Bjóddu þeim eldri með þér á kjörstað Guðrún Ágústsdóttir skrifar 25. október 2017 09:30 Aðeins hefur verið rætt um kosningaþátttöku eftir aldri og kynjum. Komið hefur fram að um og innan við helmingur þeirra sem eru 29 ára og yngri fer á kjörstað. Þetta byggist á upplýsingum um þátttöku í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014. Kosningaþátttaka í heild hefur verið mikil hér á landi miðað við grannríki okkar. En kosningaþátttaka hefur farið minnkandi, því miður. Þannig fóru aðeins 64% karla og 62% kvenna á kjörstað 2014. Í næstu kosningum á undan fóru 74% á kjörstað, sama hlutfall karla og kvenna. Hæst hefur kosningaþátttakan í Reykjavík á umliðnum áratugum til borgarstjórnar farið í um 90%; síðast 1974. Reykjavíkurborg gaf út fyrir nokkru ansi fróðlegan bækling sem heitir „kynlegar tölur“. Þaðan eru tölurnar hér á undan. Yfirleitt er kosningaþátttaka aldursflokkanna svipuð eftir kynjum. Þar kemur reyndar fram að það eru áberandi færri karlar sem kjósa en konur á aldrinum 25 til 49 ára. Af hverju er það? En það sem er mest sláandi er að kosningaþátttaka kvenna minnkar meira en karla þegar ofar dregur í aldri. Þannig kjósa 74% kvenna en 81% karla í aldurshópnum 75-79 ára. En eftir 80 ára aldur snarlækkar hlutfall kvenna enn; þegar þangað er komið kýs 71% karla en aðeins 57% kvenna. Af hverju er það? Það hefur ekki verið kannað. Er það kannski vegna þess að karlarnir á þessum aldri eru frekar með bílana en konurnar? Hvað veldur? Þess vegna varð þessi fyrirsögn til sem merkir þessa grein: Bjóddu þeim eldri með á kjörstað! Höfundur er formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Aðeins hefur verið rætt um kosningaþátttöku eftir aldri og kynjum. Komið hefur fram að um og innan við helmingur þeirra sem eru 29 ára og yngri fer á kjörstað. Þetta byggist á upplýsingum um þátttöku í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014. Kosningaþátttaka í heild hefur verið mikil hér á landi miðað við grannríki okkar. En kosningaþátttaka hefur farið minnkandi, því miður. Þannig fóru aðeins 64% karla og 62% kvenna á kjörstað 2014. Í næstu kosningum á undan fóru 74% á kjörstað, sama hlutfall karla og kvenna. Hæst hefur kosningaþátttakan í Reykjavík á umliðnum áratugum til borgarstjórnar farið í um 90%; síðast 1974. Reykjavíkurborg gaf út fyrir nokkru ansi fróðlegan bækling sem heitir „kynlegar tölur“. Þaðan eru tölurnar hér á undan. Yfirleitt er kosningaþátttaka aldursflokkanna svipuð eftir kynjum. Þar kemur reyndar fram að það eru áberandi færri karlar sem kjósa en konur á aldrinum 25 til 49 ára. Af hverju er það? En það sem er mest sláandi er að kosningaþátttaka kvenna minnkar meira en karla þegar ofar dregur í aldri. Þannig kjósa 74% kvenna en 81% karla í aldurshópnum 75-79 ára. En eftir 80 ára aldur snarlækkar hlutfall kvenna enn; þegar þangað er komið kýs 71% karla en aðeins 57% kvenna. Af hverju er það? Það hefur ekki verið kannað. Er það kannski vegna þess að karlarnir á þessum aldri eru frekar með bílana en konurnar? Hvað veldur? Þess vegna varð þessi fyrirsögn til sem merkir þessa grein: Bjóddu þeim eldri með á kjörstað! Höfundur er formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar