Ísland er framtíðin Lilja Alfreðsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Ísland var í 16. sæti árið 2016 á lista Sameinuðu þjóðanna yfir bestu lífskjör í heiminum. Danmörk, Noregur og Svíþjóð voru fyrir ofan okkur, en Finnland fyrir neðan. Þó við séum að koma vel út þegar kemur að jöfnuð í samfélaginu, þurfum við að gera enn betur svo Ísland verði ákjósanlegur valkostur fyrir unga fólkið í framtíðinni. Framsókn leggur ríka áherslu á jafnan rétt til menntunar, óháð búsetu og efnahag. Nauðsynlegt er að auka fjárframlög til háskólanna svo þau nái OECD-meðaltalinu árið 2020. Ein króna inn í háskólastigið skilar sér áttfalt inn í hagkerfið. Ísland þarf að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til að geta mætt kröfum framtíðarinnar. Fjölbreytt framboð á menntun og símenntun er lykilþáttur í því sambandi. Við höfum líka lagt áherslu á að þeir fjármunir sem sparast við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár verði nýttir til að byggja upp og þróa framhaldsskólastigið, t.d. í verk- og iðnnámi. Fjölbreytt og áhugaverð störf þurfa að vera í boði fyrir ungt fólk í framtíðinni. Sú tæknibylting sem framundan er mun án efa skapa mörg ný, spennandi atvinnutækifæri fyrir ungt fólk í náinni framtíð. En það gerist ekki af sjálfu sér. Framsókn vill að á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar verði endurgreiðsluhlutfall á rannsóknar- og þróunarkostnaði hækkað úr 20% í 25% svo skapa megi ný tækifæri á þeim umbreytingartímum sem framundan eru. Stjórnvöld þurfa að styðja vel við fyrirtæki sem fjárfesta í hugverka- og þekkingariðnaði. Mikil fjölgun hefur verið á leigumarkaði á Íslandi en 80% þeirra vilja eignast sitt eigið húsnæði. Framsókn hefur lagt fram raunhæfa aðgerð sem gengur út á að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðakaup. Þessi leið hefur nýst vel í Sviss til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Samhliða þessari aðgerð verður meira framboð af húsnæði að vera til staðar. Ísland þarf að geta boðið upp á sambærilegar aðstæður til húsnæðiskaupa og önnur norræn ríki. Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland var í 16. sæti árið 2016 á lista Sameinuðu þjóðanna yfir bestu lífskjör í heiminum. Danmörk, Noregur og Svíþjóð voru fyrir ofan okkur, en Finnland fyrir neðan. Þó við séum að koma vel út þegar kemur að jöfnuð í samfélaginu, þurfum við að gera enn betur svo Ísland verði ákjósanlegur valkostur fyrir unga fólkið í framtíðinni. Framsókn leggur ríka áherslu á jafnan rétt til menntunar, óháð búsetu og efnahag. Nauðsynlegt er að auka fjárframlög til háskólanna svo þau nái OECD-meðaltalinu árið 2020. Ein króna inn í háskólastigið skilar sér áttfalt inn í hagkerfið. Ísland þarf að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til að geta mætt kröfum framtíðarinnar. Fjölbreytt framboð á menntun og símenntun er lykilþáttur í því sambandi. Við höfum líka lagt áherslu á að þeir fjármunir sem sparast við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár verði nýttir til að byggja upp og þróa framhaldsskólastigið, t.d. í verk- og iðnnámi. Fjölbreytt og áhugaverð störf þurfa að vera í boði fyrir ungt fólk í framtíðinni. Sú tæknibylting sem framundan er mun án efa skapa mörg ný, spennandi atvinnutækifæri fyrir ungt fólk í náinni framtíð. En það gerist ekki af sjálfu sér. Framsókn vill að á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar verði endurgreiðsluhlutfall á rannsóknar- og þróunarkostnaði hækkað úr 20% í 25% svo skapa megi ný tækifæri á þeim umbreytingartímum sem framundan eru. Stjórnvöld þurfa að styðja vel við fyrirtæki sem fjárfesta í hugverka- og þekkingariðnaði. Mikil fjölgun hefur verið á leigumarkaði á Íslandi en 80% þeirra vilja eignast sitt eigið húsnæði. Framsókn hefur lagt fram raunhæfa aðgerð sem gengur út á að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðakaup. Þessi leið hefur nýst vel í Sviss til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Samhliða þessari aðgerð verður meira framboð af húsnæði að vera til staðar. Ísland þarf að geta boðið upp á sambærilegar aðstæður til húsnæðiskaupa og önnur norræn ríki. Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar