Nýjar forsendur hjá peningastefnunefnd Seðlabankans? Stefán Helgi Jónsson og Skúli Hrafn Harðarson skrifar 25. október 2017 07:00 Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,25% á fundi sínum þann 4. október síðastliðinn. Óhætt er að segja að ákvörðun bankans hafi komið markaðsaðilum verulega óvart. Allir greiningaraðilar á markaði spáðu óbreyttum stýrivöxtum fyrir fundinn þar sem rök þeirra voru meðal annars að raunvextir hefðu lækkað á milli funda sem og að ríkisstjórnarslitin hefðu aukið óvissu um aðhald ríkisfjármála á næstunni. Að okkar mati eru þónokkur tíðindi í fundargerð Seðlabankans sem birt var þann 18. október síðastliðinn og ber þar helst að nefna nýtt mat peningastefnunefndar á þeim raunvöxtum sem þarf til að halda verðbólgu við markmið. Fram kemur í fundargerðinni að hagvöxtur verði áfram töluvert mikill en aðlögun að sjálfbærum hagvexti virðist að mati nefndarinnar vera hraðari en áður var talið. Þetta stöðumat nefndarinnar er áhugvert í ljósi síðustu vaxtalækkunar. Hér er með öðrum orðum verið að segja að spennan verði áfram mikil en muni lækka eitthvað á næstu misserum í átt að jafnvægi. Hagkerfið er því að keyra umfram framleiðslugetu sem þýðir að öðru óbreyttu að raunvextir ættu að vera hærri samanborið við hagkerfi í jafnvægi. Mikið hefur verið rætt og ritað um jafnvægisraunvexti á Íslandi. Seðlabankinn er með 3% jafnvægisraunvexti í sinni efnahagspá en ljóst má vera á aðgerðum peningastefnunefndar að hún er ekki á sama máli. Fyrir vaxtalækkunina í október voru raunvextir bankans miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar 2,1% og höfðu lækkað frá því í ágúst þegar þeir voru 2,3%. Í júní voru samsvarandi vextir 2,7% og hafa því lækkað um tæplega 1% á nokkrum mánuðum.En hvað hefur breyst á þessum nokkrum mánuðum? Tölur Hagstofunnar um hagvöxt á fyrri hluta ársins voru birtar í september. Niðurstaðan var 4,3% vöxtur en Seðlabankinn hafði spáð í ágúst að hagvöxtur yrði 5,6% á fyrri hluta ársins. Munar þar mestu um framlag utanríkisviðskipta en þjóðarútgjöld voru í góðu samræmi við spána eða 5,2% í stað 5,4%. Spennan í hagkerfinu er því enn mikil og vel umfram framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma litið. Peningastefnunefnd er þó á sama tíma að lækka raunvexti niður fyrir 2% og í því felast mikil tíðindi. Álykta mætti út frá síðustu vaxtalækkun að jafnvægisraunvextir séu nær 1% að teknu tilliti til framleiðsluspennunnar í hagkerfinu. Það verður því mjög fróðlegt að sjá næstu spá Seðlabankans varðandi hagvöxt og mat hans á framleiðsluspennu sem birt verður samfara næstu vaxtaákvörðun þann 15. nóvember næstkomandi. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Hrafn Harðarson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,25% á fundi sínum þann 4. október síðastliðinn. Óhætt er að segja að ákvörðun bankans hafi komið markaðsaðilum verulega óvart. Allir greiningaraðilar á markaði spáðu óbreyttum stýrivöxtum fyrir fundinn þar sem rök þeirra voru meðal annars að raunvextir hefðu lækkað á milli funda sem og að ríkisstjórnarslitin hefðu aukið óvissu um aðhald ríkisfjármála á næstunni. Að okkar mati eru þónokkur tíðindi í fundargerð Seðlabankans sem birt var þann 18. október síðastliðinn og ber þar helst að nefna nýtt mat peningastefnunefndar á þeim raunvöxtum sem þarf til að halda verðbólgu við markmið. Fram kemur í fundargerðinni að hagvöxtur verði áfram töluvert mikill en aðlögun að sjálfbærum hagvexti virðist að mati nefndarinnar vera hraðari en áður var talið. Þetta stöðumat nefndarinnar er áhugvert í ljósi síðustu vaxtalækkunar. Hér er með öðrum orðum verið að segja að spennan verði áfram mikil en muni lækka eitthvað á næstu misserum í átt að jafnvægi. Hagkerfið er því að keyra umfram framleiðslugetu sem þýðir að öðru óbreyttu að raunvextir ættu að vera hærri samanborið við hagkerfi í jafnvægi. Mikið hefur verið rætt og ritað um jafnvægisraunvexti á Íslandi. Seðlabankinn er með 3% jafnvægisraunvexti í sinni efnahagspá en ljóst má vera á aðgerðum peningastefnunefndar að hún er ekki á sama máli. Fyrir vaxtalækkunina í október voru raunvextir bankans miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar 2,1% og höfðu lækkað frá því í ágúst þegar þeir voru 2,3%. Í júní voru samsvarandi vextir 2,7% og hafa því lækkað um tæplega 1% á nokkrum mánuðum.En hvað hefur breyst á þessum nokkrum mánuðum? Tölur Hagstofunnar um hagvöxt á fyrri hluta ársins voru birtar í september. Niðurstaðan var 4,3% vöxtur en Seðlabankinn hafði spáð í ágúst að hagvöxtur yrði 5,6% á fyrri hluta ársins. Munar þar mestu um framlag utanríkisviðskipta en þjóðarútgjöld voru í góðu samræmi við spána eða 5,2% í stað 5,4%. Spennan í hagkerfinu er því enn mikil og vel umfram framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma litið. Peningastefnunefnd er þó á sama tíma að lækka raunvexti niður fyrir 2% og í því felast mikil tíðindi. Álykta mætti út frá síðustu vaxtalækkun að jafnvægisraunvextir séu nær 1% að teknu tilliti til framleiðsluspennunnar í hagkerfinu. Það verður því mjög fróðlegt að sjá næstu spá Seðlabankans varðandi hagvöxt og mat hans á framleiðsluspennu sem birt verður samfara næstu vaxtaákvörðun þann 15. nóvember næstkomandi. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun