Kæra unga fólk! Lilja Guðmundsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Í dag eru stjórnmálin á allra vörum, flokkar lofa upp í ermina á sér hægri vinstri og reyna að kaupa sér atkvæði. Ungt fólk hefur eflaust veitt því athygli enda er það hvatt sérstaklega til að kjósa. Samt bara til að kjósa rétt! Kaupin geta verið margskonar, allt frá því að ungt fólk hugsi sjálfstætt í að það fái skutl uppá kjörstað með kippu af bjór. Nei, ég segi svona. Það þekkist auðvitað ekki að unga fólkið kjósi annan flokk en foreldrarnir, eða hvað? Rétt eins og að halda með röngu liði í fótboltanum. Maður á bara að halda með sama flokknum sama hvað gerist, ride or die, panama og wintris. Nei, ég segi svona. Hvað veldur því að ungt fólk fer ekki að kjósa? Jú, það kynnist ekki stjórnmálum fyrr en það verður 18 ára og á þá allt í einu að kjósa. Skólinn sinnir þessu hlutverki lítið og unga fólkið lítið að velta þessu fyrir sér. Svo eru flokkarnir margir og hlaðborð loforðanna er stórt. En það er samt engin afsökun. Málið er að ef þú kýst ekki, þá hefur þú tæplega ekki rétt til að hafa skoðanir á samfélaginu! Það skipti engu máli hvort þú kýst rétt, rangt eða segir ekki frá því hvað þú kaust, það skiptir heldur ekki máli hvort flokkurinn sem þú kaust sveik öll loforðin sín. Það væri þá ekki í fyrsta sinn. En það er þinn réttur að kjósa og ábyrgð sem virkur samfélagsþegn að bara hunskast til að f***ing kjósa! Ef þú veist ekki hvað þú átt að kjósa þá tekurðu kosningarpróf, ferð á kosningarviðburði eða kíkir á stefnumál flokkanna. Þetta tekur engan tíma, eða álíka langan tíma og að finna nýjan vin á Tinder. Kæra unga fólk, (ég þar með talin), gerum betur! Við erum alveg ágæt, við drekkum minna og tökum minna af eiturlyfjum en fyrri kynslóðir, við erum virk og vel gefin. Gerum enn betur og kjósum í þokkabót! Svo eru tónleikar í verðlaun á laugardaginn ( #vakan ) og hver elskar ekki tónleika. Ekki vera heilalaus, taktu meðvitaða ákvörðun um þína framtíð og kjóstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru stjórnmálin á allra vörum, flokkar lofa upp í ermina á sér hægri vinstri og reyna að kaupa sér atkvæði. Ungt fólk hefur eflaust veitt því athygli enda er það hvatt sérstaklega til að kjósa. Samt bara til að kjósa rétt! Kaupin geta verið margskonar, allt frá því að ungt fólk hugsi sjálfstætt í að það fái skutl uppá kjörstað með kippu af bjór. Nei, ég segi svona. Það þekkist auðvitað ekki að unga fólkið kjósi annan flokk en foreldrarnir, eða hvað? Rétt eins og að halda með röngu liði í fótboltanum. Maður á bara að halda með sama flokknum sama hvað gerist, ride or die, panama og wintris. Nei, ég segi svona. Hvað veldur því að ungt fólk fer ekki að kjósa? Jú, það kynnist ekki stjórnmálum fyrr en það verður 18 ára og á þá allt í einu að kjósa. Skólinn sinnir þessu hlutverki lítið og unga fólkið lítið að velta þessu fyrir sér. Svo eru flokkarnir margir og hlaðborð loforðanna er stórt. En það er samt engin afsökun. Málið er að ef þú kýst ekki, þá hefur þú tæplega ekki rétt til að hafa skoðanir á samfélaginu! Það skipti engu máli hvort þú kýst rétt, rangt eða segir ekki frá því hvað þú kaust, það skiptir heldur ekki máli hvort flokkurinn sem þú kaust sveik öll loforðin sín. Það væri þá ekki í fyrsta sinn. En það er þinn réttur að kjósa og ábyrgð sem virkur samfélagsþegn að bara hunskast til að f***ing kjósa! Ef þú veist ekki hvað þú átt að kjósa þá tekurðu kosningarpróf, ferð á kosningarviðburði eða kíkir á stefnumál flokkanna. Þetta tekur engan tíma, eða álíka langan tíma og að finna nýjan vin á Tinder. Kæra unga fólk, (ég þar með talin), gerum betur! Við erum alveg ágæt, við drekkum minna og tökum minna af eiturlyfjum en fyrri kynslóðir, við erum virk og vel gefin. Gerum enn betur og kjósum í þokkabót! Svo eru tónleikar í verðlaun á laugardaginn ( #vakan ) og hver elskar ekki tónleika. Ekki vera heilalaus, taktu meðvitaða ákvörðun um þína framtíð og kjóstu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar