögðust óákveðin og 14,3 prósent neituðu að svara spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01