Nýjan spítala á betri stað Valgerður Sveinsdóttir skrifar 25. október 2017 13:15 Miðflokkurinn ætlar að byggja nýjan Landspítala á betri stað, en mismunandi raddir eru uppi um staðsetningu spítalans. Á nýlegum fundi sem haldinn var í Norræna húsinu um staðsetningu spítalans kom fram að sumir vilja keyra á uppbygginguna sem er hafin við Hringbraut vegna þess að þeir eru orðnir uppgefnir á nýjum og nýjum nefndum um staðsetningu spítalans og óttast að framkvæmdir geti tafist um 10-15 ár verði nýr staður fyrir valinu. Þó var ljóst að þegar þyrfti að huga að öðrum framtíðarspítala á nýjum stað á næstu áratugum. Eldri forsendur fyrir spítala við Hringbraut voru nálægð við Háskóla Íslands, styrkja þyrfti miðbæinn, ýmis umferðarmannvirki myndu bæta aðgengi s.s. Sundabraut, mörg mislæg gatnamót og Miklabraut í stokk. Þetta eru úreltar forsendur og sé núgildandi aðalskipulag skoðað er miðja borgarinnar komin austur að Elliðaám. Mikil hagræðing er í því fólgin að reisa nýjan spítala á nýjum stað. Fjárfestingarkostnaður er metinn um 20 milljörðum króna lægri sé byggt á nýjum stað miðað við Hringbraut. Rekstrarkostnaður mun einnig lækka um 3 milljarða króna á ári vegna sameiningar á einn stað og ferðakostnaður notenda lækka um einn milljarð árlega. Framtíðarspár benda eindregið til þess að ekki verði hægt að ná sameiningarhagræðingu við Hringbraut, því ekki verður hægt að loka í Fossvogi vegna fyrirsjáanlegs skorts á sjúkrarýmum. Áætlað er að framkvæmdum við Hringbraut ljúki 2027. Sé farið strax í staðarvalsgreiningu fyrir nýjan og betri stað, má gera ráð fyrir að undirbúningur taki fimm ár og byggingarframkvæmdin önnur fimm. Þannig að heildarferlið taki tíu ár eða jafnvel skemmri tíma, sé vel að málum staðið. Ríkið á land við Keldur sem er frábærlega staðsett samgöngulega séð með tengingu við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og fyrirhugaða Borgarlínu. Vífilsstaðir eru annar góður valkostur sem staðsettur er í miðju höfuðborgarsvæðisins með góðar tengingar við stofnbrautir. Gott aðgengi að spítalanum er lykilatriði fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk. Með því að reisa nýjan spítala á betri stað má einnig komast hjá skertri þjónustu, gríðarlegu ónæði og heilsuspillandi aðstæðum fyrir sjúklinga og starfsfólk meðan á framkvæmdum stendur. Miðflokkurinn ætlar að hefjast handa strax og byggja nýjan, vel búinn spítala til framtíðarnota.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn ætlar að byggja nýjan Landspítala á betri stað, en mismunandi raddir eru uppi um staðsetningu spítalans. Á nýlegum fundi sem haldinn var í Norræna húsinu um staðsetningu spítalans kom fram að sumir vilja keyra á uppbygginguna sem er hafin við Hringbraut vegna þess að þeir eru orðnir uppgefnir á nýjum og nýjum nefndum um staðsetningu spítalans og óttast að framkvæmdir geti tafist um 10-15 ár verði nýr staður fyrir valinu. Þó var ljóst að þegar þyrfti að huga að öðrum framtíðarspítala á nýjum stað á næstu áratugum. Eldri forsendur fyrir spítala við Hringbraut voru nálægð við Háskóla Íslands, styrkja þyrfti miðbæinn, ýmis umferðarmannvirki myndu bæta aðgengi s.s. Sundabraut, mörg mislæg gatnamót og Miklabraut í stokk. Þetta eru úreltar forsendur og sé núgildandi aðalskipulag skoðað er miðja borgarinnar komin austur að Elliðaám. Mikil hagræðing er í því fólgin að reisa nýjan spítala á nýjum stað. Fjárfestingarkostnaður er metinn um 20 milljörðum króna lægri sé byggt á nýjum stað miðað við Hringbraut. Rekstrarkostnaður mun einnig lækka um 3 milljarða króna á ári vegna sameiningar á einn stað og ferðakostnaður notenda lækka um einn milljarð árlega. Framtíðarspár benda eindregið til þess að ekki verði hægt að ná sameiningarhagræðingu við Hringbraut, því ekki verður hægt að loka í Fossvogi vegna fyrirsjáanlegs skorts á sjúkrarýmum. Áætlað er að framkvæmdum við Hringbraut ljúki 2027. Sé farið strax í staðarvalsgreiningu fyrir nýjan og betri stað, má gera ráð fyrir að undirbúningur taki fimm ár og byggingarframkvæmdin önnur fimm. Þannig að heildarferlið taki tíu ár eða jafnvel skemmri tíma, sé vel að málum staðið. Ríkið á land við Keldur sem er frábærlega staðsett samgöngulega séð með tengingu við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og fyrirhugaða Borgarlínu. Vífilsstaðir eru annar góður valkostur sem staðsettur er í miðju höfuðborgarsvæðisins með góðar tengingar við stofnbrautir. Gott aðgengi að spítalanum er lykilatriði fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk. Með því að reisa nýjan spítala á betri stað má einnig komast hjá skertri þjónustu, gríðarlegu ónæði og heilsuspillandi aðstæðum fyrir sjúklinga og starfsfólk meðan á framkvæmdum stendur. Miðflokkurinn ætlar að hefjast handa strax og byggja nýjan, vel búinn spítala til framtíðarnota.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar