Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. október 2017 06:00 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að, svo ég bara sé engan grundvöll fyrir því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurður um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Logi segir línurnar hafa verið að skýrast núna á síðustu dögum í gegnum áherslur flokkana. „Það er ljóst að hér eru að myndast tvær blokkir. Annars vegar um hægri stefnu og áframhaldandi misskiptingu auðs eða stjórn um félagslegan stöðugleika, mannúð og mannréttindi,“ segir formaður Samfylkingarinnar um horfurnar eftir kosningar. Hann segist vel geta hugsað sér stjórn nokkurra flokka og nefnir auk Samfylkingar Vinstri græn, Framsóknarflokk, Viðreisn og Pírata. Þótt engar formlegar viðræður eigi sér stað milli flokkanna fyrir kosningar eru forystumenn farnir að hringjast á og taka stöðuna. Símar formanna eru þó mismikið á tali og sumir vinsælli en aðrir eins og gengur. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að svokölluð Lækjarbrekkutilraun vinstri flokkanna fyrir síðustu kosningar hafi verið misráðin. „Mér fannst þetta nú ekki koma neitt sérstaklega vel út síðast,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati um möguleika á formlegum viðræðum milli flokka fyrir kosningar. Aðspurð um óskasamstarfsflokka Pírata nefnir Þórhildur Sunna þá flokka sem störfuðu saman í stjórnarandstöðu á því kjörtímabili sem er að ljúka; Vinstri græn, Samfylkingu og Framsóknarflokk. „Það eru helst þeir flokkar sem eru til í að koma með okkur í stjórnarskrármálin og raunverulegar kerfisbreytingar.“ Aðspurð hvort hún telji þessa flokka líklegasta til þess, segir Þórhildur Sunna: „Þeir eru allavega minnst líklegir til að vilja standa gegn því.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru einkum tvær átakalínur sem skipt geta miklu máli við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Annars vegar afstaða flokka til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og hins vegar afstaða forystumanna til þess hvor flokkurinn eigi að mynda límið í ríkisstjórn, Framsóknarflokkur eða Viðreisn. „Ég met stöðuna þannig að þrátt fyrir að útlit verði fyrir mikinn fjölda flokka á þingi þá verði ekki stjórnarkreppa eins og síðast,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og er bjartsýn á að að unnt verði að mynda ríkisstjórn hvort heldur er til hægri eða vinstri. „Ég held að menn sjái æ betur að allt tal um tveggja flokka stjórn er gamaldags nálgun og engan veginn ávísun á stöðugleika. Þetta snýst fyrst og fremst um málefnin og þess vegna er ég bjartsýn.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsir þungum áhyggjum af óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum. „Það þarf að mynda öfluga starfhæfa ríkisstjórn til að ráða bót á þessum pólitíska óstöðugleika, honum verður að linna,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki verði ráðin bót á vanda stjórnmálanna nema menn stigi upp úr skotgröfunum og er sjálfur reiðubúinn að ganga á undan með góðu fordæmi: „Það er enginn maður í stjórnmálum sem ég treysti mér ekki til að vinna með,“ segir Sigurður þegar hann er spurður hvort hann sé reiðubúinn að starfa með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Sigurður segist helst vilja sjá breiða stjórn fyrir miðju og segir Framsóknarflokkinn reiðubúinn að taka þátt í slíkri stjórn. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að, svo ég bara sé engan grundvöll fyrir því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurður um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Logi segir línurnar hafa verið að skýrast núna á síðustu dögum í gegnum áherslur flokkana. „Það er ljóst að hér eru að myndast tvær blokkir. Annars vegar um hægri stefnu og áframhaldandi misskiptingu auðs eða stjórn um félagslegan stöðugleika, mannúð og mannréttindi,“ segir formaður Samfylkingarinnar um horfurnar eftir kosningar. Hann segist vel geta hugsað sér stjórn nokkurra flokka og nefnir auk Samfylkingar Vinstri græn, Framsóknarflokk, Viðreisn og Pírata. Þótt engar formlegar viðræður eigi sér stað milli flokkanna fyrir kosningar eru forystumenn farnir að hringjast á og taka stöðuna. Símar formanna eru þó mismikið á tali og sumir vinsælli en aðrir eins og gengur. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að svokölluð Lækjarbrekkutilraun vinstri flokkanna fyrir síðustu kosningar hafi verið misráðin. „Mér fannst þetta nú ekki koma neitt sérstaklega vel út síðast,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati um möguleika á formlegum viðræðum milli flokka fyrir kosningar. Aðspurð um óskasamstarfsflokka Pírata nefnir Þórhildur Sunna þá flokka sem störfuðu saman í stjórnarandstöðu á því kjörtímabili sem er að ljúka; Vinstri græn, Samfylkingu og Framsóknarflokk. „Það eru helst þeir flokkar sem eru til í að koma með okkur í stjórnarskrármálin og raunverulegar kerfisbreytingar.“ Aðspurð hvort hún telji þessa flokka líklegasta til þess, segir Þórhildur Sunna: „Þeir eru allavega minnst líklegir til að vilja standa gegn því.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru einkum tvær átakalínur sem skipt geta miklu máli við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Annars vegar afstaða flokka til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og hins vegar afstaða forystumanna til þess hvor flokkurinn eigi að mynda límið í ríkisstjórn, Framsóknarflokkur eða Viðreisn. „Ég met stöðuna þannig að þrátt fyrir að útlit verði fyrir mikinn fjölda flokka á þingi þá verði ekki stjórnarkreppa eins og síðast,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og er bjartsýn á að að unnt verði að mynda ríkisstjórn hvort heldur er til hægri eða vinstri. „Ég held að menn sjái æ betur að allt tal um tveggja flokka stjórn er gamaldags nálgun og engan veginn ávísun á stöðugleika. Þetta snýst fyrst og fremst um málefnin og þess vegna er ég bjartsýn.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsir þungum áhyggjum af óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum. „Það þarf að mynda öfluga starfhæfa ríkisstjórn til að ráða bót á þessum pólitíska óstöðugleika, honum verður að linna,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki verði ráðin bót á vanda stjórnmálanna nema menn stigi upp úr skotgröfunum og er sjálfur reiðubúinn að ganga á undan með góðu fordæmi: „Það er enginn maður í stjórnmálum sem ég treysti mér ekki til að vinna með,“ segir Sigurður þegar hann er spurður hvort hann sé reiðubúinn að starfa með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Sigurður segist helst vilja sjá breiða stjórn fyrir miðju og segir Framsóknarflokkinn reiðubúinn að taka þátt í slíkri stjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira