Óskýrt hvað flokkarnir ætla sér í skattamálum Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. október 2017 22:00 Skattastefna margra þeirra flokka sem bjóða nú fram til Alþingis er afar óskýr og óljóst hvað þeir hafa í hyggju í málaflokknum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands þar sem kallað er eftir auknu gagnsæi. Úttektin ber heitið „Skattstefnuþokan“ og er þar gagnrýnt meint stefnuleysi margra flokkanna. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir afar óábyrgt að setja ekki fram skýra stefnu í skattamálum enda sé um að ræða stærstu tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Hún bendir á að 78% þeirra peninga sem koma inn í ríkissjóð séu skattfé frá fólkinu í landinu. Í úttektinni var litið til aðgengilegra upplýsinga á heimasíðum þeirra flokka sem mælst hafa með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum síðustu vikna. Þeim er svo raðað á kvarða eftir skýrleika upplýsinganna annars vegar og stefnu í skattamálum hins vegar. Ásta bendir á að stefnuleysi margra flokkanna í málaflokknum þýði ekki að breytingarnar verði engar að loknum kosningum. Þannig hafi oft orðið miklar breytingar á skattheimtu þó þær hafi ekki endilega verið að finna í stefnuskrám flokkanna hverju sinni. Þannig hafi verið gerðar 240 skattbreytingar á síðustu tíu árum, þar af 179 til hækkunar. Viðskiptaráð telur skýrustu stefnurnar að finna á vefsíðum Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Á vef þess fyrrnefnda má finna nokkuð nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaðar skattprósentubreytingar, en þar kemur m.a. fram að lækka eigi neðri mörk tekjuskatts úr 37% í 35%. Þá er á vef Pírata að finna svokölluð skuggafjárlög þar sem fyrirætlanir flokksins eru útlistaðar lið fyrir lið. Óskýrastur þykir hins vegar Miðflokkurinn, en á vef flokksins er litlar upplýsingar að sjá utan glærusýningar og upptöku af tæplega eins og hálfs klukkustundar löngum fyrirlestri formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stefnumálin. Næst óskýrust þykir Samfylkingin, en á vef flokksins segir þó m.a. að beita beri skattkerfinu sem tæki til tekjujöfnunar jafnt sem tekjuöflunar. Nær miðju í skýrleika falla svo Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Ásta segir skamman tíma í kosningabaráttu og ungan aldur margra flokkanna ekki afsökun fyrir óskýrri skattastefnu. Ef flokkarnir geti gefið út skýrar áætlanir um fyrirhuguð fjárútlát eigi þeir einnig að geta staðið á því skil hvernig afla eigi fjár í því skyni. Þannig þurfi fyrst að vita hversu mikið fé er í hendi áður en kjósendum eru gefin loforð um hvernig eyða eigi fénu. Kosningar 2017 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Skattastefna margra þeirra flokka sem bjóða nú fram til Alþingis er afar óskýr og óljóst hvað þeir hafa í hyggju í málaflokknum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands þar sem kallað er eftir auknu gagnsæi. Úttektin ber heitið „Skattstefnuþokan“ og er þar gagnrýnt meint stefnuleysi margra flokkanna. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir afar óábyrgt að setja ekki fram skýra stefnu í skattamálum enda sé um að ræða stærstu tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Hún bendir á að 78% þeirra peninga sem koma inn í ríkissjóð séu skattfé frá fólkinu í landinu. Í úttektinni var litið til aðgengilegra upplýsinga á heimasíðum þeirra flokka sem mælst hafa með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum síðustu vikna. Þeim er svo raðað á kvarða eftir skýrleika upplýsinganna annars vegar og stefnu í skattamálum hins vegar. Ásta bendir á að stefnuleysi margra flokkanna í málaflokknum þýði ekki að breytingarnar verði engar að loknum kosningum. Þannig hafi oft orðið miklar breytingar á skattheimtu þó þær hafi ekki endilega verið að finna í stefnuskrám flokkanna hverju sinni. Þannig hafi verið gerðar 240 skattbreytingar á síðustu tíu árum, þar af 179 til hækkunar. Viðskiptaráð telur skýrustu stefnurnar að finna á vefsíðum Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Á vef þess fyrrnefnda má finna nokkuð nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaðar skattprósentubreytingar, en þar kemur m.a. fram að lækka eigi neðri mörk tekjuskatts úr 37% í 35%. Þá er á vef Pírata að finna svokölluð skuggafjárlög þar sem fyrirætlanir flokksins eru útlistaðar lið fyrir lið. Óskýrastur þykir hins vegar Miðflokkurinn, en á vef flokksins er litlar upplýsingar að sjá utan glærusýningar og upptöku af tæplega eins og hálfs klukkustundar löngum fyrirlestri formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stefnumálin. Næst óskýrust þykir Samfylkingin, en á vef flokksins segir þó m.a. að beita beri skattkerfinu sem tæki til tekjujöfnunar jafnt sem tekjuöflunar. Nær miðju í skýrleika falla svo Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Ásta segir skamman tíma í kosningabaráttu og ungan aldur margra flokkanna ekki afsökun fyrir óskýrri skattastefnu. Ef flokkarnir geti gefið út skýrar áætlanir um fyrirhuguð fjárútlát eigi þeir einnig að geta staðið á því skil hvernig afla eigi fjár í því skyni. Þannig þurfi fyrst að vita hversu mikið fé er í hendi áður en kjósendum eru gefin loforð um hvernig eyða eigi fénu.
Kosningar 2017 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira