Hvað er eiginlega í gangi? Agnar H. Johnson skrifar 25. október 2017 13:23 Traust á helstu stoðum þjóðfélagsins hefur enn beðið afhroð og þörf er breytinga – viðhorfsbreytinga og kerfisbreytinga. Hverjum er treystandi í slík verkefni? Skylt er að árétta að Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á pólitískum óstöðugleika hér á landi og hefur tekið við keflinu í þeim efnum af Framsókn/Miðflokknum þegar forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna hneykslis sem vakti heimsathygli fyrir einu og hálfu ári síðan. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst hagsmunafélag kvótakónga sem elskar stóriðju, þótt stefnan og ásýndin sé að mörgu leyti fögur. Leynimakk og leyndarhyggja er ótrúlegur skaðvaldur í íslenskum sjórnmálum og gæti, þegar upp er staðið, valdið verulegum efnahagslegum óstöðugleika, ekki síst í ljósi loforðaflaums stjórnmálaflokka sem nú flæðir yfir kjósendur. Já, það er vonandi að rödd umbóta og skapandi frjálslyndis fái enn að hljóma í sölum Alþingis. Björt framtíð vill ástunda heiðarleg og vönduð stjórnmál – er samkvæm sjálfum sér og treystir sér því ekki að starfa þar sem leynimakk þykir eðlilegt og sjálfsagt, þegar almannahagsmunir eru látnir víkja fyrir hagsmunum sem þola ekki dagsljósið. Það var og er engan veginn hægt að fallast á slík vinnubrögð. Komum hreint fram og tökum til í íslenskum stjórnmálum. Endurnýja ber stjórnarskrá Íslands á grunni tillagna stjórnlagaráðs. Björt framtíð hefur sýnt það í verkum sínum á Alþingi að hún hefur haft veruleg áhrif á stjórnmál og lagt áherslu á langtímalausnir fremur en skyndilausnir. Björt framtíð hefur þegar lagt grunnin að uppbyggingu í heilbrigðismálum landsmanna og stigið mikilvæg skref í þá átt. Má þar nefna fjarheilbrigðisþjónustu og sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni. Náttúra Íslands felur í sér ómetanleg verðmæti og standa verður vörð um umhverfið. Björt framtíð hefur raunverulega sýnt í verki ábyrgð í umhverfismálum og stigið mikilvæg skref m.a. með stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Björt framtíð vill stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu og hvatningu í skapandi greinum, grænum iðnaði, hugverka- og þekkingariðnaði og aukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði gert hærra undir höfði með einfaldara regluverki, skattaumgjörð og hvötum sem efla rekstur þeirra. Þannig stuðlum við að verðmætaaukningu í þjóðfélaginu. Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum hafa verið Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni í samstarfi við hagsmunaaðila. Björt framtíð var eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum fyrir ári síðan. Enn og aftur kemur í ljós vandi sauðfjárbænda í boði gömlu stjórnmálaflokkanna. Æskilegt er að fleiri forsendur skapist fyrir byggð í sveitum með fjölbreyttari starfsemi en hefðbundnum landbúnaði. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum, en talið er af málsmetandi aðilum að íslenska krónan kosti samfélagið árlega um 100 milljarða króna þegar á heildina er litið. Vonandi er að þjóðin samþykki hagkvæman samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari mannréttinda, umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra. Auk þess að vera eini stjórnmálaflokkurinn á Alþingi sem hafnar styrkjum frá lögaðilum og hagsmunaöflum, hefur alla tíð sýnt ábyrgð og forðast kosningaloforð, gerandi sér grein fyrir að hluti kjósenda vill ábyrga og trausta pólitík sem hefur langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Kjósendur þurfa að gera það upp við sig á kjördag hvort sérhagsmunir eða almannahagsmunir verði ofaná – hvort leyndarhyggja eða heiðarleg stjórnmál ráði för. Breytum stjórnmálum. Fyrstu skrefin hafa verið tekin. A stendur fyrir almannahagsmuni. Hvert atkvæði telur og margir eru óákveðnir fram á kjördag. Sýnum hugrekki og kjósum eftir hjartanu – xA.Agnar H. Johnson er verkfræðingur og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Traust á helstu stoðum þjóðfélagsins hefur enn beðið afhroð og þörf er breytinga – viðhorfsbreytinga og kerfisbreytinga. Hverjum er treystandi í slík verkefni? Skylt er að árétta að Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á pólitískum óstöðugleika hér á landi og hefur tekið við keflinu í þeim efnum af Framsókn/Miðflokknum þegar forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna hneykslis sem vakti heimsathygli fyrir einu og hálfu ári síðan. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst hagsmunafélag kvótakónga sem elskar stóriðju, þótt stefnan og ásýndin sé að mörgu leyti fögur. Leynimakk og leyndarhyggja er ótrúlegur skaðvaldur í íslenskum sjórnmálum og gæti, þegar upp er staðið, valdið verulegum efnahagslegum óstöðugleika, ekki síst í ljósi loforðaflaums stjórnmálaflokka sem nú flæðir yfir kjósendur. Já, það er vonandi að rödd umbóta og skapandi frjálslyndis fái enn að hljóma í sölum Alþingis. Björt framtíð vill ástunda heiðarleg og vönduð stjórnmál – er samkvæm sjálfum sér og treystir sér því ekki að starfa þar sem leynimakk þykir eðlilegt og sjálfsagt, þegar almannahagsmunir eru látnir víkja fyrir hagsmunum sem þola ekki dagsljósið. Það var og er engan veginn hægt að fallast á slík vinnubrögð. Komum hreint fram og tökum til í íslenskum stjórnmálum. Endurnýja ber stjórnarskrá Íslands á grunni tillagna stjórnlagaráðs. Björt framtíð hefur sýnt það í verkum sínum á Alþingi að hún hefur haft veruleg áhrif á stjórnmál og lagt áherslu á langtímalausnir fremur en skyndilausnir. Björt framtíð hefur þegar lagt grunnin að uppbyggingu í heilbrigðismálum landsmanna og stigið mikilvæg skref í þá átt. Má þar nefna fjarheilbrigðisþjónustu og sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni. Náttúra Íslands felur í sér ómetanleg verðmæti og standa verður vörð um umhverfið. Björt framtíð hefur raunverulega sýnt í verki ábyrgð í umhverfismálum og stigið mikilvæg skref m.a. með stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Björt framtíð vill stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu og hvatningu í skapandi greinum, grænum iðnaði, hugverka- og þekkingariðnaði og aukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði gert hærra undir höfði með einfaldara regluverki, skattaumgjörð og hvötum sem efla rekstur þeirra. Þannig stuðlum við að verðmætaaukningu í þjóðfélaginu. Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum hafa verið Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni í samstarfi við hagsmunaaðila. Björt framtíð var eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum fyrir ári síðan. Enn og aftur kemur í ljós vandi sauðfjárbænda í boði gömlu stjórnmálaflokkanna. Æskilegt er að fleiri forsendur skapist fyrir byggð í sveitum með fjölbreyttari starfsemi en hefðbundnum landbúnaði. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum, en talið er af málsmetandi aðilum að íslenska krónan kosti samfélagið árlega um 100 milljarða króna þegar á heildina er litið. Vonandi er að þjóðin samþykki hagkvæman samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari mannréttinda, umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra. Auk þess að vera eini stjórnmálaflokkurinn á Alþingi sem hafnar styrkjum frá lögaðilum og hagsmunaöflum, hefur alla tíð sýnt ábyrgð og forðast kosningaloforð, gerandi sér grein fyrir að hluti kjósenda vill ábyrga og trausta pólitík sem hefur langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Kjósendur þurfa að gera það upp við sig á kjördag hvort sérhagsmunir eða almannahagsmunir verði ofaná – hvort leyndarhyggja eða heiðarleg stjórnmál ráði för. Breytum stjórnmálum. Fyrstu skrefin hafa verið tekin. A stendur fyrir almannahagsmuni. Hvert atkvæði telur og margir eru óákveðnir fram á kjördag. Sýnum hugrekki og kjósum eftir hjartanu – xA.Agnar H. Johnson er verkfræðingur og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar